Syrpa - 01.02.1947, Page 29
hendur rústir og aftur rústir. — Og þarna var
húsið, sem við leituðum að. Það stóð að vísu uppi;
eitt af sárfáum með allri þessari götu.
Við námum staðar skammt frá húsinu og tók-
um fram böggla þá, em hingað áttu að fara. Veðr-
ið var hlýtt og bjart yfir. Við virtum fyrir okkur
umhverfið og var það ljót sjón og ömurleg.
Brátt söfnuðust nokkur börn að okkur. Þeim var
forvitni að sjá hið glæsilega farartæki okkar. Og
okkur sjálf, útlendinga, öll í einkennisbúningum.
Börnin voru guggin og fátæklega klædd. Ekkert
þeirra var í skóm eða sokkum. Meðal þeirra var
ellefu ára snáði, gróflega borginmannlegur. Ég fór
að spjalla við hann og var hann hinn ræðnasti.
Þá spurði ég, hvort hann ætti ekkert á fæturna.
„Jú, ég á nú víst einhverja sokka, en skó á ég
enga“.
Þegar það var fundið, sem leitað var að, spurði
maðurinn minn, hvort okkur langaði til að sjá „lít-
ið skemmt hús“, eins og hann orðaði það. Þetta
var fyrsta tækifærið, sem okkur bauðst til að kynn-
ast högum fólksins innan veggja heimilisins, svo
að við vorum öll ákveðin í því að taka boðinu. Að
utan frá höfðum við séð, að í öllu húsinu, sem
var fjórar hæðir, voru varla fleiri gluggarúður
en telja mátti á fingrum sér. 1 rúðu stað voru
kassafjalir negldar fyrir gluggana, eða þá pappi,
sums staðar svonefnt sólgler.
Við fórum inn, maðurinn minn á undan. And-
dyrið dimmt og fullt af múrryki. Við fylgdum
á eftir upp stigana. Handriðið ótryggt, svo að gæta
varð varúðar.
Húsfreyjan tók á móti okkur, bað okkur afsaka,
hún gæti nú eiginlega ekki boðið okkur inn, eins
og allt væri umhorfs hjá sér. Við skildum þetta
ofur vel. En við vorum hingað komin til þess að
sjá og kynnast ástandinu eins og það er, en ekki
eins og það hafði verið eða gæti orðið.
Þessi fjölskylda hafði haft þrjú væn herbergi,
auk eldhúss. Nú voru tvö af herbergjunum ónot-
hæf (en átti að fara að reyna að gera við þau).
Eldhúsið var eina vistarveran, sem lítið hafði látið
á sjá. En í þriðja íbúðarherberginu varð öll fjöl-
skyldan að sofa. Við litum þar inn. Þar ægði öllu
saman. Þangað hafði orðið að hrúga öllu, sem
ekki var eyðilagt af búslóðinni. Og þarna á gólf-
inu lágu rúmfötin, eða réttara sagt það af þeim,
sem ekki hafði brunnið. En glugga megin við
„rúmstæðið" var uppspennt regnhlíf, — til hlífð-
ar gegn regni inn um óþéttan gluggann.
Með afsökunarorðum kvaddi frúin okkur, en bað
okkur fyrir þakklæti til íslenzka Rauða Krossins
fyrir alla þá hjálp, sem hann hefði veitt, bæði sér
og þúsundum annarra í ófriðarlöndunum.
— Svona var þessi fyrsta heimsókn mín til fjöl-
skyldu, sem orðið hafði fyrir ógnum styrjaldar-
innar. Síðar á ferðinni átti ég eftir að sannfærast
um, að það var rétt, sem maðurinn minn hafði
sagt, að þetta var „lítið skemmt hús“. Þessi fjöl-
skylda átti það tiltölulega gott. Hún hafði þó þak
yfir höfuð sér. Hún hafði þó haldið gömlu íbúð-
inni sinni og a. m. k. nokkru af búslóð sinni. En
samt tók mig sárt að sjá þetta. En seinna, þegar
ég kynntist því, við hvaða kjör hundruð þúsunda
og jafnvel milljónir manna í stríðslöndunum verða
nú að búa, þá lofaði ég hamingjuna fyrir það, hvað
fjölskyldan, sem við heimsóttum í Kiel, hafði eig-
inlega sloppið vel út úr hörmungum ófriðarins.
— Helmingurinn af Hamborg er hruninn eða
gjöreyðilagður. Borgin slapp því betur en flestar
hinna stærri borga Þýzkalands. Aðeins um fimmti
hluti af Frankfurt am Main stendur uppi. Num-
berg er enn verr farin. Svipað er að segja um
margar aðrar borgir landsins.
En þrátt fyrir þessar ægilegu eyðileggingar á
borgunum hefir fólkið þyrpst til þeirra eftir að
stríðinu lauk. Ekki aðeins okkur, — útlendingun-
um, — heldur líka Þjóðverjum sjálfum er það
hreinasta ráðgáta, hvar allur þessi manngrúi get-
ur haldið sig. Og hvaða fólk er þetta? Margt af
því er fólk, sem áður átti heima í þessum sömu
borgum, sem það nú leitar til. Á stríðsámnum,
þegar loftárásirnar vom hvað mestar, var mikill
fjöldi kvenna, barna og gamalmenna úr hverri
borg flutt á burt og komið fyrir víðsvegar úti um
sveitir landsins. Nú leitar þetta fólk aftur heim;
dapurleg mun þó heimkoman vera fyrir flestum,
Á FLÖTTA,
Gömul einstæðings-
kona, nýkomin frá
•flóttamannabúðun-
um í Friedland.
SYRPA
19