Syrpa - 01.02.1947, Qupperneq 32
DDRCUTHY PARKER :
Guð, láttu hann hringja. Góði guð, láttu hann hringja
strax. Ég skal ekki biðja þig um neitt annað, hara þetta
eina, þú mátt trúa því. Er það nokkuð mikið? Hvað getur
þig munað um það, guð, svona litið, svona voða litið. En
láttu hann bara gera það strax. Gerðu það, guð, gerðu það,
gerðu það, gerðu það.
Kannske hann hringi, ef ég hætti að hugsa um það. Það
kemur stundum fyrir. Bara ég gæti hugsað um eitthvað
annað. Bara ég gæti hugsað um annað. Kannske ég ætti
að reyna að telja upp að fimm hundruð. Kannske hann
hringi þá á meðan. Ég tel hægt, ég skal ekkert hafa rangt
við. Og þó siminn hringi, þegar ég er komin upp í þrjú
hundruð, þá hætti ég ekki. Ég anza ekki fyrr en ég er kom-
in upp í fimm hundruð. Fimm, tíu, fimmtán, tuttugu, tutt-
ugu og fimm, þrjátíu, þrjátíu og fimm, fjörutíu, fjörutíu
og fimm, fimmtiu, . . . . ó, hringdu, hringdu, ó, gerðu
það.
Þetta skal verða í síðasta sinn, sem ég lít á klukkuna.
Ég lít ekki á hana aftur. Hún er tíu mínútur yfir sjö. Hann
sagðist ætla að hringja um fimmleytið. „Ég hringi klukk-
an fimm, elskan", sagði hann. Ég held það hafi verið þá,
sem hann sagði elskan, ég held áreiðanlega að það hafi ver-
ið þá. Hann sagði það tvisvar og annað skiptið var þegar
hann kvaddi mig. „Vertu sæl, elskan", sagði hann. Hann
hafði svo mikið að gera, og hann á svo bágt með að tala
við mig í skrifstofunni, en samt sagði hann tvisvar elskan.
Hann hefir ekkert getað verið leiður þó ég hringdi. Ég veit
að maður á ekki að vera að hringja þá upp, þeir vilja það
ekki. Ef maður gerir það, þá vita þeir, að maður er að hugsa
um þá og þrá þá, og þá fara þeir að hata mann. En ég hef
ekki talað við hann í þrjá daga, ekkert einasta orð í þrjá
daga. Ég gerði ekkert annað en að spyrja, hvernig honum
liði, alveg eins og hver annar, sem hringir. Það er ómögu-
legt að honum hafi leiðst það. Það getur ekki verið, að hon-
um hafi fundizt ég vera að þreyta sig, þó ég gerði það.
„Nei, hvað heldurðu þú sért að þreyta mig?“ sagði hann.
Og hann sagðist ætla að hringja. Hann þurfti ekkert að vera
að segja það frekar en hann vildi, ég bað hann ekkert um
það, það er áreiðanlegt að ég bað hann ekki um það. Ég
trúi því ekki, að hann væri að segjast ætla að hringja, ef
hann ætlaði sér alls ekki að gera það. Láttu hann ekki gera
svoleiðis, guð. Láttu hann ekki gera svoleiðis.
„Ég hringi klukkan fimm, elskan". „Vertu sæl, elskan".
Hann hafði mikið að gera og hann var að flýta sér og það
var fullt af fólki inni, en samt sagði hann tvisvar elskan.
Það á ég þó alltaf. Það á ég þó alltaf. Það á ég, þó ég sjái
hann aldrei framar. 0, en það er svo lítið. Það er ekki nóg.
Ekkert er nóg, ef ég sé hann ekki framar. Lofaðu mér að
sjá hann aftur, guð, ó, mig langar svo að sjá hann. Mig
Dorothy Parker er talin meðal beztu rithöfunda
Bandaríkjanna og hnittni hennar er heimsfræg.
Fyrsta bók hennar, „Enough Rope“, var ljóðabók
og kom út árið 1927. Hún seldist bezt allra hóka, er
út komu á árinu, og mun slíkt vera einsdæmi um ó-
þekktan höfund. Árið 1928 kom út önnur ljóðabók
hennar, „Sunset Gun“, tveim árum síðar fyrstu smá-
sögur hennar, „Laments for the Living“, og því
næst ljóðabók, „Death and Taxes“. Smásögusafnið
„After such Plcasures" kom út 1934, og „Here Lies“,
úrval úr sögum hennar, árið 1943. Dorothy Parker
á marga aðdáendur hér á landi, en hingað til mun
ekkert hafa verið þýtt eftir hana á íslenzku. — Hér
birtast nú tvær- smásögur hennar.
langar svo að sjá hann. Ég skal vera góð, guð. Ég skal reyna
að bæta mig, ég skal áreiðanlega reyna það, ef þú bara lofar
mér að sjá hann aftur. Ef þú lætur hann hringja til mín.
0, láttu hann hringja strax.
0, segðu ekki, að þetta sé of lítilfjörleg bæn, góði guð.
Þú situr þarna uppi, fannhvitur og kaldranalegur með alla
englana í kringum þig og stjörnurnar sveimandi framhjá.
Og ég kem til þín og sárbæni þig um eitt símtal. Ó, hlæðu
ekki. Þú veizt ekki, hvernig mér líður. Þú getur verið ör-
uggur uppi í hásætinu með himinblámann undir fótum
þér, enginn kremur hjartað í þér milli handa sér. Þetta er
kvöl, guð, þetta er voðaleg, voðaleg kvöl. Viltu ekki hjálpa
mér? Gerðu það i nafni sonar þins. Þú lofaðir að bænheyra
oss í nafni hans, ó, guð, gerðu þetta þá í nafni þíns elsk-
aða sonar, Jesú Krists, frelsara vors, láttu hann hringja
strax.
Ég verð að hætta. Ég má ekki halda svona áfram. Sko
til. Ef ungur maður segist ætla að hringja til stúlku, og svo
kemur eitthvað fyrir, svo hann lætur ekki verða úr því, —
er það nokkuð voðalegt? Kemur það kannske ekki fyrir um
allan heim, á hverri einustu mínútu? Ó, hvað kemur mér
allur heimurinn við? Þvi getur þessi sími ekki hringt? Af
hverju getur hann það ekki, af hverju getur hann það ekki?
Viltu ekki hringja? Ó, gerðu það, hringdu. Bannsettur ljóti
skjannalegi síminn þinn. Þú ert auðvitað alltof góður til að
hringja, það færi auðvitað alveg með þig, ef þú hringdir,
heldurðu það ekki? Bölvaður sértu, ég skal rífa þig með rót-
um út úr veggnum, ég skal mola á þér bannsett svarta
smettið. Bölvaður sértu að eilífu.
Nei, nei, nei. Ég verð að hætta. Ég verð að hugsa um
eitthvað annað. Ég verð að gera það. Ég set klukkuna inn í
hitt herbergið. Þá sé ég ekki á hana. Ef ég get ekki stillt mig
um að líta á hana, þá verð ég að fara inn í annað her-
bergi til þess, og þá hef ég þó alltaf eitthvað að gera rétt
á meðan. Kannske hann verði búinn að hringja áður en ég
lít á hana næst. Ég skal vera góð við hann ef hann hringir.
Þó hann segist ekki geta komið í kvöld, þá segi ég bara:
„Það gerir ekkert til, góði, uss, það gerir ekki nokkurn
22
S Y R P A