Syrpa - 01.02.1947, Side 35
KRISTÍN ÚLAFSDÓTTIR, læknir:
aráKleppi.
Skömmu fyrir jólin gafst mér ásamt öðrum tæki-
færi á að skoða sýningu á handavinnu sjúkling-
anna á Kleppsspítala, en þangað var í fyrrahaust,
fyrir forgöngu yfirlæknisins, dr. Helga Tómasson-
ar, ráðinn kennari í vinnulækningum, ung stúlka,
sem ein Islendinga hefir lagt stund á þessa grein
og lokið prófi í henni í Danmörku.
Á sýningunni var margt fallegt að sjá, allt vel
unnið og prýðilega smekklegt. Þar voru alls konar
prjónavörur: sokkar, vettlingar, peysur, karl-
mannavesti, bleyjubuxur, vagnteppi, þvottaleppar
og klútar. Enn voru þarna hnýttar bögglaskjóður,
belti og gólfmottur, saumaðir borð- og bakkadúkar
og alla vega jólaskraut, m. a. úr íslenzkum hálmi.
Það, sem þó vakti mesta aðdáun mína, voru
munir úr beini, skínandi hvítir og fágaðir hnífar,
skeiðar, saltker, pentudúkahringir og salatsam-
stæður af öllum stærðum og gerðum.
— tJr hvaða beini er þetta? spurði ég.
-— tJr venjulegum kjötbeinum, er til falla í eld-
húsinu, var mér svarað.
Kennslukonan, ungfrú Jóna Kristófersdóttir,
fræddi okkur því næst um það, að beinin, sem
unnið væri úr, væru mest leggbein stórgripa, sem
soðin væru í klórkalki og sápu, unz úr þeim væri
öll fita, en síðan söguð, sorfin og fægð.
Ég verð að segja, að ég varð meira en lítið undr-
andi yfir að sjá svo fagra muni gerða úr beinum,
sem allir fleygja og telja að engu nýt.
— Eru það nú ekki aðeins hressustu sjúklingarn-
ir, sem geta unnið þetta? spurði ég dr. Helga.
— Ó, nei, nei, svaraði hann, — það gera engu
síður þeir, sem lasnari eru.
Enn fræddi dr. Helgi Tómasson okkur á því, að
sjúklingarnir virtust una vel þessari vinnu.
— Verstu dagarnir okkar, sagði hann, — eru
þegar kennslukonan hefir frí, því að þá veit eng-
inn, hvað hann á að taka sér fyrir hendur.
Að mestu leyti er unnið á sjúkrastofunum á
vetrum, en í sumar sátu sjúklingarnir úti við vinnu
sína, þegar veður leyfði.
Reynt er eftir föngum að gera vinnuna sem
fjölbreyttasta. Konurnar spinna, prjóna, knipla,
sauma, hekla, hnýta ábreiður, staga í o. fl. o. fl.
Karlar smiða úr tré og beini, prjóna klúta, hnýta
ábreiður, ríða net og vinna ýmsa smámuni úr
hálmi. Enn hefir verið ofið allmikið, en vegna
vöntunar á tvisti hefir vefnaðurinn að mestu leyti
legið niðri um sinn.
Ungfrú Jóna Kristófersdóttir er ættuð frá
Blönduósi. Hún sigldi til Danmerkur árið 1939.
Lærði hún fyrst vefnað á Jótlandi. En haustið
1942 hóf hún nám í handavinnu og vinnulækning-
um í Kaupmannahöfn og lauk því hálfu öðru ári
síðar með ágætiseinkunn, að afloknu sjö mánaða
starfi við geðveikraspitala í Middelfart á Fjóni.
I hálft annað ár vann hún síðan sem kennari i
vinnulækningum hjá Velferðarstofnun danskra
kvenna (Danske Kvinders Velfærd) í Kaupmanna-
höfn og gafst þá tækifæri til að kynnast ýmiss kon-
ar starfsemi Dana að velferðarmálum.
Síðasta árið, sem hún dvaldist í Danmörku, buð-
ust henni tvær góðar stöður, en hugurinn leitaði
heim til Islands, þar sem hún vissi sérstaka þörf
fyrir kunnáttufólk í þessari grein.
Jóna Kristófersdóttir.
B Y R P A
25