Syrpa - 01.02.1947, Síða 36

Syrpa - 01.02.1947, Síða 36
Jólaskraut úr hálmi og smámunir úr beini. Töskurnar og beltið er hnýtt úr seglgarni. Hún kom heim í september 1945 og hóf kennslu- starf sitt á Kleppi í október sama ár. Ég tel hér vera merkilegt mál á ferðinni og þess vert, að því sé gaumur gefinn. Sú skoðun geð- veikralækna um allan heim, að hæfileg vinna sé gildur þáttur í lækningu geðveikra sjúklinga, ryð- ur sér nú mjög til rúms. Slíkt hið sama má vafa- laust segja um aðra sjúklinga, sem dveljast þurfa langdvölum á sjúkrahúsum, þó að ekki sé sjúk- dómur þeirra sálarlegs eðlis. Ekki ber því að neita, að allmikið hefir verið unnið af sjúklingum á sjúkrahúsum hér á landi. Hafa einkum margar konurnar verið natnar við að finna sér ýmiss konar verkefni. Körlum hefir Pappírshnifur og þurkuhringur úr beini. aftur á móti veitzt það erfiðara. Má svo segja, að þeir einir, sem hagir eru af náttúru, hafi fengizt við einhvers konar föndur. Hinir hafa að mestu setið auðum höndum. Og öll hefir vinnan á sjúkra- húsunum verið unnin skipulagslítið, og óvíðast verið unnt að koma við nokkurrn teljandi tilsögn. Dr. Helgi Tómasson á miklar þakkir skildar fyr- ir að hafa gerzt forgöngumaður um þetta þjóð- þrifamál, og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að skipulagðar vinnulækningar verði hafnar líka á öðrum sjúkrahúsum landsins. 25 S Y R P A

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.