Syrpa - 01.02.1947, Qupperneq 38
Daginn eftir birtist áþekk auglýsing í „Vísi“,
þó með þessari viðbót:
HVATIR ÞEIRRA MYRKRAAFLA, SEM VINNA AÐ
ÞVl AÐ FÁ BÖK ÞESSA BANNFÆRÐA, ER ERF-
ITT AÐ SKÝRA, EN ÞÆR EIGA ÁREIÐANLEGA
EKIÍERT SKYLT VIÐ HEILBRIGÐA SIÐAVENDNI.
MUN FREMUR MEGA REICJA ÞÆR TIL EIN-
KENNILEGA RANGSNÚINS HUGARFARS OG
SJÚKLEGS SÁLARLlFS.
1 nóvembermánuði kom þessi auglýsing tvisvar
sinnum í „Morgunblaðinu“ og svipaðar auglýsing-
ar í „Vísi“:
Djörf skáldsaga um ástir og ástríður.
Ut er komin hin heimskunna franska ástarsaga eftir
Madame Colette.
SAKLAUSLÉTTÚÐ
Saklaus léttúð er óvenjuleg skáldsaga um hlóðríkar ástir
og brennandi ástríður.
Saklaus léttúð segir frá ungum elskendum, misheppnuðu
samlifi þeirra, tilraunum þeirra til þess að fullnægja ástríð-
um sinum utan hjónahandsins og að lokum hamingju þeirra
er þau finna hvert annað. Frásögn bókarinnar er fögur og
listræn, og þótt einstökum þáttum ástalífsins sé lýst af raun-
særri bersögli hvilir yfir allri skáldsögunni hlýr og róman-
tískur blær. Fólk sem er mjög feimið og teprulegt er var-
að við að lesa bókina.
Saklaus léttúð mun vekja aðdáun, hneyksli og deilur.
Lesið Saklausa léttúð og fellið yðar eigin dóm.
UGLUÚTGÁFAN.
Madame Collette er ef til vill kunnasti seinni tima ást-
arsagnahöfundur Frakka. Það er staðreynd að hækur Col-
ette eru metsölubækur viða um heim, t. d. seldist síðasta
bók hennar í 270.000 eintökum í Frakklandi. Hinsvegar
ber því ekki að neita, að miklar deilur hafa staðið um
Colette, sökum djarfra ástarlífslýsinga hennar og bersögli í
kynferðismálum. Telja ofsatrúarmenn og teprulegir lesend-
ur hana „klámrithöfund", en fólk sem metur dirfsku og
hispursleysi í frásögnum um ástir sem annað dáir hrein-
skilni hennar og þrótt, en allir lesa þeir samt bækur Colette
hvort sem þeir eru með henni eða móti.
Þessi auglýsing var einnig lesin upp í rikisútvarp-
inu dag eftir dag.
Nokkrar bækur hafa verið auglýstar með mynd-
um, sem vart fengjust birtar í dagblöðum annarra
menningarþjóða. Og skrumið um þvínæst hverja
nýja bók, sem út kemur, er orðið hrein landplága.
Auglýsingastarfsemi þessi hefir vakið sára
gremju allra viti borinna manna. Hún er alvar-
legt sjúkdómseinkenni í þjóðlífinu, sem við meg-
um ekki við að láta afskiptalaust. Það vakti þess-
vegna ánægju um allt land, þegar tvær aðvörun-
arraddir kváðu upp úr um þessa vanvirðu i út-
varpinu nú fyrir skemmstu. Hinn 9. desember
deildi frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona harð-
lega á sorpritaútgáfuna, og kvöldið eftir beindi dr.
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sínu napra og
snjalla háði að skrumauglýsendunum, svo að ætla
hefði mátt að þeim féllust hendur, að minnsta
kosti í bili.
En því var ekki að heilsa. Hinn 29. desember
birti Morgunblaðið svohljóðandi auglýsingu:
Bók amerísku hjónanna
HENRY og FREDA THORNTON
HJÓNALlF
hefir vakið hina mestu athygli og umtal hér á landi,
eins og annars staðar. Og einnig hér hafa þröngsýnir vand-
lætarar risið upp til að fordæma bókina, þótt ádeila þeirra
sé jafn snauð af rökum og hvarvetna annars staðar.
Hjónalíf
er hyggt á þeirri reynslu, sem höfundarnir hafa aflað sér
í hjónabandi sínu, og ennfremur af þekkingu, sem sálfræð-
ingar, læknar og aðrir ábyrgir aðilar hafa miðlað höfund-
unum á umræðufundum um kynferðismál. Annar höfund-
ur bókarinnar er auk þess útlærður sálfræðingur og á að
haki margra ára reynslu, sem ráðunautur í hjónabands-
vandamálum.
Formála fyrir bókinni skrifar góðkunnur vísindamaður,
dr. med. Harry Benjamin, og farast honum orð í formál-
anum m. a. á þessa leið:
„Jafnframt því, sem hið lesandi fólk þroskaðist svo, að það
þyldi að sjá vandamál kynlifsins rædd á prenti, hefur á
siðari árum myndast all-mikil grein bókmennta, sem ætlað
var að leiðbeina mönnum til að öðlast kyn-hamingju í hjóna-
bandinu. Gildi margra þessara bóka er þó mjög rýrt með
því, að of mikið er tæpt á hlutunum, og vegna of mikilla
siðferðisprédikana. — Bók Thornton-hjónanna er ein af lofs-
verðum undantekningum frá þessu. Hispursleysi höfundanna,
hin skynsamlega grundvöllun bókarinnar á líffærafræði-
legum staðreyndum, heilbrigð sálræn og hlutræn meðferð
efnisins og ekki sízt hin mörgu hagrænu atriði, er, að mínu
áliti, fyllstu viðurkenningar verð“.
Sjálfum farast höfundunum orð um bókina m. a. á þessa
leið:
„Einhverjir kunna að hneykslast á því, hve hispurslaust
er hér ritað og ýmsum atriðum nákvæmlega lýst, en slíkt
er nauðsynlegt, ef þannig á að taka á efninu, að nokkurt
gagn verði að. Vér ráðleggjum slíkum lesendum að hug-
leiða hin viturlegu orð dr. Robie: „Sé maður hamingju-
samur í fáfræði sinni, þá mundi vera heimskulegt að leita
fróðleiks. En þegar af fáfræðinni leiðir hjónabandsbrot, hór-
dóm og skilnað, taugaveiklun, sundurlyndi og ólán, þá
væri vissulega betra að fræðast fyrirfram, jafnvel þó að
maður eigi á hættu að meiða tilfinningar þeirra, sem enn
eru haldnir tepruskap gamalla hleypidóma“.“
Hjónalíf
er bók handa nútímafólki, rituð af höfundum með nútíma-
sjónarmið. Þessvegna þarf engan að undra, þótt fólk, sem
haldið er „tepruskap gamalla hleypidóma" fordæmi hók-
ina, enda rýrir það ekki gildi hennar.
Lesið HJÓNALlF og fellið yðar eigin dóm um bókina.
Fæst hjá bóksölum og kostar kr. 11,00.
HRAFNSÚTGÁFAN.
Ég veit ekki, hver það er, sem þannig felur sig
á bak við krumma, á meðan hann svarar þessum
umvöndunum. En framkoma hans sýnist mér með
öllu ósæmandi. Þessvegna tók ég mig til og las
bókina. Hún er sóðaskapur frá upphafi til enda.
Engin manneskja getur haft gagn af henni, en
2E3
s Y R P A