Syrpa - 01.02.1947, Qupperneq 43

Syrpa - 01.02.1947, Qupperneq 43
Kæri ritstjóri. Þegar J)ú komst til mín á dögunum og tjáðir mér, að þú hefðir í hyggju að fórna dálitlu af rúm í blaði þínu undir smágreinar, er þú nefnir KARLADÁLKA, þá fannst mér þetta sannarlega orð í tíma talað. Flest blöð eða tímarit, sem út eru gefin á íslandi um þessar mundir (og það er eng- in smávegis glás, eins og Reykvíkingar mundu orða það, séu Heimilis- og Krossgátublaðið talin með) fórna ávallt nokkru af hinu dýrmæta flatar- máli sínu undir hinar svokölluðu KVENNASÍÐ- UR. (Mér finnst þessar blessaðar síður alltaf minna mig á hangikjötssíður). Á þessum síðum birtist svo hitt og þetta, sem við kemur okkur kvenfólk- inu. Þar er okkur sagt, með afar nærgætnislegum orðum, hvernig við eigum að fara að því að festa tölu, sjóða haframjölsgraut og salta kartöflur svo bóndanum líki, og margt og margt fleira viðvíkj- andi matartilbúningi og hjónabandinu í heild. En þessar vinveittu síður láta ekki þar við sitja, þær kenna okkur svo miklu meira en þetta. Þær kepp- ast við að segja okkur, hvernig við eigum að haga okkur við hin eða þessi tækifæri. Þær benda okk- ur réttilega á það, að það sé megnasta ókurteisi að reka út úr sér tunguna framan i ókunnuga. (En líklega er það leyfilegt, ef nánustu ættingjar eða venzlamenn eiga í hlut). Svo er skýrt tekið fram, að það sé óviðkunnanlegt að bora í nefið á sér svo aðrir sjái, og skiljum við þá greinilega, að slíkt á maður að dunda við í einrúmi. Ýmislegt fleira kemur fram í þessum greinum, sem gæti verið af- skaplega lærdómsríkt fyrir okkur konurnar, ef við bara værum ekki alltof tornæmar. Síðan þú færð- ir það í tal við mig um daginn, hvort ekki væri ofurlítil þörf á því, að einhvers staðar birtust svona álíka hógværar leiðbeiningar til æðstu skepnu jarð- arinnar, karlmannsins, þá hef ég verið að velta þessu meir og meir fyrir mér. Og ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta sé alveg laukrétt. Yið nánari athugun sér hver heilvita manneskja, hvað það hlýtur að vera bagalegt fyrir blessaða karl- mennina að liafa hvergi aðgang að svona upp- byggilegum síðum, þar sem þeir gætu fyrirhafnar- lítið fengið fræðslu um, hvenær þeim sé óhætt að koma dónalega fram og hvenær ekki. Jú, ritstjóri góður, ég er búin að fá brennandi áhuga fyrir því að bæta úr þessari brýnu nauðsyn á karladálkum, og ég lofa þér að sjá blaðinu fyrir þeim framvegis. Kveð ég þig svo með vinsemd og karlkynið með þakklæti fyrir síðurnar. Þín frænka GRÓA Rannveig Schmidt: KURTEISI. — Bókaútgáfan Reykholt h. f. Bók þessi kom út í haust og dagblöðin fóru um hana lof- samlegum orðum. Sannleikurinn er þó sá, að þetta mun vera einhver allra auðvirðilegasta bók, sem samin hefir ver- ið á íslenzku. Málið er bágborið. Frágangurinn líkastur því, að höfundurinn hefði hripað hana upp í flýti og aldrei les- ið hana yfir. Efnið svo litið, að leikur hefði verið að koma því fyrir á 4 blaðsiðum i staðinn fyrir að teygja það eftir 140 síðum. Og megnið af þessu litla efni á alls ekkert erindi á prent. f formálanum er þessi visa Einars Benediktssonar tilfærð eins og nokkurskonar mottó: Láttu smátt, en hyggðu hátt, heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt, mæltu fátt, en hlæðu lágt. En þegar lesandinn er kominn gegn um bókina, hlýtur hon- um að detta í hug, að visan hafi verið sett þar í háði. Því þessi hók er ekki um hógværð, ekki um stórhug, ekki um mannúð, ekki um stillingu. Hún er hégómi og fjallar um hégóma. Hér eru nokkur sýnishorn, tekin af handahófi: Ur kaflanum „FRUSSARAR OG ANNAГ, bls. 45: „Sumir menn eru það, sem kallað er „frussarar", þegar þeir tala. Einn kunningi hafði það fyrir vana í boðum, að einangra einhverja stúlkuna úti í horni — helzt þá lagleg- ustu auðvitað. Hann stillti henni upp að þilinu, studdi hægri hendinni vinstra megin við hana og þeirri vinstri hinum megin, þangað til hún var eins og í búri og gat sig ekki hreyft, en svo lét hann dæluna ganga og munnvatnið fruss- aðist yfir aumingja stúlkuna, þangað til hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð yfir þessum ósköpum, og helzt langaði hana til að kalla á hjálp. Það þarf varla að taka það fram, að flestar stúlkur voru varar um sig, þegar þessi náungi var á næstu grösum. Hann hafði þar að auki „handavanda", S Y R P A 33

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.