Syrpa - 01.02.1947, Page 44

Syrpa - 01.02.1947, Page 44
manngreyið, og einu sinni sagði stúlka ein, sem komizt hafði í hann krappan með honum, að ekki væri mögulegt að umgangast hann nema hafa regnhlíf og jafnvel klæða sig brynju. Annars veit ég ágætt ráð við áleitnum karlmönnum — og hefir reynst vel. Þú situr kannske í sófa með manni, sem kominn er til ára sinna, en — skulum við segja — hefir „ungar tilhneigingar“. Hann fálmar utan um þig — já, hefir afleitan handavanda. Þú tekur þessu með þolinmæði um stund og svo .... nei, þú stingur ekki títuprjóni á kaf í kauða — þetta er eiginlega almennilegasti náungi að mörgu leyti og þú kærir þig ekkert um að „særa“ hann — þú bara hvíslar í eyra hans: „Ég þori ekki að sitja hér leng- ur . . . þú ert alltof hættulegur". Úr kaflanum „COCKTAIL-BOÐ", bls. 68: „Siðurinn, að halda cocktail-boð, hefir færzt gríðarlega í vöxt í Bandaríkjunum síðustu árin, og hér á landi eru marg- ir farnir að komast upp á lagið með þetta líka. Þegar okk- ur hefir verið boðið í ótal gildi upp á síðkastið og við höf- um ekki haft tækifæri til að endurgjalda alla gestrisnina, þá er það óneitanlega þægilegt að geta uppfyllt samkvæm- isskyldur sínar með því að bjóða upp á cocktails . . . Hún Guðrún Drewson, vinkona mín norsk, sem ég oft vitna til, var vön að segja, þegar svona stóð á fyrir henni: „Nú þarf ég að fara að hafa uppþvott og hreinsa til í samkvæmis- heiminum mínum“. Þá hringdi hún upp þrjátiu eða sjötíu kunningja — eða kannske hundrað — alla þá, sem þörf var á að „þvo upp“ —- og bauð þeim upp á cocktail milli fjögur og sex“. Úr kaflanum „SNYRTIMENNSKA“ á bls. 12: „Einu sinni heyrði ég sögu og hún er svona: Norðurlandastúlka ein ætlaði að gifta sig og var rétt kom- in að giftingunni. Stúlkan fór með móður sinni upp í her- bergi unnustans og kom þá auga á hárbursta hans á þvotta- borðinu . . . Það fór hrollur um hana, burstinn var svo við- bjóðslegur. Hún skildi eftir bréf í herbergi unnustans: „Ég get ekki gifzt manni, sem er svo óhreinlegur, að hann hreins- ar aldrei hárburstann sinn“. Kaflinn „SNEMMA BEYGIST KRÖKURINN TIL ÞESS, SEM VERÐA VILL“ er um börn. Þar segir m. a. á bls. 113: „1 Frakklandi er það sums staðar siður við borðið, að láta börn sitja með hendurnar sitt hvorum megin við diskinn og halda þumalfingrunum upp á meðan þau bíða eftir matn- um, og er siðurinn raunar anzi góður — þau geta þá ekki gert neitt af sér á meðan“. Þetta ráð ætti frú Rannveig að reyna sjálf, næst þegar hún fellur í þá freistni að skrifa svona bók. Jóhanna Knudsen. GUÐMUNDUR EINARSSON FRÁ MIÐDAL: FJALLAMENN. Reykjavík, Bókaútgáfa Guð- jóns Ö. Guðjónssonar, 1946. Það mun flestum kunnugt, að Guðmundur Einarsson er fjölhæfastur íslenzkra listamanna, málverk hans, högg- myndir, raderingar, teikningar og leirmunir hafa mikla athygli vakið og njóta almennra vinsælda. Og þó er Guð- mundi enn fleira til lista lagt, hann er meðal annars á- gætur rithöfundur, skemmtilegur og orðgóður. Greinar eft- ir hann hafa birzt é ýmsum tímum í blöðum og tímarit- um og nú fyrir skömmu mikil bók og glæsileg: „Fjalla- menn“. Að þeirri bók er mikill fengur, og hún mun enn auka hróður Guðmundar, bæði sem rithöfundar og málara. „Fjallamenn" er greinpsafn, og að mestu helgað ferð- um höfundarins um óbyggðir, tinda og jökla, en Guð- mundur frá Miðdal er löngu þjóðkunnur ferðamaður, merk- ur forgöngumaður um útiíþróttir og fjallgöngur. Hann tók ungur ástfóstri við háfjöll og öræfi, eggjaði síðan aðra til að fylgja sér og hefur þegar miklu orkað, enda kappsam- ur og stórhuga. Á þetta brautryðjendastarf er drepið í bók- inni, og þar má líka kynnast framtíðarvonum þeim um landnám íslenzkra óbyggða, sem hann elur í brjósti. Margir munu ætla, að sögur um skíðaferðir og fjallgöng- ur hljóti að verða of fábreytilegar til lengdar, en ekki verður það sagt um bók Guðmundar frá Miðdal. Hann er gæddur ríkri frásagnargáfu, tekst oftast nær að bregða yfir sögur sínar bjarma ævintýrsins, gera efnið ljóst og lifandi — honum lætur jafnvel að segja frá þrekraunum og svað- ilförum sem þægri hvíld eftir erviðan dag, hamslausum óveðrum sem skiðaferðum í hvítalogni og tindrandi sólskini. Og söguefnið er raunar ærið margbreytt, skýrt er jöfnum höndum frá íslenzkum öræfum og erlendum, Vatnajökli, Kili, Ódáðahrauni, og svimháum tindum og grænum döl- um Týróls og Svisslands. Ferðasagan um Suðurlönd er bráðskemmtileg viða og bernskuminningar höfundarins við- kvæmar en heillandi. Og þarna eru forkunnlegar smá- greinar um laxveiðar, veiðiár og veiðivötn, og bera því ör- uggt vitni að Guðmundur muni kunnugur þeim málum flestum betur. Stundum segir hann ævintýri og segir þau vel, hvort sem um skáldskap hans sjálfs er að ræða eða sög- ur úr fjarlægum löndum, Týról og Kákasusfjöllum. Guðmundur ritar fagurt mál, litríkt og hreint, orðfæri hans er helzt til íburðarmikið á stundum, en jafnan auð- ugt, þróttmikið og glæsilegt. Þessar greinar eru ekki ein- ungis skemmtilestur, þær eru að öðrum þræði hinar þörfustu hugvekjur, af þeim má margt læra. Þær eru öllu fremur til þess ritaðar að hvetja lesandann til þess að leita dásemda öræfanna, og sá er dauður úr öllum æðum, sem ekki fýsir að halda af stað til fjalla „með nesti og neglda skó“ að lestrinum loknum. Og höfundurinn skorar á íslenzkan æsku- lýð að leggja rækt við líkama sinn, styrkja vilja, heilbrigði og orku, jafnsannfærður um það og Spartverjar hinir fornu, að „smáþjóð stendur illa að vigi, ef hún á ekki eingöngu úrvals fólki á að skipa“. Hann deilir vægðarlaust á allt það sem honum finnst rotið í lífi samtímans, ekki aðeins götu- ráp, jassglamur og slæpingshátt, heldur og é kaupmennsku- brag þann, sem honum finnst vera á ferðalögum manna og skemmtanalífi, og einhliða keppni og metorðagirnd iþrótta- manna er honum ekki að skapi. 1 bókinni allri birtist skilningur hans og samúð með dýrum, og næmleiki fyrir töfrum náttúrunnar og margbreytni. „Fjallamenn“ þykir mér fallegri bók og smekklegri að öll- um frágangi en önnur rit frá árinu 1946. Hún er prýdd teikningum höfundar, og aftan við ferðaþættina er mikill fjöldi góðra ljósmynda, sumar frá Islandi, aðrar úr Mundíu- fjöllum; samræming lesmáls og mynda er með þeim ágæt- um, að vera ætti öðrum til eftirbreytni. — Loks er ótalinn síðasti hluti bókarinnar, það er eitt hundrað og ein mynd af málverkum Guðmundar og raderingum, og eru sumar með litum, en á undan þeim stutt grein um listamanninn eftir Aðalstein heitinn Sigmundsson. Þó að hér sé í raun og veru um sjálfstæða myndabók að ræða, rýfur þessi sið- asti hluti í engu heild bókaiánnar og samræmi. Guðmund- ur frá Miðdal er öllum framar málari íslenzkra óbyggða, málverk hans og ferðasögur eru þrungin sama anda, spunn- in af sama toga. ÁSGEIR HJARTARSON □ 4 S Y R P A

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.