Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 48

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 48
Ekki má nú setja ykkur alveg hjá, börnin góð, „Syrpa“ veit að ykkur langar oft til að heyra sögu í rökkrinu. Yæri nú ekki tilvalið að fá að heyra dálítið af sögunum, sem hún amma í Grænlandi segir litlu börnunum þar? Ykkur þætti víst skrítið að sjá hvernig farið er með börnin þar á meðan þau eru lítil. 1 stað- inn fyrir það, að þið eruð látin í lítinn vagn með rúmfötum og fallegri ábreiðu ofan á, og mamma ykkar fer með ykkur út í góða veðrið og ekur ykkur út um allar götur, þá lætur mamma í Grænlandi strákinn sinn eða stelpuna ofan í poka, sem hún slengir svo á bakið á sér og ber með sér hvert sem hún fer. Á vetrum býr fólkið við sjáv- arsíðuna i lágkúrulegum moldarkofum, sem fennir oft í kaf, og þá þarf að moka löng göng til að kom- ast út og inn. Þá veiða karlmennirnir sel upp um ísinn og stundum skjóta þeir ísbirni. Þegar vorið kemur og sólin fer að skína, þá tekur fólkið sig upp og ferðast með tjöld upp um fjöll og firnindi. Þá safnar það ósköpunum öllum af eggjum, því allt er fullt af fugli. Svo veiða þeir fugla og skjóta hreindýr sér til matar og eru glaðir og ánægðir með lífið. í Þið hafið víst flest ykkar heyrt talað um heimskautafarann mikla, hann Knút Ras- mussen. Hann fæddist í Grænlandi og var þar öll sín æskuár, og Öll leiksystkinin hans voru grænlenzk. Þeg- ar hann stálpaðist, fluttist hann með for- eldrum sínum til Danmerkur, en alltaf elskaði hann æskustöðvarnar og þjóðina norður við heim- skautið framar öllu öðru. Eftir að hann komst til vits og ára, varði hann allri ævinni til þess að rann- saka heimskautalöndin og reyna að hjálpa fólk- inu, sem þar býr. Hann lenti í ægilegum mann- raunum og varð oft að berjast langtímum saman við hungur og kulda og allskonar hættur. En aldrei barðist hann til að vinna öðrum mönnum mein, eins og hermenn gera, og þessvegna langar alla góða og dugandi drengi til að líkjast honum. Hann skrifaði upp ósköpin öll af sögum og ævintýrum, sem grænlenzka fólkið undi sér við á kvöldvökun- um, og þau hafa verið gefin út handa börnunum í Danmörku. Þau eru mörg skrítin, og allt öðruvísi en sögumar, sem þið eigið að venjast. Hérna fáið þið að heyra nokkrar þeirra: Sagan um mennina tvo, sem ætluðu að telja hár- in á úlfinum og hreindýrinu. Einu sinni vom tveir menn á veiðum. Annar þeirra veiddi úlf í gildru, en hinn skaut hreindýr með boga. Þegar þeir hittust, sagði annar: „Ljómandi er þetta fallegur hreindýrsfeldur, sem þú hefur þama“. „En úlfshamurinn þinn, sá er nú ekki slorleg- ur“, sagði hinn. Svo fóm þeir að spjalla saman um þessi tvö skinn, bæði um háralagið og hitt og þetta. 3B B Y R P A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.