Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 4

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 4
U M BYGGINGAMÁLEFNI III. GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON: SKIPULAG BÆJA Arkitektinn hefur þá sérstöðu meðal þeirra, sem að listrænum efnum vinna, að hugmyndir hans verða því aðeins að veruleika, að ltann njóti skilnings hinna framkvæmdasömu á bygginga sviðinu, — að öðrum kosti ná þær naumast svo langt að lita pappírinn. Hann á í raun og sannleika allt undir skiln- ingi þeirra, er til hans leita, en það hafa síðustu árin mest verið efnamenn með sín sérstöku við- horf. Ekki er hægt að segja, að lausnir þessara verkefna, sér í lagi í stríðinu og að því loknu, hafi haft verulegt þjóðfélagslegt gildi; til þess hefur gætt of lítillar festu hjá arkitektum. Húseigend- ur hafa sýnilega alltof oft tekið ráðin af teiknur- um sínum, eða að minnsta kosti er það vart hugs- anlegt, að lærðir húsameistarar hafi af sjálfsdáð- um fundið hjá sér livöt til að leika slíkan trúðleik, því að trúmennska við köllun sína, í þessu fagi, er ekki að slá um sig með gömlum stílum, heldur er hún þátttaka í myndun nýrra byggingahátta, öllum til heilla. Hinum sönnu „modernistum“ allra þjóða hef- ur skilizt, að það eru stóru stéttirnar, sem þarfn- ast þeirra, því viðhorf þeirra er viðhorf þjóðfélag- anna. Af þessurn ástæðum er ljóst, að hin nýja stefna hefur víkkað sviðið og fært oss heim sanninn um fánýti einstakra listaverka, þótt þau brjóti hinar dauðu línur hugmyndasnauðra gatna; já, meira að segja fjöldi slíkra listaverka eykur lítt hæfni borga til að fullnægja þörfum fjöldans, — en það er hlutverk þeirra. Þessi nýi skilningur á hlutverki borga olli því, að menn stöldruðu við og gerðu sér ljóst, hvernig komið var og hvers vegna og hversu úr mætti bæta. Meginástæða þess, að helztu borgir á meginlandi Evrópu eru þröngar, dimmar og óheil- næmar, eru víggirðingarnar, sem umlykja kjarna þeirra; borgurunum var ekki leyft að byggja utan víggirðinganna, fyrr en allt var komið í óefni. Þannig var í pottinn búið, þegar hin öra tækniþróun 19. aldar sprengdi ramma hinna gömlu borga, þróun fé- lagsmála var sarna og engin — útborgirnar urðu spegilmynd eymdarinnar innan múranna. „Úrlausnir“ voru þær helztar, að endurvekja gamlar stílteg- undir og láta sem hér væru á ferðinni rómverskar hallir — grísk hof eða þá einhver skyld- 82 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.