Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 24

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 24
KATHARINE MANSFIELD: *i Ævin hennar Önnu gömlu Katherine Mansfield, er fædd f Nýja Sjálandi 1889 og dáin 1923. Hún er talin snillingur í smásagnagerð. Á meðan henni entist aldur voru aðeins gefnar út eftir hana þrjár bækur: Bliss 1920, The Garden Party 1922 og The Dove’s Nest 1923,-> allt smásögur. Kvæðasafn var gefið út eftir hana 1930, dagbók hennar 1927 og bréf hennar 1928. Um hana hafa verið ritaðar þessar bækur: The Life of Katherine Mansfield eftir R. E. Mantz og J. M. Murry 1933, Magiciens et Logiciens eftir A. Maurois 1935, Katherine Mansfield, sa vie, son œuvre, sa personnalité 1936, eftir M. L. Muffang. Rithöfundurinn spurði, hvernig drengnum liði, um leið og hann opnaði fyrir Önnu gömlu, þegar hún kom til að ræsta hjá honum eins og vant var á þriðjudagsmorgnana. Gamla konan staðnæmdist frammi við dyrnar í dimmu forstofu- kytrunni og fálmaði með hendinni eftir hurð- inni til þess að hjálpa húsbóndanum að loka, áður en hún svaraði. „Hann var jarðaður í gær,“ sagði hún lágt. „Hvaða ósköp eru að heyra þetta,“ hrópaði rithöfundurinn. „Ég samhryggist yður innilega." Hann hafði verið í miðju kafi að borða morgun- verðinn sinn. Sloppurinn hans var farinn að láta á sjá, og blaðið, sem hann hélt á, var kryplað. Hann var í hálfgerðum vandræðum. Einhvern veti'inn kunni hann ekki við að fara aftur inn í hlýjuna án þess að segja eitthvað meira við hana. Þá kom honum í hug, Iivað svona fólk leggur mikið upp úr jarðarförum, svo að hann sagði al- úðlega: „Ég vona að jarðarförin hafi heppnazt vel?“ „EIa?“ sagði Anna gamla hrjúfum rómi. Kerlingaranginn! Hún er ekki mönnum sinn- andi. „Ég vona, að jarðarförin Iiafi gengið prýði- lega,“ endurtók hann. Anna garnla sagði ekki neitt. Hún skjögraði inn í eldhúsið, lotin í herð- um, og ríghélt um pokagarminn sinn með ræst- ingaráhöldunum, svuntunni og morgunkjólnum. Rithöfundurinn horfði undrandi á eftir henni og fór svo inn til að ljúka við morgunverðinn. „Hvaða skelfing er hún beygð,“ sagði hann við sjálfan sig um leið og hann fékk sér af ávaxta- maukinu.. Anna gamla dró prjónana tir hattkúfnum sín- um og hengdi hann upp á bak við hurðina. Síð- an klæddi hún sig úr slitnu yfirhöfninni og gerði henni sömu sk.il. Svo batt hún á sig svuntuna og settist niður til að fara úr skónum. Það var Iienni mesta kvalræði að fara úr skónum og koma þeim á sig aftur, og það hafði verið kvalræði árum sam- an. Hún var orðin sársaukanum svo vön, að þján- ingardrættir komu ósjálfrátt á andlitið áður en hún var búin að leysa hnútana á reimunum, hvað þá meira, og þegar allt var um garð gengið, hall- aði hún sér aftur á bak, stundi þungan og strauk hnén varlega .... „Amrna, amma.“ Lilti dóttursonurinn stóð í kjöltu hennar á hnepptu stígvélunum sínum. Hann var að koma inn frá leiknum á götunni. „Að sjá, hvernig þéi ferð með pilsið hennar ömmu, óþekktaranginn þinn.“ Hann lagði handlegginn um hálsinn á lienni og vangann upp að kinninni á henni. „Amma gefa Nonna aur,“ sagði hann gælinn. „Hvaða vitleysa, amma á engan aur.“ „Jú, víst.“ „Nei, nei.“ 102 S YRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.