Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 9
kveðið, nema þessi háttur sé jafnframt gerður að
sléttuböndum.
Sléttubönd eru ailungur háttur og ná ekki
blóma fyrr en á dögum Hallgríms Péturssonar.
Þá var uppi Kolbeinn Grímsson undir Jökii, sá
er vann fjandann í kvæðakeppni, þegar þeir
reyndu með sér nótt eina í Svalþúfubjargi. Kol-
beinn kvað fyrstur heiiar rímur í sléttuböndum,
og eru hér sýnishorn:
Alda rjúka gerði grá
Golnis spanga freyju.
Kalda búka fluttu frá
frændur Dranga eyju.
Traustir, þroskir margir menn
Miklagarði að leita.
Hraustir, horskir sóttu senn,
sæmdarorðin teita.
Fyrri vísan er um flutning á líkum Illuga og
Grettis úr Drangey, hin er lýsing norrænna Vær-
ingja Mikfagarðs á þeirri tíð. Hin fyrri er kald-
ranaleg og karfmannleg, sem efni hæfði, en sjálfs-
traust og framgirni hraustra, horskra manna lýsir
af hinni síðari. Orðið þroskur (= þroskamikill)
er fornyrði og eins að teita, gleðja. Áhrif forn-
menntanna á þessa Ijóðagerð eru auðsæ, þótt ort
sé með nýlegum hætti. Aukastuðlun til óprýði
liggur í orðunum Hraustir, horskir, en það brag-
lýti var geysialgengt fyrir siðskiptin, og Kolbeinn
fer eftir virðulegum fyrirmyndum fremur en
reyna að endurbæta skáldsmekkinn.
Það er megineinkenni sléttubanda, að fara má
með þau aftur á bak jafnt og áfram og ná fullri
merkingu á báða vegu (stöku sinnum umsnúinni
merkingu). Því má kveða:
Teita orðin sæmdar, senn
sóttu horskir, hraustir.
Leita að Garði mikla menn
margir þroskir, traustir.
Einnig má snúa vísunni á tugi vega utan þess og
kveða t. d.:
Leita að Garði mikla menn
margir horskir, traustir.
Teita orðin sæmdar, senn
sóttu þroskir, hraustir.
Líturn sem snöggvast aftur á þróun innríms
þess, sem bindur saman tvær eða fleiri braglínur.
Skalla-Grímur verður fyrstur til, líklega án þess
að vita, hvað hann gerði og hvað af hlytist. Lengi
fram eftir öldum liélzt dróttkvæðavaninn að hirða
eigi að binda saman tvær braglínur með hend-
ingum innríms, heldur láta nægja hendingar
innan braglínunnar sjálfrar. Enginn háttur frá
því tímabili kallaðist meir en hálfdýr, eftir að
skáldin urðu leilþn að ríma sléttubönd, odd-
hendur, liringhendur og aðra jafndýra hætti, sem
eiga meginskraut sitt undir innrími milli brag-
línanna.
Um nauðsyn stuðla verður ekki deilt í íslenzk-
um kveðskap, en nauðsyn innríms og endaríms
er á margan hátt álitamál, eins og rætt skal með
sögulegum dæmum í næstu grein. Fullvíst er, að
þau kvæðin eru miklu fleiri, sem beðið hafa tjón
af dýru rími en hin, sem á því hafa grætt, og svo
mun jafnan verða.
Eigi að síður vildum við fyrir engan mun týna
þeim kvæðum, sem bezt eru gerð af hinum dýru,
og margur mun kalla, að þau geri meira en tví-
borga tapið við hin, sem mistekizt hafa fyrir rím
að einhverju leyti.
Til marks um dýr ljóð nútíðar skal aðeins grípa
dæmi úr Lágnætti Þorsteins Erlingssonar. Tvær
fyrri vísurnar eru oddhendur, en hin síðasta
hringhenda, og eru innrímskveður skáletraðar til
að einkenna háttinn:
Hérna brunnu blóma munn
brosin sunnu viður.
Nú að grunni út í unn
er hún runnin niður.
Utar bíða óttutíð
Ægis fríðu dætur.
Þar sem víði sveipar sið
sól um blíðar nætur.
Blómin væn þar svæfir sín
sumarblænum þýðum
yzt í sœnum eyjan mín
iðjagræn í hlíðum.
* * * * * *
S YRPA
87