Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 25

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 25
„Víst á amma aur. Gefa Nonna einn.“ Hún var farin að þreifa eftir görnlu, þvældu leðurbuddunni sinni. „Jæja, hvað ætlar Nonni þá að gefa ömmu í staðinn?“ Hann hló feimnislega og hjúfraði sig upp að lienni. Hún fann augnalokin titra við vangann á sér. „Nonni hefur ekkert,“ hvíslaði hann. Gamla konan rauk upp, þreif ketilinn af gas- vélinni og setti hann undir kranann. Það var eins og hávaðinn í vatninu deyfði hugarkvölina. Hún fyllti fötuna líka og uppþvottaskálina. Það væri efni í heila bók, ef lýsa ætti útgang- inum í eldhúsinu. Rithöfundurinn „annaðist heimilisstörfin sjálfur“, það er að segja: Hann fleygði annað slagið blöðum úr tepottinum í ávaxtadós, sem ætluð var til þeirra hluta, og ef hann varð uppiskroppa með hreina gaffla, þá þerraði hann einn eða tvo með eldhúsþurrkunrii. „Þessi aðferð mín er eins einföld og hugsazt getur,“ sagði hann við kunningja sína, og hann botnaði ekkert í því, þegar fólk var að fjargviðr- ast yfir heimilisstörfunum. „Galdurinn er eng- inn annar en sá að nota ílátin, á meðan þau end- ast, og fá sér svo kerlingarhrotu einu sinni í viku til að þvo upp — og búið heilagur." Árangurinn af þessari vinnuaðferð minnti helzt á sorptunnu. Það sást hvergi í gólfið fyrir papp- írsrusli, brauðskorpum og vindlingabútum. En Anna gamla var ekki að erfa það við hann, hún sárvorkenndi aumingja piltinum, sem engan liafði til að hirða um sig. Það sá í kolgráan og dapurlegan himinninn út um kámuga gluggaboruna, og um hann sigldu skýjatætlur, sumar fornfálegar og gatslitnar og * aðrar dröfnóttar eins og um þær væri stráð te- blöðum. Anna gamla fór að sópa gólfið, á meðan vatnið var að hitna. „Æjá,“ hugsaði hún á meðan hún lét sópinn ganga. „Ég held ég sé nú búin að fá minn skerf. Ég hef ekki átt sjö dagana sæla.“ Það sögðu nágrannarnir líka. Oft og tíðum, þegar hún rölti heim með pokann sinn, hafði hún heyrt fólk vera að stinga saman nefjum og segja: „Já, hún Anna gamla hefur ekki átt sjö dagana sæla.“ Og satt var það. Það var svo augljóst, að það flögraði ekki að henni að miklast af því. Það var ekki fremur í frásögur færandi lieldur en það, að hún ætti heima í kjallaraholunni í nr. 27. Hún hafði sannarlega ekki átt sjö dagana sæla! Sextán vetra hafði hún farið frá Stratford og ráðið sig til eldhússtarfa í Lundúnum. Já, hún var fædd í Stratford við Avon. Shakespeare?* Nei, allir voru að spyrja um hann. En hún hafði aldrei heyrt hans getið, fyrr en hún sá nafnið hans á leikhúsunum. Stratford var nú að rnestu liorfin úr huga hennar. Eitthvað rámaði hana þó í, að hún hefði skriðið upp í eldstæðið og horft á stjörnurnar upp um reykháfinn, orf að mamma hennar átti reykt svínslæri hangandi uppi í rjáfri. Og eitt- livað var það — já, runni var það víst — fyrir utan húsdyrnar, sem angaði svo yndislega. En ósköp mundi hún óglöggt eftir þessum runna, hann liafði aðeins komið upp í huga hennar einu sinni eða tvisvar, á meðan hún var veik. Fyrsta vistin hennar var hræðileg. Aldrei fékk hún að koma út fyrir dyr, og upp úr kjallaranum fór hún ekki nema rétt til bænagerðanna, kvölds og morguns. Eldabuskan var me^ta hörkutól. Hún tók bréfin hennar að heiman og fleygði þeim í eldinn, áður en hún komst til að líta í þau — hún sagði að þau gerðu hana svo annars hug- ar. Og járnsmiðirnir! Trúið þið því, að hún hafði aldrei séð járnsmið fyrr en hún kom til Lundúna? Þegar hér var komið sögunni, gat Anna gamla aldrei að sér gert að hlæja. Að hugsa sér annað eins — að hafa aldrei séð járnsmið. Það var álíka trúlegt eins og ef einliver héldi því fram, að hann hefði aldrei séð á sér fæturna. Næst réði hún sig í vist til læknishjóna, og þeg- ar hún var búin að þræla þar frá morgni til kvölds í tvö ár, þá giftist hún. Maðurinn hennar var bakari. „Bakari!" átti rithöfundurinn til að segja, því að stöku sinnum gat það komið fyrir, að hann lokaði skruddunum og virti stund og stund fyrir ^^þetta fyrirbrigði, sem við köllum mannlíf. „Það hlýtur að vera gott að eiga bakara." Anna gamla var dálítið efablandin á svipinn. „Þetta er svo hreinleg vinna,“ sagði rithöf- undurinn. Anna gamla virtist ekki alveg sannfærð um það. „Og var ekki gaman að rétta glæný brauðin yfir búðarborðið?“ „Ja, ég var nú svo lítið uppi í búðinni. Börnin * Fæðingarstaður Shakespeares. S YRPA 103 L

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.