Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 32

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 32
Bragi Sigurjónsson: HVER ER KOMINN ÚTI? (Nýir pennar.) Reykjavík, Vikingsútgáfan, 1947. Bragi Sigurjónsson virðist ekki hafa neitt sérstakt að yrkja um, ekki liggja neitt á hjarta; og þessi fyrsta kvæðabók hans ber það hvergi með sér að hann sé skáld. Örfá kvæði mega þó kallast skaplega ort, til dæmis „Óveðursnótt í Hálfdánartung- um“, og „Knýið á, og fyrir yður mun upplokið verðal" er sæmilega rímuð blaðagrein, en allur meginhluti bókarinnar þykir mér harla óskemmtilegur samsetningur, innantómt og blælaust rímstagl, og á stundum svo vandræðalegt og smekk- laust, að furðu sætir. Á það eigi sízt við þau kvæði, sem mest eru fyrirferðar, og munu öðrum fremur eiga að flytja lífsspeki höfundarins: „Kirkjugarðurinn rís“ og „Móðir og sonur". Oft er næsta torvelt að skilja orð hins ibyggna bragsmiðs, og eru þó hugleiðingar hans í meira lagi almennar, hann uppgötvar til að mynda á leið sinni suður, að landyrkja muni stunduð í sveitum Borgarfjarðar! Hann virðist gæddur talsverðri rím- leikni, en stuðlasetningu og kveðandi er þó ábótavant á all- mörgum stöðum, og hann misþyrmir oft móðurmálinu á hinn grevpilegasta hátt. Ekki virðist það að kenna vankunnáttu eða fáfræði, heldur hroðvirkni, lélegum smekk og algeru virðingar- leysi fyrir íslenzkri tungu. Sveitin hans „bregður honum í blassýn", hún er „dönsuð skugguin" og þögn hennar var „sem þagnir í byl“; hann talar um svaninn, sem „dró seiðandi tón- galdur" og um „helfreðið líffrjó frá ómunatíð", um „svik og kefling"; um leiksystur sína kveður hann: „Glöggt eitt það vissum að gleði okkar öll var í höndunt hins". Og ljóðlínur sem þessar munu vart ætíaðar vandlátum lesendum: „Mér fer sem ýmsum fór og fer við fleyging lífs og klið“ . . . „En á ótal, ótal spurn þú engar lausnir hlauzt, hvernig sem þú gáfu og greind um gátur þessar brauzt." „Og lágfleyg varð von, því ég sá ei þann son, er sviphætti konunga lýsti. Um yndi varð svart, og ískuldi snart mitt einmana hjarta og — nísti." Þannig mætti lengi tclja. „Hver er kominn úti“ er tvímæla- laust lélegasta bókin, sem enn hefur birzt í bókaflokknum „Nýir pennar". Á. Hj. Friðrik Ásmundsson Brekkan: DROTTNINGARKYN. Saga. Reykjavík, Bókfellsútgáfan h. f„ 1947. Efni þessarar sögu er sótt í 9.-17. kafla Njálu og greinir frá Hallgerði, Þjóstólfi fóstra hennar og eiginmönnum tveimur, Þorvaldi og Glúmi; sagan hefst þegar Hallgerður er þrettán vetra og lýkur með vígi Glúms og Þjóstólfs. Verður ekki annað sagt en Friðrik Brekkan færist ærið í fang er hann velnr sér Hallgerði að yrkisefni, eina ógleymanlegustu og torráðnustu persónu íslendingasagna, og þá sem umdeildust hefur orðið þeirra allra. Og þess hefði höfundur að ósekju mátt minnast, að ekki hafa öll skáld sótt gull í greipar fornra snillinga. Brekkan bregður í einu mikilvægu atriði út af frásögn Njálu: hann lýsir óhappamanninum Þjóstólfi mjög á annan veg en þar er gert. Þjóstólfur er auðsælega roskinn maður þeg- ar Hallgerður verður gjafvaxta, honum er þannig lýst með orðum Njáluhöfundar: „Hann var styrkur maður og vigur vel og hafði margan mann drepið og bætti engan mann fé.“ „Hall- gerðar hann engum unni, og eigi mátti’ hann sjálfur njóta", kveður Grímur Thomsen, og verður frásögn Njálu vart skilin öðru vísi. En Þjóstólfur Brekkans er ári yngri en Hallgerður, hann er þræll hennar og skjólstæðingur. Þau fella hugi sam- an á ungum aldri, ást þeirra er auðvitað vonlaus með öllu og váleg lífi beggja, en heit og ástríðumikil að sama skapi; þrælnum og leysingjanum Þjóstólfi er hin fagra og stórláta höfðingjadóttir eitt og allt, sjálfstæðan vilja hefur hann engan. Hér verður ekki rakin atburðarás sögunnar, enda óþarft með öllu: höfundur gerir fátt annað en að fylla í eyður Njálu. En hann nær hvergi verulega skáldlegum tökum á hinu stórbrotna yrkisefni, frásögn hans er víðast þægileg, en langdregin, svip lítil og fjörlaus. Og ekki virðist höfundur skyggn á sálarlíf persóna sinna, Hallgerður og Þjóstólfur eru bæði fullmótuð þegar sagan hefst, hinir örlögþrungnu atburðir orka lítt eða ekki á skapgerð þeirra og manngildi. Einstök atriði hljóta að valda lesendanum nokkrum heilabrotum. Þjóstólfur er hverj- um manni vígfimari, en á þó ekki kost á að nema vopnaburð, hann berst aðeins tvisvar á æfinni og vegur þá bændur Hall- gerðar, hina fræknustu menn; Hrútur einn er honum snjall- ari. Verst er, að höfundi tekst of sjaldan að fá lesandann til þess að gleyma Þjóstólfi Njáls sögu, ásýnd hans gægist fram þegar minnst varir, af honum er jafnvel myndin framan á kápu bókarinnar. Aðrar persónur sögunnar eru lítt eftirminni- legar. Hressilegastur þykir mér Svanur á Svanshóli, er hann ríður í garð á Höskuldsstöðum, hann minnir þá helzt á Ketil- björn á Knerri í sögu Gunnars Gunnarssonar. Frásögn Brekkans er snurðulítil þar til dregur að lokum og Hallgerður er gefin Glúmi á Varmalæk. En þá kemst höfundur í ærinn vanda, og er helzt að sjá að honum hafi með öllu láðst að skoða endirinn í upphafi. Honum er nauðugur einn kostur að breyta út af frásögn Niálu, en dirfist ekki að ganga í berhögg við hið mikla listaverk, reynir að fara bil beggja. Hallgerður giftist að vísu Glúmi með nauðung, en þykir þó mjög til hans koma, hún virðir hinn göfuglynda, fríða höfð- ingja umfram aðra menn og grætur hann látinn, en ann Þjóst- ólfi einum sem fyrr. Mynd hennar óskýrist, athafnir hennar eru einkennilega óákveðnar, orð hennar vandræðaleg og bland- in efa. Loks er hin skapstóra, glæsilega höfðingjadóttir gersam- lega horfin, og tilkomulítil hversdagskona setzt að í hennar stað. Og víg Glúms, einhver mesti harmleikur sjálfrar Njáls sögu, orkar lítt á hug lesandans í meðförum Brekkans; um hinzta skilnað elskendanna, sem mátt hefði verða áhrifamesta atriði sögunnar, gegnir sama máli. Bókin er rituð á allgóðri íslenzku, og þó ekki laus við dönsku- slettur að fullu, stíllinn er blælaus og tilbreytingarlítill, en blátt áfram og ekki óviðfeldinn. Samtöl eru mörg en oftlega stirðleg um of, óeðlilegastar virðast mér orðræður Hallgerðar x bernsku. Höfundur skrifar venjulegt nútíðarmál, en ritar þó „eg em“ fyrir „ég er“ í samtölum; er það hin versta smekk- leysa. Y’tri frágangur bókarinnar er góður, en prentvillur slæmar og ofboðslega margar. Á. Hj. 110 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.