Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 10

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 10
Dr. JÚLÍUS SIGURJÓNSSON: Samanburður á næringargildi nokkurra algengra fæðutegunda íslendingar urðu að berjast við hungur í meira en 600 ár. Nú er þeirri plágu létt af, að minnsta kosti í bili, en til- tölulega skammt í burtu geisar ein hin mesta hungursneyð, sem sögur fara af. Það er því frá sjónarmiði mannkynsins í heild mikils um vert, að vel og hófsamlega sé farið með mat- væli, hvar sem er á hnettinum. Fyrir einstakar þjóðir er fæðan svo mikill útgjaldaliður, að skynsamleg hagnýting hennar er veigamikið atriði að þvi, er afkomuna snertir og möguleikana til sjálfsforræðis. Sama er að segja um heimilin. Hagfræðingar telja, að með- alstór fjölskylda með miðlungstekjum verji 40% tekna sinna til matvælakaupa, og er því sýnilega mikið í húfi, að fyllstu hagsýni sé gætt við þau og alla meðferð matarins. Sú ráðs- Venjulegt eldsneyti, svo sem kol og mór, er rnetið eftir hitagildi eða orkumagni, sem mælt er í hitaeiningum (h.e.). Til þess að geta svarað spurningunni, hvort sé ódýrara að kynda kolum eða mó, er ekki nóg að vita, hvað kílógrammið eða tonnið kostar af hvoru, heldur þarf einnig að vita, hve margar hitaeiningar fást úr hverju kg af hvoru um sig. Fáist 7 h.e. úr liverju grammi kolanna, en úr mónum 3.5 h.e., verður dýrara að kynda mó, ef tonnið af honum kostar nteira en l/2 tonn af kolum. Samanburðinum má og haga þannig að reiknað sé, hve margar hitaeiningar fáist fyrir hverja krónu, eftir því hvort keypt eru kol eða mór. Sé nú litið á fæðuna eingöngu sem eldsneyti, mætti fara eins að. Mætti þá sýna, að með núver- andi verðlagi fást um 1800 hitaeiningar fyrir hverja krónu, sem hveitibrauð er keypt fyrir, um 355 h.e. fyrir hverja krónu, sem varið er til mjólk- urkaupa og fyrir krónuvirði kjöts, eggja og tó- mata fást 230, 90 og 20 h.e. En slíkur samanburður getur verið mjög vill- andi, þegar um ólíkar fæðutegundir er að ræða eins og í dæmunum, sem hér voru valin, því að orkumagnið (hitagildið) eitt er mjög takmark- aður mælikvarði á ágæti einstakra matvæla, þótt oft megi hafa það til hliðsjónar. Þótt færri hita- einingar fáist t. d. fyrir hverja krónuna, sem var- mennska er að langmestu leyti í höndum húsmæðranna. Það er því mikil nauðsyn, að konurnar geri sér grein fyrir hinni miklu ábyrgð, sem á herðum þeirra hvílir í þessu efni, og að þeim standi til boða fræðsla um það. Hverri húsmóður er það hin mesta þörf að vita, hver efni eru nauðsynleg i fæðuna, hvert er notagildi og heilnæmi hinna ýmsu matartegunda, hverjir sjúkdómar orsakast af rangri samsetningu fæðunnar og um verðlag fæðutegundanna miðað við gagnsemi þeirra. .,Syrpa“ mun leitast við að flytja fræðslugreinar um þetta efni eins oft og rúm hennar leyfir, og er neðanskráð grein dr. Júlíusar Sigurjónssonar fyrsta sporið í þá átt, en hann er eins og kunnugt er sérfræðingur í þessum málum og hefur á hendi mikilvæg rannsóknarstörf á sviði þeirra fyrir ríkið. ið er til mjólkurkaupa en brauðkaupa, fást að auki fjölmörg mikilvæg kostaefni (vítamín, sölt) úr mjólkinni, umfram það, sem fæst í brauðinu, og það þótt af beztu gerð sé. Það er því eðlilegt, að mjólkin sé dýrari miðað við hitaeiningar. En auðvitað getur verðmunurinn orðið óeðlilega mikill, en út í það skal ekki farið hér. En þegar um fæðutegundir er að ræða, sem eru líkar að samsetningu, er miklu auðveldara að fá leiðbeiningu um, hvernig hagfelldust matar- kaup verði gerð, með því að bera saman verð og orkumagn, eða þá verð og magn aðal kostaefnis- ins, ef orkumagnið er aukaatriði eins og t. d., þegar um ávexti er að ræða. Ávextir eru sem sé ekki keyptir vegna orkumagns þeirra, það er svo lítið, að ekki munar verulega um það, heldur einkum vegna vítamínanna og þá fyrst og firemst vegna C-vítamínsins. C-vítamínmagn þeirra er því heppilegasti mælikvarðinn, sem á þá verður lagður. Nú er að jafnaði a. m. k. tífalt meira af C-víta- míni í appelsínum en eplum (og einnig yfirleitt meira af öðrum vítamínum og söltum) og er því sýnilegt, að hagfelldara er, að öðru jöfnu, að kaupa og flytja inn appelsínur (og líkt má segja um sítrónur og ,,grape-fruit“) en epli og það, þótt þær væru nokkru dýrari hvert kg. Samanburður á kjöti, fiski og síld t. d. er og 88 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.