Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 23
Grátt, grátt, grátt, eins langt og augað eygir
Hvernig ætli heimilisfólkinu á
bæjunum í innri Fljótshlíðinni hafi
verið innanbrjósts, þegar það vakn-
aði laugardagsmorguninn fyrir
pálmasunnudag við dunur og dynki
og grenjandi ösjpihríð á gluggun-
um, og beið þess í svartamyrkri, að
þessum ósköpum slotaði? Loksins,
þegar fært varð út og svo farið að
birta, að það grillti í hlíðarnar,
blasti við kolgrá eyðimörk. Bænd-
um féllust hendur í bili. Þeir komu
ekki auga á önnur úrræði en að
farga fénu, þó að ærnar væru komn-
ar að burði. En brátt vaknaði von
um það, að jörðin greri upp aftur
áður en mjög langt liði, og hurfu
þeir þá frá því örþrifaráði. Fyrir
það samgleðst þeim nú allur lands-
lýður og árnar þeim allra lieilla.
Það var jarið að grœnka i garðinum husjreyjunnar i Múlakoti. Niu dögum eftir
öskufallið var svona umhorfs þar.
„. ... Sá ég ei fyrr svo fagran jarðargróða,
fénaður dreifir sér um grœna haga,
við bleikan akur rósin blikar rjóða. . . .
Svona var ævin i Fljótshlíðinni i fyrra.
Þau já að lifa!
SYRPA
101