Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 38

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 38
Hér kemur fyrsti uppdrátturinn af ábreiðu Jörundar Páls- sonar, er sýnd var í heild í síðasta blaði. Framhald mun verða í hverju hefti, tveir reitir í einu. Uppdrátturinn er miðaður við íslenzkan „java“, 110 cm breiðan, og 2 þræði í hverju spori. Gert er ráð fyrir, að ein- hverjir kunni að vilja nota einstaka reiti á sessur eða annað þess háttar, og er bekkurinn sýndur hér á blaðsíðunni á undan, eins og hann yrði þá saumaður. I rammann er vandalaust að sauma hvern hinna uppdráttanna sem er, þegar þar að kem- ur; verður hann ekki sýndur aftur, svo að þeir, sem þetta hafa í hyggju, ættu að geyma blaðið. Ef 3 þræðir eru hafðir í spori, er stærðin hæfileg á sessu, en fallegt gæti einnig verið að saunia myndina í rnjög smágert efni og hafa hana í miðju á sessuborði. Ef einhver kynni að vilja hafa bekk neðan við ábreiðuna með nafni þess, sem saumar, ártali og einhverju til skrauts, þá er rétt að gera ráð fyrir því, þegar efnið er keypt. Mun uppdráttur af þessu verða sýndur síðar. Kjósi menn að snúa ábreiðunni við, svo að hægt sé að hafa hana þversum á vegg, er mjög vandalítið að gera það. Af ásettu ráði er ekki leiðbeint um litaval, því að sjálfsagt er að sá, sem saumar, hagi því eftir eigin smekk. Að öðrum kosti hefur verkið minna gildi og ánægjan við vinnuna verður miklu minni. Þó er sýnt með mismunandi sporum, hvar eðli- legt væri að skipta um lit. Ýmsir munu vilja sauma ábreiðuna með einum lit eða aðeins með litbrigðum, og verður engu um það spáð, hvað bezt muni fara.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.