Syrpa - 01.04.1947, Page 11

Syrpa - 01.04.1947, Page 11
tiltölulega auðveldur, því að allt eru þetta líkar fæðutegundir að samsetn ingu og geta komið hver í annarrar stað á matborðinu. Mismunur á orku- magni þeirra stafar nær eingöngu af Z00 mismunandi fitumagni. Myndin gefur hugmynd um sam- setningu og næringargildi þessara fæðutegunda. í hringunum eru sýndar hundraðs- tölur eggjahvítu og fitu, og súlan við hlið hvers hrings sýnir orkumagnið (h.e. í hverjum 100 g). Eggjahvítu- magnið er líkt í kjöti, fiski (hér er að- 100 eins átt við þorsk og ýsu) og síld, en fitan er mjög mismunandi mikil, rnest er af lienni í kjötinu, þá í síld, en sára lítið í fiskinum (þorski og ýsu), og þar eftir fer um orkumagnið, sem er um það bil 5falt meira í kjöti en fiski. Þótt öllum sé það Ijóst, að kjöt er .100 matarmeira en fiskur, mun mörgum koma það á óvart, að munurinn sé svona mikill, því að víst fer því fjarri, að ætlaður sé 5 sinnum stærri skammtur af fiski en kjöti til einnar máltíðar. En eins og áður var sagt, er það fitan, sem kjötið hefur fram yfir, en Jaað er fisk- máltíðinni bætt upp með feiti sem viðbiti og það svo, að venjulega rnunu fást talsvert fleiri h.e. úr feitinni, sem höfð er með fiskinum en úr hon- um sjálfum, og er það auðskilið, þegar athugað er, að úr vænni skeið af feiti t. d. tólg, fást um 90 h.e. eða helmingi meira en úr 100 g af fiski. í síldinni er álíka mikil eggjahvíta og í fisk- inum, en að auki allmikil fita, og verður því orkumagn liennar miklu meira, allt að 3-falt meira en fisksins, (hér er átt við saltsíld, afvatn- aða, heila, og gildi fisksins er miðað við hausaðan og slægðan fisk). * En nú er að líta á aukaefnin, vítamín og stein- efni. Magn þeirra er sýnt á nokkurn annan hátt en eggjahvítan og fitan; það er ekki sýnt í ein- ingum eða mg, heldur er sýnt hve mikill hluti (%) af dagsþörf fyrir hvert þeirra fæst í hálfu pundi. Er þetta gert til þess, að auðveldara sé að átta sig á því, hve mikið munar um það, sem fæst af þessum efnum í vænum skannnti þessara matvæla. Sé nú fyrst litið á kjötið, sést að lítið munar um kalkið, sem þar fæst; það eru ekki nema um 2—3% af dagsþörfinni, sem fást úr 1% pundi. Öðru máli er að gegna um fosfórið og þó einkum járn- ið, af því (járni) fæst um þriðjungur dagsþarfar. Þá eru vítamínin, en þar er ekki um auðugan garð að gresja. Af vítamínunum fjórum, sem bezt eru kunn, A, D, Bx og C, er aðeins að hafa B1; svo að nokkru nerni. í þessum skammti af kjöti (l/£ pund), má gera ráð fyrir að fáist allt að fjórðungi dagsjrarfar af Bj . (Af öðrum vítamínum, svo sem Bo, er og nokkuð í öllum þessum matvælum, en á því sviði eru rannsóknir þó skemmra á veg komnar). I fiskinum er að hafa öll hin sömu aukaefni en miklu minna af hverju, nema helzt fosfór og mun- ar þó ekki eins rniklu á neinu þeirra eins og á orkumagninu miðað við kjötið. En þá er það síldin. Að því er steinefnunum viðvíkur má segja, að hún þoli samanburð við kjötið og fiskinum tekur hún langt fram. Að vísu er nokkru minna af járni í síldinni en í kjöti, en aftur á rnóti talsvert meira af kalki, og fosfórið er ekki teljandi minna. Bx vítamín er minna en í kjöti og e. t. v. nokkru minna en í fiski, en svo hefur lrún tvö vítamín umfram kjöt og fisk, en það eru fitu-vítamínin A og D. Og það er ekkert smáræði, sem er af D-vítamíninu, því að í \/2 punds skamtinum fæst talsvert meira en dagsþörf þessa vítamíns, en þetta er mjög mikilsvert, þvi að D-vítamín er aðeins í fáum fæðutegundum, SYRPA 89

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.