Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 13

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 13
hann hefur veitt okkur um þessi efni og önnur menningarsöguleg atriði. Þrátt fyrir „óskyldan fróðleik“, sem liér liefur slæðzt með, vona ég menn skilji, að lo. ökkvinn þýðir þykkur, þrútinn. Orð þetta virðist ekki eiga miklum frændstyrk að fagna í málinu. f nútíðarmáli eru til nafnorðin ökkur (kk.) og veik orðmynd ökkvi', hvort tveggja merkir þykkildi eða bólguhnút í hörundi. Virðast þá upptalin þau orð í íslenzku, er til greina koma sem nákomin að skyldleika. í sænskri mállýzku er til orðið ink, sem merkir blóðkýli í dýrum; á latínu merkir inguen = bólga, þroti; bæði þessi orð virðast vera skyld orðinu ökkvinn (-kk- er hér orðið til úr -nk-). Ambáttarheitið Ökkvinkálfa merkir þá: sú, sem hefur þykka kálfa. Nafnið ber með sér, að fyrir þúsund árum eða meira hefur smekkurinn verið svipaður og nú að því leyti, að digrir kálfar á konum hafa þótt hin mesta óprýði. Um Þý, konu Þræls, sonar Rígs og Eddu, er sagt í kvæðinu, að armur hennar sé sólbrunninn. Slíkt liefur ekki þótt prýða konur á þeim tímum. Annars staðar í kvæðinu er talað um bjart yfirlit tiginnar konu: brún bjartari, brjóst ljósara, háls hvítari hreinni mjöllu. Kona sú, er Jarl, sonur Rígs og Móður, ætt- faðir konunga, gengur að eiga, er mjófingruð. í Hamðismálum, einu liinu fornasta kvæði á norræna tungu, er einkunnin mœfingur (= mjó- fingruð; mœr — mjór, sbr. snær = snjór — sær = sjór) liöfð um hefðarkonu. Þessi orð tala sínu máli um smekk löngu liðinna forfeðra vorra, að því er til kvenlegrar fegurðar tekur. Að ýra þvott. Spurt er: „Er það góð íslenzka að tala um að steinka þvott, og hvernig er orðið hugsað?“ Sögn þessi er tvímælalaust dönskusletta, sbr. at stœnke: stökkva, skvetta o. fl. Að uppruna er þessi danska sögn hin sama og veika sögnin í ísl. að stökkva (stökkti, stökkt), sem mynduð er af þátíð sterku sagnarinnar stökkva (stökk — stukk- um — stokkið), sbr. stökkva (vígðu) vatni á e-ð, eða talsliáttinn: það er eins og að stökkva vatni á gæs; ennfremur að stökkva blóði á menn, eins SYRPA og gert var í fornum blótveizlum. Vel kærni því til mála að nota þessa gömlu og góðu, íslenzku sögn í stað dönsku myndarinnar. En hún er helzt til hátíðleg eða stöðnuð í föstum orðatiltækjum, svo að erfitt mun að láta liana ná festu um jafn- hversdagslega athöfn sem hreyta vatni á dúka. Auk þess er málvenja að tala um að stökkva e-u á e-ð, en við þurfum helzt að nota sögn með þol- fallsandlagi um þennan verknað (sbr. dönsku at stœnke T0j). Mér finnst því sögnin að ýra fara miklu betur hér: að ýra þvott (að uða kærni einnig til greina). Sögnin að ýra er annars algeng og notuð í margvíslegum samböndum. Hún er dregin af nafnorðinu úr (hk.) = væta. Það orð er þó nú fremur sjaldgæft eitt sér, en allir þekkja orðin úrkorna og úrfelli. Fyrri hluti þeirra orða er vafalaust nafnorðið úr, en mun þó í málvitund þorra rnanna settur í samband við forsetninguna úr. í fornu rnáli kemur alloft fyrir lýsingarorðið úrigr eða úrugr. Eftir fall Sigurðar Fáfnisbana er Guðrún Gjúkadóttir úrughlýra, þ. e. með tár- vota kinn (hlýr (hk.) = vangi; góðskáld á 19. öld höfðu orðið þó í karlkyni: roðnar heitur hlýr (J. H.); fölur er hans lilýr (Gf. Th.)). Klœðabúnaður og tökuorð. Kona spyr: „Er orðið sjal góð íslenzka?“ Svo verður að teljast, þótt ekki sé orðið hugsað eða búið til á Islandi. Það hefur unnið hér þegn- rétt, enda mun nú um seinan að búa til orð af innlendum stofni um þá flík, þar sem hún virðist vera búin að lifa sitt fegursta. Einnig ber þess að gæta, að mikið skarð yrði höggvið í orðaforða þann í málinu, er lýtur að klæðabúnaði, ef brott- ræk ætti að gera öll þau orð, er við höfurn þegið úr erlendum málum á því sviði. Ætli við megum við því að missa orð eins og buxur, vesti, jakki, frakki, hempa, pils, pell, purpuri, skarlat o. fl.? Mörg þessara orða eru langt að komin, en sóma sér þó vel í íslenzku máli. Orðið sjal er til okkar komið allar götur austan úr Persíu (Iran). Ekki barst það þó milliliðalaust, heldur mun það hafa farið í gegnum mörg mál, áður en það nam land hér. Upphaflega er orðið haft um skikkju úr fíngerðri geitarull. Hins vegar ber okkur að taka við erlendum orðum á þessum sviðum sem öðrum með fullri varúð. Ef vel er leitað, eigum við stundum góð og gömul orð um það, sem nýjungagjarnir menn 91

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.