Syrpa - 01.04.1947, Síða 28

Syrpa - 01.04.1947, Síða 28
Samtök kvenna gegn áfengisneyzlu KARLADÁLKUR Ennþá dynja á mér margvislegar spurningar, svo að ég er farin að halda að íslenzku karlmennirnir séu hjálparlausustu verur veraldarinnar, — (náttúrlega að amerísku flugvallar- vesalingunum okkar undanskildum, sem ekki geta svo mikið sem klúðrað saman sínu eigin fangamarki nema kalla til hjálp- ar múg og margmenni). En hvað um það, Eiríkur rauði skrif- ar mér: „Mig langar til að leita ráða hjá þér, elsku Gróa mín. í æsku var ég talinn fríður maður og ef satt skal segja, þá hafði ég engan frið fyrir kvenfólkinu, enda beit ég á krókinn fyrr en skyldi. En eftir því sem árin hafa færzt yfir mig, þá hefur nú mesti glansinn farið af mér, og væri það ekki umtalsins vert, ef nefið á mér hefði ekki tekið upp á þvx að leggja sér til sterkrauðan lit, sem mundi áreiðanlega sóma sér miku betur á mát verkum einhverra okkar yngri málara heldur en þar, sem hann hefur setzt að. Eg vil geta þess, að allt frá upphafi sköpunar minnar hef ég verið gæddur óvenju löngu og umfangsmiklu nefi, og kemur þessi skæri litur sér því enn verr fyrir mig. Viltu nú ekki vera svo góð að gefa mér eitthvert ráð til að draga úr þessum óheppilega kvöldroða? Hvernig er nefið á þér á litinn? Þinn einlægur Eiríkur rauði.“ Svar: Aumingja Eiríkur minn. Þakka þér fyrir bréfið og það traust, sem þú sýnir mér. En því er nú verr, að hér er úr vöndu að ráða. Hvað neflengdinni viðvíkur, þá er ég hrædd um, að þar verði engu um þokað, því að hingað til hefur þótt ógerningur að stytta nef. Hvað litskrúðið snertir, þá er allt öðru máli að gegna. Við því ætti að vera hægt að tína til einhver ráð. Rauði liturinn stafar af of mikilli blóðsókn til nefsins, og því miður ljóstar hann þvi upp, að blátt blóð rennur ekki í æðum þínum. Ein- faldasta ráðið er auðvitað að mála nefið blátt, og það getur verið anzi klæðilegt, svo framarlega sem þú ert svo heppinn að hafa blá augu, en ef þú ert mjög rauðeygður, þá er ég hrædd um, að andlitið á þér verði tæplega nógu stílhreint með þessari aðferð. En það er til annað ráð, og það er að ganga í stúku. Það ættirðu að gera og sjá svo, hvort nefið fölnar ekki, þegar stundir líða fram. Með því móti losnarðu líka við að fara í rauðuhundana. Svo verðurðu að fara gæti- lega með nefið og umfram allt að forðast árekstra. T. d. verðurðu að neita þér um að taka þátt í því, þó að kunn- ingjar þínir séu að stinga saman nefjum um náungann. Og svo skaltu venja þig af því að vera með nefið niðri í því, sem þér kemur ekkert við. Þín Gróa. Blaðinu hefur borizt svohljóðandi bréf frá stjórn Sambands sunnlenzkra kvenna: „Neðanskráður útdráttur úr fundargerð S. S. K. var sendur til allra ungmennafélaga í héraðssambandi Skarphéðins, sem nær yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Þætti okkur stjórnarkonum vel til fallið, ef „Syrpa“ vildi taka þetta upp: Á 18. ársfundi Sambands sunnlenzkra kvenna, sem haldinn var að Selfossi 27. og 28. maí s. 1., var samþykkt í einu hljóði. eftir ýtarlegar umræður, svohljóðandi tillaga: 18. ársfundur S. S. K. lýsir ánægju sinni yfir hinum fjöl- menna bindindismálafundi, er reykvískar konur gengust fyrir á síðastliðnum vetri, og skorar á allar konur landsins, innan kvenfélaga og utan, að ljá þessu máli óskorað fylgi, og að vinna því allt það gagn, sem unnt er. Jafnframt vill fundurinn beina þeirri áskorun til ung- mennafélaga á landinu, að þau taki aftur upp sitt forna bindindisheit, sem illu heilli var afnumið af stefnuskrá þeirra. Einnig með tilliti til þess, að ungmennafélögin gangast að langmestu leyti fyrir öllum þeim skemmtisamkomum, sem í sveitum landsins eru um hönd hafðar og taka þar með á sig ábyrgð á því,. að þær séu með þeim menningarbrag, sem sam- boðinn er siðuðu þjóðfél agi.“ Reykjavxk, 21. apríl 1947. Fyrir stjórn S. S. K Herdís Jakobsdóttir." Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga i Reykjavik og Hafnarfirði hefur beðið blaðið fyrir þessa orðsendingu til kvenfélaga um allt land: „I bréfum okkar undanfarið höfum við lagt áherzlu á það, hversu áríðandi væri, að kvenfélög landsins e0du nú samtök sín eins og framast er unnt. Ef okkur tekst að mynda keðju, sem nær um allt landið, þá verða átök okkar sterk og viss. Og nú er málið að komast á góðan rekspöl. A Siglufirði var stofnuð áfengisvarnarnefnd hinn 17. marz s. 1. Að henni standa verkakvennafélagið „Brynja", kvenfélagið „Von“ og kvennadeildin „Vörn“. Formaður er frú Eiríkssína Ásgrímsdóttir. Nefndin hefur sent svo hljóðandi áskorun til Alþingis: „Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga á Siglufirði leyfir sér að skora á háttvirt Alþingi að koma því til leiðar: 1. að lyfjabúðum verði bannað að selja, án lyfseðla, brjóst- dropa og bórspíritus eða aðra þá drykki, hverju nafni sem þeir nefnast, sem menn geta orðið övaðir af. 2. að áfengisverzluninni á Siglufirði verði lokað, að minnsta kosti um síldveiðitímann. 106 S YRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.