Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 21
festir. Ef þau komast inn í skóla, kirkju eða íbúð,
þá stendur þar ekki steinn yfir steini.
Hér liafa aldrei orðið önnur eins brögð að
skemmdarverkum eins og nú um allra heilagra
messu.# Úr öllurn borgum var sömu söguna að
segja. í Buffalo var maður myrtur, og lögreglan
lýsti því yfir, að þar í borg „hefði aldrei verið
framinn jafn grimmúðlegur glæpur.“ Frá Boston,
Springfield og Washington bárust fregnir um
óheyrilega eyðileggingu og fjártjón, sem nemur
hundruðum þúsunda dollara.
Lögreglan hefur einnig áhyggjur af annarri
hlið þessa máls: Hinni sjúklegu grimd, sem
fram kemur í afbrotum margra barna. Sálfræð-
ingar kenna okkur, að öllunt börnum sé eigin-
legt að þykja vænt um dýr. Þessi kenning vill
þó fara nokkuð út um þúfur, þegar íhugaðir eru
atburðir eins og þessi: Krakkahópur stal hund-
urn, fór með þá t'it í skóg, vafði járnvír um liáls-
inn á þeim, hengdi þá upp í tré og kveikti bál
undir. Börnin voru öll innan fimmtán ára ald-
urs. — í fimm bæjum kom það fyrir, að börn
gerðu sér ferð tir skólanum inn í miðbæinn til
þess að fleygja logandi eldspýtum inn í barna-
vagna. Tæplega verður þetta flokkað sem ærsl.
Og hvernig ber að skilja háttalag fimmtán vetra
stúlku í Connecticut, sem notaði heimili sitt sem
vændiskvennahús, á meðan móðir hennar var að
heiman við vinnu? Viðskiptavinirnir voru piltar
og stúlkur úr gagnfræðaskóla.
Fremja börnin líka morð? munu menn vilja
spyrja.
Já, það kemur ekki ósjaldan fyrir, bæði í skól-
um New York borgar og annars staðar.
Og ofbeldisárásir?
Þær eiga sér stað svo hundruðum skiptir. Börn
misþyrma börnum af þvílíku heiftaræði, að ætla
mætti að tilhneigingar til annars eins þróuðust
aðeins í sálarlífi geðsjtikra óbótamanna.
En eru það ekki aðeins verstu glæpirnir, sem
þú hefur lýst hér?
Lítum á skýrslur dómsmálaráðuneytisins. Þar
eru birtar tölur um glæpi, sem tíu til fimmtán
ára drengir hafa framið á árunum frá 1929 til
1944: Morðum hefur fjölgað um 47, nauðgunum
um 69 og ofbeldisárásum um 71 af hundraði.
Kynferðisafbrotum, öðrum en nauðgunum, hefur
fjölgað um 61 af hundraði. Meðal telpna á sama
*) Kvöldið fyrir Allra heilagra messu, 31. okt., er ærsla-
kvöld í Vesturheimi svipað og gamlárskvöld hér.
aldri hafa kynferðisglöp og saurlifnaður aukizt
um 375 af hundraði. Ofdrykkja jókst um 174 af
hundraði. Börn fremja nú 56 af hverjum 100
glæpum, sem hér eiga sér stað. Rannsóknarskrif-
stofa Bandaríkjanna hefur þess vegna komið sér
upp sérstakri deild, sem eingöngu fjallar um
ungmennaaf bro t.
Vandræðabörnin eru hvergi nærri öll olnboga-
börn þjóðfélagsins. Þau eru engu síður frá góð-
um heimilum en lélegum.
Þjófnaðaralda gekk yfir smáborg eina í Nýja
Englandi. Þjófarnir voru allir innan fjórtán ára
aldurs (yngsta barnið var níu ára). Megninu af
þýfinu fleygðu þau í ána. Þegar þau voru spurð,
til hvers þau væru að stela, sögðust þau gera það
„bara að gamni sínu“.
Ég sá þrjót á sjöunda ári, sem var gersamlega
trylltur. Hann og félagar hans tveir höfðu hnupl-
að ríkisskjölum og eyðilagt þau. Þeir höfðu tutt-
ugu ránsferðir á samviskunni. Hann rak rit úr
sér tunguna framan í mig og sagði: „Þú getur
ekkert gert við mig. Ég er ekki orðinn sjö ára.“
Ég hel líka lieyrt krakka liælast um það, að lög-
reglan hafi orðið að eltast við þau í fimrn mánuði,
áður en hún náði þeim.
Hver er nú orsök þessarar ofbeldishneigðar,
sem skyndilega hefur tekið að breiðast út á með-
al barna?
Lögreglumenn álíta, að ein aðalástæðan sé ó-
nógur agi á heimilum og í skólum. Þeir eru hér
um bil allir sammála um það, að sjálfsagt sé að
láta foreldra bera ábyrgð á því tjóni, er börn
þeirra valdi á annarra eignum. Þeir vilja einnig
láta dæma foreldra í sekt fyrir vanrækslu á upp-
eldi, ef börn þeirra eru tekin höndum fyrir af-
brot. Og að foreldrar verði fyrir útlátum, ef þeir
liafa börn sín úti eftir að dimrnt er orðið á kvöld-
in. í einni borg í Vesturríkjunum hefur þet^a
ákvæði nýlega verið leitt í lög. Ef barn er þar úti
eftir klukkan átta að kvöldi og gerir eitthvað fyr-
ir sér, verða foreldrarnir að greiða fimmtíu doll-
ara sekt. Og árangurinn er sá, að ungmennaaf-
brotum hefur fækkað um 75 af hundraði.“
Hvernig væri að reyna þá aðferð hér?
Og væri það ekki hugsanleg leið fyrir ráða-
menn í þessum efnum að fá hinn heilbrigða hluta
æskulýðsins í lið með sér og tefla honum fram til
virkrar baráttu við þann háska, sem steðjar að?
J.K.
S YRPA
99