Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 18

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 18
Fyrsta bréf Jóns Hjaltalín til Jóns Sigurðs- sonar um fjárkláðamálið Ekkert mál vakti jafn miklar deilur og æsing hér á landi á öldinni sem leið, og kláðamálið svonefnda. Iíláðafaraldurinn byrjaði -1855 og 1857 kom hann til kasta Alþingis. Menn skipt- ust í tvo hópa, lækningamenn og niðurskurðarmenn, og voru þeir síðarnefndu liðsterkari lengi framan af. Þeir, sem í mörg ár höfðu staðið saman í hverju máli, gerðust nú andvígir, en aðrir, sem stöðugt höfðu deilt, sneru bökum saman. Hvergi í bréfum Jóns Sigurðssonar gætir slíks þungá og þykkju sem til niðurskurðarmanna, en hann var í fylkingarbrjósti lækninga- manna ásamt Jóni Hjaltalín og Halldóri Kr. Friðrikssyni. Af hálfu niðurskurðarmanna bar mest á amtmönnunum Pétri Havstein og Páli Melsteð svo og Arnljóti Óafssyni. Munaði ekki hvað minnst um Ljót eins og reyndar víðar, þar sem hann kom við sögu á annað borð. Jón Hjaltalín og Halldór Friðriksson héldu úti hálfsmánaðarblaði um þriggja ára skeið vegna þessa máls. Hvergi á einum stað er jafn mikið að finna um fjárkláða- málið sem í ,.Hirði“, en svo hét rit þeirra. Þar er mörgu mein- legu skoti beint til niðurskurðarmanna og háðinu fimlega tjaldað. Kemur það ótvírætt fram í ræðu, sem þeir leggja Arn- ljóti 1 munn, og skal hún því birt hér: „Ég, Arnljótur Ólafsson, hinn rétttrúaði niðurskurðarmaður, fulltrúi yðar, hinn æðsti kennari hins nýja homöopathiska lær- dóms á íslandi, hinn tilvonandi forseti Alþingis, heilsa yður öllum i eldheitri smáskammtatrú og brennandi niðurskurðar- anda, og ég bið yður að gefa gaum orðum mínum, er ég tala til yðar, þér Borgfirðingar,!) afkomendur Egils Skallagrímssonar hins sköllótta, heyrið orð mín og breytið samkvæmt þeim. Tak- ið nú fé yðar hið læknaða og strádrepið, svo að öll sýslan verði hreinsuð, allt að Svanga. Ég get sannað yður, að ef þér gjörið þetta, þá mun yður aldrei svengja. Þér munuð og sjálfir sjá, að þetta er yður hinn mesti ábati. Þér hafið nú margir hverjir fengið borgun fyrir lækningarnar á yðar eigin fé; það hefur mjólkað vel og mun eftir útlitinu að dæma skerast all vel. Farið síðan norður eða vestur og kaupið þaðan nýjan stofn, en munið vel að láta stjórnina borga yður opinberu kúgildin, sem þér skerið niður, á meðan hún er að láta lækna þau. Það getur nú raunar farið svo, að það verði nokkur óþrif í þessu að- keypta fé, en það er einmitt það góða, því að óþrif gjöra þrif og óþrifakláði er lækning við verulegum kláða, eftir réttri og sannri smáskammtaskoðun. Heldur ekki megið þér óttast kláðamaurinn norðlenzka, þvi að norðlenzkur kláðamaur lækn- ar sunnlenzkan kláða, samkvæmt hinni sömu grundvallarreglu smáskammtafræðinnar. Umfrarn allt, Borgfirðingar, trúið eigi Jóni Sigurðssyni, hann er launaður af stjórninni,2) ég aftur á móti er útsendari vors allsherjar Alþingis, sem nú i öðru sinni 1) Arnljótur var þingmaður Borgfirðinga 1859—67. 2) Stjórn- in fól J. S. og H. C. Tscherning yfirdýralækni að standa fyrir rannsókn og aðgerðum í kláðamálinu. hefur búið til handa yður spáný niðurskurðarlög, hefluð og strokin af sjálfum mér undir umsjón hinna rétttrúuðustu nið- urskurðarmanna. Þér skuluð sanna orð Sveins, vinar míns,l) að þegar þér lesið Alþingistíðindin, þá hitnar yður um hjarta- ræturnar, þar sjáið þér mig í anda og sannleika.“2) Svo fór, að lækningamenn sigruðu í þessu máli að lokum, en hörð var baráttan og illskeytt. Jón Hjaltalín ræddi mál þetta mikið í bréfum til Jóns Sig- urðssonar og fyrst á þá leið, sem kemur fram í eftirfarandi bréfi. Ýmsir gætu ætlað, er ekki þekkja til fjárkláðamálsins, að Hjaltalín væri öðrum þræði að gera að gamni sínu við nafna sinn, en það er síður en svo sé. Skal nú vikið að því í bréfinu, sem kann að þykja vanta skýr- inga við. Skipin, sem týndust, voru „Sölöven", danska póstskipið, og „Drei Annas“, eign Moritz V. Bierings kaupmanns og var hann með skipinu ásamt tveim börnum sínum. Skipin fórust bæði við Snæfellsnes nóttina 26.-27. nóv. 1857, hið fyrrnefnda við Svörtuloft, en hitt milli Malarrifs og Lóndranga. Oddgeir, sem oftar en einu sinni er nefndur i bréfinu, er Oddgeir Stephensen (f. 27. mai 1812, d. 5. marz 1885) formað- ur fsl. stjórnardeildarinnar i Höfn í 33 ár. Hann var bróður- sonur Magnúsar konferenzráðs í Viðey. Kúgildamálefnið var þannig vaxið: Á Alþingi 1857 kom fram uppástunga frá þingmanni Árnesinga, Magnúsi Andréssyni í Langholti, um það, hverja ráðstöfun ætti að taka um ábyrgð á ásauðarkúgildum hér á landi, einkum opinberra eigna. Var þessi uppástunga borin fram vegna fjárkláðamálsins. Vegna þess hve álit kom seint fram um hana i þinginu varð hún ekki rædd í það skiptið. Jensen og Hanstein voru danskir dýralæknar, sem sendir voru hingað til lands að beiðni stiftamtmanns. Amtsmannafundurinn var haldinn í Reykjavík vorið 1857. Briem er Eggert Briem, þá sýslumaður Eyfirðinga, faðir Sigurðar póstmeistara og þeirra systkina. Hann fékk veitingu fyrir Rangárvallasýslu í apríl 1858, dvaldi þar stuttan tíma síðari hluta sumars og síðan ekki meir. Stefán Thordarsen gegndi því sýslumannsstarfi þar áfram eða fram á sumar 1859, að Magnús Blöndal tók við. Stefán (f. 1829, d. 1889) var tengda- faðir Hannesar Hafstein. Kammeráðið á Hrauni er Þórður Guðmundsson á Litla- Hrauni, sýslumaður Árnesinga. Þórður (f. 11. apríl 1811, d. 19. ágúst 1892) var móðurafi Árna Pálssonar prófessors og þeirra systkina. L. K. Reykjavík, 5. marz 1858 Góði, gamli vin! Ég má þá eigi nndanfella að skrifa þér nokkr- ar línur, en þær verða mjög aphoristiskar.3) Við höfum haft allra mesta sorgarvetur eins og þú munt heyrt hafa, þar sem tvö skip fóru hérna í bugtinni, svo að kalla fyrir augunum á okkur. Veturinn hefur verið góður af náttúrunni gjörður, en vondur af mannavöldum. Niður- skurðarmennirnir sigruðu þá ,,De facto“,4) og hér var óttalegt blóðbað allt haustið. Þessi hel- 1) Sveinn Skúlason, ritstjóri Norðra. 2) „Hirðir" III. árg. bls. 24—25. 3) stuttorðar. 4) raunverulega. 96 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.