Syrpa - 01.05.1949, Side 5

Syrpa - 01.05.1949, Side 5
samt urðu „byltingamenn“ þingsins í meirihluta, og öllum íslenzkum konum var upp úr þessu trúað fyrir atkvæðisrétti í sveitastjórnarmálum með sömu takmörkunum og atkvæðisréttur karla var þá háður. Þegar hér var komið — fyrir réttum 40 árum — hafði engin íslenzk kona fengið kosningarétt til Alþingis. Þann rétt fengu konur fyrst með stjórn- arskrárbreytingunni 19. júní 1915. Hér tekur svo við 1. grein frumvarps míns, og er hún á þessa leið: „Konur hafa algert pólitískt jafnrétti á við karla.“ Þannig hefur þessum þætti kvenréttindanna verið þokað áfram í mörgum áföngum með nýrri og nýrri löggjöf, unz lokamarki var náð. Og þessu lík er þróun málsins einnig, ef litið er á aðrar hliðar þess: , Allt fram til ársins 1850 höfðu konur aðeins hálfan arfahlut á móti körlum. Því misrétti var kippt í lag með svohljóðandi konunglegri tilskip- un: „Eftir þennan dag skal mismunur sá, sem eftir ákvæðum dönsku- og norsku laga skyldi vera á arfahlutum karla og kvenna, vera af tekinn á landi voru, íslandi.“ Með lögunum um fjármál hjóna frá 12. janúar árið 1900 voru konum tryggðar ýmsar réttarbæt- ur, sem þær höfðu ekki áður haft. Þessi lög eru enn í gildi, og bera þau þess ljósan vottinn, að enn er langt í land með fjárhagslegt jafnrétti hjóna. Lítum t. d. á þessi ákvæði laganna um fjármál lijóna: Maðurinn hefur einn umráð yfir félagsbúinu og rétt til að ráðstafa eignum þess. — Takið eftir: Hér stendur ekki: Hvort hjóna sem er, hefur um. ráð o. s. frv. — Maðurinn má, án samþykkis konu sinnar, skuldbinda félagsbúið með gjöfum á einu ári um allt að 5% af skuldlausri eign búsins við lok næsta árs á undan. Það telzt til takmarkana á umráðarétti manns- ins yfir félagsbúinu, að hann má ekki selja með óvenjulegum kjörum fasteignir, sem konan lagði til félagsbúsins og ekki leigja slíkar fasteignir um óvenjul'ega langan tíma, nema konan samþykki. Hvernig ætli karlmönnunum þætti við það jafnrétti að búa, ef þessu væri öfugt farið, og nafn konunnar stæði hvarvetna í mannsins stað í þessum lagagreinum? Nei, um það þarf ekki mörgum blöðum að fletta, að hér er drjúgur spölur ennþá ófarinn, þar til fullu jafnrétti sé náð. Þess vegna segi ég í frumvarpi mínu: „Konur skulu njóta algerlega sama réttar í f jár- málum sem karlar.“ Lítum þá á rétt og aðstöðu konunnar til náms og menntunar á undanförnum áratugum, og hvernig baráttan fyrir auknum rétti hefur verið háð á Jrví sviði: Fram að árinu 1886 átti engin íslenzk stúlka rétt á því að ganga undir próf i lærða skólanum í Reykjavík, þó að hún hefði öðlazt til þess nauð- synlegan undirbúning utan skóla. Úr þessu var bætt með konunglegri tilskipun á því ári, en rétt til náms í skólanum fengu stúlkur ekki, fyrr en miklu síðar. I sömu tilskipun er stúlkum að nokkru leyti leyft að njóta kennslu í prestaskólanum og lækna- skólanum. En jafnframt þessum réttarbótum voru þó sett- ar svo stórfurðulegar takmarkanir á rétt kvenna til náms og menntunar, að það er nálega óskilj- anlegt nútímamönnum. Þannig stóð t. d. í 2. grein þessarar tilskipunar: „En að því er prestaskólann snertir, þá mega þær aðeins að nokkru leyti njóta kennslunnar í honum, og setur ráðgjafinn fyrir fsland nákvæm- ari reglur þar um. Eigi mega þœr heldur ganga undir burtfararpróf pessa skóla, en geta lokið námi sínu þar, með Jrví að ganga undir sérstakt próf í guðfræði. En ráðgjafinn fyrir ísland til- tekur námsgreinarnar og kveður á um, hvernig því prófi skuli háttað.“ Öllu fastar og feimulausar er þó að orði komizt um réttleysi kvenna til æðra náms í 3. grein þess- arar frægu tilskipunar. Þar segir m. a. svo: „Með pvi að ganga undir próf þau, er um, getur í þessari tilskipun, öðlast konur engan aðgang að embcettum, né heldur rétt á að njóta góðs af styrktarfé því, er hingað til hefur ákveðið verið námsmönnum við presta- og lœknaskólann. Kon- ur mega heldur ekki stiga i stólinn, þótt þær njóti kennslu á prestaskólanum, eða hafi gengið undir próf það í guðfrœði, er um getur i 2. grein.“ Allar þessar fáránlegu takmarkanir á rétti kvenna til menntunar varð svo að afnema með sérstakri löggjöf. — Það var gert með lögum frá 11. júlí 1911 um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrkja og embætta. Þau lög eru enn í gildi. Þar er þetta m. a. tekið fram: s VR t'A 77

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.