Syrpa - 01.05.1949, Side 11

Syrpa - 01.05.1949, Side 11
í kyrrðinni og dimmunni dreyma það land, sem dagsljósið skein ekki á, þar æ upp af skipreika skolast hún von og skáldanna reikula þrá, . .. þar einskis manns velferð er volæði hins né valdið er takmarkið hæst . .. En þá birtist andvakan ferleg og föl og fælir burt hvíld mína og ró, og glötuðu sálirnar sækja að mér, sem sviku það gött í þeim bjó, og útburðir mannlífsins ýlfra þá hátt — það atgervi, er hirðulaust dó. Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið I iggur á hnjám,' en iðjulaust fjársafn á féleysi elst sem fúinn í lifandi trjám, en hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám. Skáldið telur sig til þess fætt að kveða fyrir erfiðisfólk, sem auðvald hefur komið á kné, hug- stola mannfjöldann, sem valdamenn villa og leiða. Það verður að opna augu manna. En skáld- ið örvæntir, að það takist nægilega á sinni ævi. Von hans er, að í áttina þokist og eftir sinn dag hljóti sérhver hugsjón sín að lifa og rætast. Þetta tvennt, baráttan og vonin um að sigrast á bölvun auðvalds, gerir lífið þess vert að lifa, og myrkrin verða björt. Tökum stökk þangað, sem Stefán var kominn á sjötugasta ár, 1922, og leið að hinzta kvöldi lrans. Þá orti hann fátt í kvöldhug, en meira um morg- un nýrrar alþýðualdar: Fyrir gluggann minn gengu glaðasólskins dagar, báru af ylgeislum yddum örvamæli fullan. Beint frá uppsölum árdags undir randir þeirra langt og gustmikið gólu gullinskýja lúðrar, stefndu varðliði vors á vetrarlönd til njósna. Upp í brag hef ég búið Bjarkamálin þeirra. Elzta herhvöt norrænnar tungu eru Bjarkamál kölluð: Dagr er upp kominn / dynja hana fjaðr- ar. — Háttur Stefáns er skyldur þeim og mála- hætti Ljóða-Eddu, en nánar tiltekið er hann endurbætt gerð 67. háttar í Háttatali Snorra Sturlusonar og nefnist sá þar háttlausa. Svo forn gerðist Stefán til að hitta ljóðeyra næstu kynslóð- ar eftir dag sinn. Hverfum nánar að þessu vorkvæði, sem heitir Martíus eins og herguð Rómar. Vígöld og vargöld sá Stefán fram undan, en ekki blöskraði honum, því að trú hans á friðinn á eftir var sterk. Eftir víkingsvetur, segir hann, er jörðin forug, blökk og ber, meðan fræ eru að spíra. Áhlaupasamt vor er ekki fegurra en svo, og „viðlíkt hendir mold og mann“. Hlekki verður að brjóta, livað sem kostar. Eggjana þarf enn meir en lækninga, því að feigt mun ekki læknast. Skáldið segir: Fram þú, lýður! Landavíður liggur í hlekkjum heimur þinn, harðfrosinn á hönd og fæti, en hjartaþíður. Leys hann, meðan lífið bíður! . . . Hræjum þínum hörkutól hlóðu sér í valdastól. Lát nú eigin dáðir duga, djarfleik þinn og vorljósshuga, þó að forin fljóti í tárurn, — þó það hlaupi á hundrað árum hjörnin forn að yfirbuga. Lýður, bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur. Þínu eirðu. Oft voru fjötrar foringjans fastast sem að að þér reyrðu. Sagan gjarnast eignar einum afrekin þín, dreifði múgur! Samt mátt bera svarabljúgur sakir alls, sem hlauzt af meinum. Því hefur hlotnazt herrastaða heimskra sagna mörgu fóli. Einn gat ráðið skipaskaða skeikull Páll frá Staðarhóli. (Páll sigldi í ofdirfsku á sker, sem búið var að sýna honum.) í lok þessarar herhvatar minnist SYRPA 83

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.