Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 14

Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 14
undarins.“ Er það orð að sönnu. Lítið er vitað um d’Orville. Hann gaf út skákdæmasafn sitt árið 1842, er það prentað í Núrnberg, en skýringa- textar á frönsku. Auk þess ritaði hann í franska skákblaðið „Le Palaméde“ og kenndi sig þannig: Auguste D’Orville du Club d’Anvers. Þýzki skák- dæmahöfundurinn Jóhannes Kohtz (1843—1918) áleit, að hann væri Frakki vegna frönskunotkun- ar hans, en ef svo er, hvað þá um Antwerpen- klúbbinn? Ef við teljum lrann Antwerpenbúa, þá er hann fæddur í Hollandi (ca. 1813), en verður síðan Belgíumaður, því Antwerpen varð belgísk borg árið 1830. En hvað sem þjóðerni hans líður, Frakki, Belgi eða Hollendingur — það, sem máli skiptir er, að hann var fyrstur til þess að sýna raunhæfan skilning á gildi lítils en vel nýtts liðs^ afla og hreinna mótstaða, og hin örugga tilfinn- ing hans á hóflegri leikjalengd vekur ennþá hrifni manns. Englendingurinn Horatio Bolton (1793—1873) á þegar dæmi í Syrpu (nr. 7), það dæmi er allt í gömlum stíl, nema að í 2. leik (Rxd7) er ekki skákað. Er það sennilega í fyrsta sinn, sem sú þúsundára skákdæmavenja var brotin og því mik- ið afrek. Hann á því skýlausan rétt til þess að teljast með brautryðjendunum. Hér er svo annað dæmi eftir hann, nr. 14, þar yfirgefur hann görnlu jafnvægisæfinguna á milli liðsafla hvíts og svarts (sbr. nr. 7), en er heldur langorður, þ. e. a. s. not- ar mikinn leikjafjölda. Lausnin er 1. Hc7. 2. Hc6. 3. Rf7. 4. Re5. 5. Rd3. 6. Rb4. 7. c3 mát. Efni dæmisins er því snjöll biðathöfn hvíta hróksins. Sett fram á snotran hátt og engu ofaukið. GJAMM Allir fuglarnir í skóginum sátu á trjánum og það var nóg af blöðum á greinunum. Samt kom þeim saman um, að þeir yrðu að fá sér eitt blað í viðbót, það átti að vera verulega gott blað, sarns konar blað eins og mennirnir hefðu, já, menn- irnir áttu svo mikið af þeim blöðum, að helming- urinn hefði verið miklu meira en nóg. Söngfuglarnir vildu láta gagnrýna sönglistina, hver um sig vildi láta hæla sínum söng og finna að hjá hinum (ef hægt væri), en þeir gátu ekki komið sér saman um neinn óvilhallan dómara. „Fugl verður það vera að vera,“ sagði uglan, hún hafði verið kosin fundarstjóri, því að hún var vísindafugl. „Það er ekki um önnur dýr að ræða, nema þá ef vera kynni úr sjónum. Þar fljúga fisk- arnir alveg eins og fuglarnir í loftinu, en annað er ekki skylt með þeim. Svo er auðvitað til fjöld- inn allur af dýrum á milli fugla og fiska.“ Þá tók storkurinn til máls og það skrölti í nef- inu á honum eins og í hrossabresti. „Það eru til skepnur, sem hvorki eru fugl né fiskur,“ sagði hann. „Þær búa í mýrum og keldum, það eru froskamir, og þá vil ég kjósa. Þeir eru ákaflega söngelskir, þegar þeir syngja er það einna líkast liljómnum af ótal kirkjuklukkum í skógarkyrrð- inni; ég verð altekinn af útþrá, mig kitlar undir vængjum, þegar ég heyri til þeirra.“ „Ég kýs líka froskinn," sagði hegrinn, „hann er hvorki fugl né fiskur, en syngur þó eins og fugl og syndir eins og fiskur.“ „Jæja, þetta er nú sú hliðin, sem að sönglist- inni snýr,“ sagði uglan, „en blaðið verður að láta 86 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.