Syrpa - 01.05.1949, Síða 20

Syrpa - 01.05.1949, Síða 20
Hagkvœmt er að koma strokborðinu fyrir undir plötunni á matborðinu. Plötunni er rennt til, og strokborðinu lyft upp með einu handtaki. koma því þægilega fyrir í ræstiáhaldaskápnum, ef gert er ráð fyrir því við innréttingu hans. Strok- borðinu er einnig hægt að koma fyrir í grunnum veggskáp, eða undir borðplötunni á vinnuborð- inu og það fellt fram eða snúið um ás í plötunni þegar á að nota það. Einna heppilegust mun þó sú lausn vera að byggja strokborðið inn í mat- borðið. Ég gerði tilraun með það fyrirkomulag á borði, er ég teiknaði fyrir byggingarsýninguna 1946, í eldhúsið, er þar var sýnt. Síðan hefur tals- vert verið smíðað af þeim á einu verkstæði í Reykjavík og hafa allar húsmæður, sem notað hafa þessi borð, verið hinar ánægðustu með þau. Loftræsing Loftræsing þarf auðvitað að vera góð í öllum eldhúsum, sérstaklega þar, sem borðað er dag- lega. Þrátt fyrir það, þó að vel opnir gluggar, sér- staklega ef þeir eru á tveim veggjum eldhússins, hreinsi loftið vel á tiltölulega skömmum tíma, þá álít ég æskilegt að liöfð sé góð loftrás fyrir ofan eldavélina, sem taki á móti sem mestu af þeirri brælu og gufu, sem ólijákvæmilega stafar af mat- argerðinni. Lítilli sogrellu mætti vel koma fyr.'r í sambandi við þessa loftrás, er sett væri af stað þegar þurfa þætti. Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt hér og gefizt vel. Nútima eldhús (Byggingasýningin 1946). Nöfn fermingarbarnanna d bls. 84: Fremsta röð: Hjörtur Daníelsson (sjómaður). Jón Kristins- son Þorkelssonar. Olatur Jónsson £rá Bakkabæ. Gísli Guð- mundsson (bókbindari). Hálfdán Helgason (prófastur). Önnur röð: Annie Helgason Jónsdóttir. Svanhvít Sumarrós Samúelsdóttir Símonarsonar. Ragnheiður Björnsson Oddsdóttir. Elísabet Einarsdóttir Markússonar. Kristjana Blöndahl Magn- úsdóttir. Kristjana Einarsdóttir. Þriðja röð: Óskar Borg (lögfræðingur). Níels Dungal (pró- fessor). Helgi Tómasson (yfirlæknir). Gísli Magnús Bjarnason Gíslasonar (látinn). Efsta röð: Tómas Stefánsson (látinn). Lúðvík Guðmundsson (skólastjóri). Haraldur Jóhannessen (bankaritari). Sigurður Björgvin Árnason Einarssonar (látinn). Sigmundur Þorsteins- son Kárasonar. I síðasta hefti hefur því miður fallið niður nafn eins skóla- drengsins, Ásgeirs Ásgeirssonar (nú bankastjóra). Er hann fjórði drengurinn frá vinstri að telja. 92 SYRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.