Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 21

Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 21
KATHERINE M A N S F I E L D : Fröken Rebekka Þó að veðrið væri fagurt — gullinn og heiðblár himinn hellti ljósgeislum eins og glitrandi víni yfir Lystigarðinn — þá þakkaði fröken Rebekka sínum sæla, að hún skyldi hafa látið til skarar skríða og sett á sig skinnkragann. Það var blæja- logn, en samt einhver hráslagi í loftinu; þegar hún opnaði munninn, fann hún kul, líkast því að borið væri glas með ísvatni upp að vörunum á henni, og hér og þar var laufblað á sveimi, — ofan úr himninum, utan úr geimnum? Fröken Rebekka lyfti hendinni og snerti ofurlítið á krag- anum. Blessaður litli vinurinn! Skelfing var nota- legt að finna til hans aftur. Hún liafði tekið hann upp úr öskjunni í dag, hrist af honum melduft- ið, burstað hann vandlega og nuggað litlu, dökku augun til að koma í þau lífi. ,,Hvað er um að vera?“ spurðu döpru augun litlu. Ó, hvað það er indælt að sjá það aftur, þetta augnatillit þarna af rauðu ábreiðunni. En nefið er eitthvað að bila, það er úr dökkleitu efni og hefur hlotið að verða fyrir einhverju hnjaski. Jæja, hvað um það, alltaf er hægt að bera svolítið af svörtu lakki í blettinn, ef með þarf, þegar ekki verður lengur hjá því komizt . . . Litli prakkarinn! Já, víst fannst henni það vera svolítill hrekkjalómur, sem var að bíta í skottið á sér þarna á bak við vinstra eyrað á henni. Henni lá við að taka hann af sér, leggja hann í kjöltu sína og strjúka hann. Htin fann einhvern fiðring í handleggjunum, það hlaut að stafa af göngunni. í hvert skipti, sem hún dró andann, varð hún vör við eitthvað dúnlétt og dapurt, — nei, ekki dapurt, — eitt- hvað hlýtt og blítt bærast við barminn á sér. Það var töluvert af fólki úti í dag, miklu fleira heldur en á sunnudaginn var. Og hljómsveitin lék af enn meira krafti og fjöri. Það var auðvit- að af því, að ferðamannastraumurinn var að byrja. Því þó að hljómsveitin léki þarna að vísu á hverjum einasta sunnudegi allan ársins hring, þá var einhvern veginn allt annað að hlusta á hana þegar lítið var um að vera í bænum. Þá var líkast því að mennirnir væru bara að leika fyrir sína nánustu og einu gilti hvemig tækist, af því að engir ókunnugir heyrðu til. Og var liljómsveit- arstjórinn ekki meira að segja kominn í nýjan frakka? Jú, svo sannarlega var hann í flunku- nýjum frakka. Hann prikaði með fótunum og baðaði út handleggjunum alveg eins og hani, sem er að búa sig undir að gala. Og hljómsveit- armennirnir, sem sátu í hring fyrir framan hann, blésu út á sér kinnarnar og einblíndu á hann. Nú kom svolítill spotti á fiðlu — yndislegir tónar — eins og keðja af skærum og skínandi dropum. Þetta lilaut að koma aftur. Já, þarna kom það aftur; hún leit upp og brosti við. Það voru bara tvær manneskjur aðrar á bekkn- um „hennar": Elskulegur, gamall maður í flau- elsjakka, sem kreppti hnefana utan um útskor- inn göngustaf, og hnellin kona öldruð, sem sat teinrétt með prjónana sína í kjöltunni ofan á útsaumaðri svuntu. Þau þögðu. Það voru frök- en Rebekku vonbrigði, hún ldakkaði alltaf svo til að hlusta á samtalið. Því að satt að segja, hugsaði hún með sér, er ég orðin snillingur að hlusta, tylla mér sem snöggvast inn í tilveru ókunnugs fólks og hlýða á tal þess án þess að nokkuð beri á. Hún leit út undan sér á gamla fólkið. Kannski þau fari að fara. Á sunnudaginn var hafði heldur ekki verið um auðugan garð að gresja. Ensk hjón, hann með heljarmikinn panamahatt, hún í hnepptum stígvélum og allan tímann að suða um gleraugu; hvernig hún ætti að hafa þau; það væri svo sem enginn vafi á því, að Iiún þyrfti þeirra með; en það væri ekki til neins fyrir sig að fara að reyna að fá sér þau; þau mundu áreið- anlega brotna strax; og hvernig í ósköpunum ætti hún að halda þeim á nefinu? Hann var svo s YRPA 93

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.