Syrpa - 01.05.1949, Síða 23

Syrpa - 01.05.1949, Síða 23
sig vanta. Ja, hún var þá ein persónan í leiknum! En hvað það var skrítið, að henni skyldi aldrei hafa dottið það í hug fyrr! Nú skildi hún, hvern- ig á því stóð, að henni var alltaf svona umhugað um að komast að heiman á sama tíma, — auðvitað til þess að verða ekki of sein á sýninguna, — og nú rann það líka upp fyrir henni, hvers vegna hún var svona feimin að segja enskunemendun- um sínum hvað hún væri að hafast að á sunnu- dögum. Var það furða! Það lá við að fröken Re- bekka skellti upp úr. Hún var að leika! Hugur- inn reikaði til gamla mannsins, veika, sem hún heimsótti fjórum sinnum í viku til þess að lesa fyrir hann blöðin á meðan hann svaf í garðin- um. Hún var farin að venjast beinaberu höfð- inu á koddanum, holum augnatóftunum, opn- um munninum og hvassa nefinu. Þó hann hefði verið dáinn fyrir mörgum vikum, þá hefði hún varla veitt því eftirtekt eða kippt sér upp við það. En allt í einu áttaði hann sig á því, að það var leikkona, sem var að lesa fyrir hann. „Ha, leikkona, — eruð þér það?“ Og fröken Rebekka slétti úr dagblaðinu eins og það væri hlutverkið hennar uppskrifað, og sagði hæglátlega: „Já, ég hef lengi verið leikkona.“ Hljómsveitin hafði hvílt sig dálitla stund en nú tók hún aftur til óspilltra málanna. Lagið var hlýlegt, sólbjart, en samt vakti það hjá henni einhver óljós ónot, einliverja kennd, sem hún átti erfitt með að greina, — ekki angurværð, — nei, það var eitthvað, sem olli því, að hana lang- aði til að syngja. Tónninn lyftist hærra, hærra; nú skein ljósið skært. Fröken Rebekka var sannfærð um, að í næstu andrá mundu allir fara að syngja. Fyrst ungling- arnir, hlæjandi og iðandi, svo mundu karlmenn- irnir taka undir með festu og kjarki. Og svo hún, líka hún og allir hinir á bekkjunum, — það mundi verða nokkurs konar undirleikur, þýður, lágróma, svo undur fagur . . . Og augu fröken Rebekku fylltust tárum, hún leit brosandi í kring um sig, á alla félagana. Já, við skiljum, við skiljum, hugsaði hún; og þó var henni hreint ekki ljóst, hvað það var í raun og veru, sem þau skildu. í þessum svifum komu piltur og stúlka og settust í sætin gömlu hjónanna. Þau voru í fall- egum fötum; þau voru ástfangin. Auðvitað sögu- hetjur bæði og komin beina leið úr lystiskútu föður hans. Fröken Rebekka bjóst til að hlusta, — ennþá með sönginn í hjarta sér og skjálfandi bros í augum. „Nei, ekki hér,“ sagði stúlkan. „Ekki hérna, það er ómögulegt." „Því læturðu svona? — Ekki þó vegna kerling- arálftarinnar þarna?“ spurði pilturinn. „Hvað ætli liún hafi eiginlega hér að gera, — hver skyldi kæra sig um hana? Það er undarlegt, að svona fólk skuli ekki hafa vit á að húka heldur heima hjá sér.“ „Ó, líttá,“ sagði stúlkan og hélt niðri í sér hlátrinum. „Líttá hvað skinnkraginn er hlægi- legur, — alveg eins og úldin ýsa!“ „Alltaf ertu eins,“ hvíslaði pilturinn. „En heyrðu, elsku . . .“ „Nei, ekki hér,“ sagði stúlkan. „Ekki strax.“ Á leiðinni heim var hún vön að kaupa sér sneið af hunangsköku hjá bakaranum. Það var sunnudags tilhaldið. Stundum var mandla í sneiðinni, stundum ekki. Þá dagana, sem hún hreppti möndluna, bar hún heim með sér svolitla gjöf, dálítið happ, sem hún vissi, að hún hefði eins vel getað farið á mis við. Möndlusunnu- dagana var hún snör í snúningum eins og stelpa, þegar hún kveikti undir katlinum. En í dag fór hún fram hjá bakarabúðinni og gekk rakleitt upp alla stigana, inn í litlu, dimmu herbergiskytruna — skápinn sinn — og settist á rúmið með rauðu ábreiðunni. Hún sat þar lengi. Askjan undan skinnkraganum lá til fóta. Hún tók af sér kragann og lagði hann í öskjuna. Þegar hún var búin að setja lokið yfir, heyrði hún, að einliver var að gráta. J. K. islenzkaði. S VRPA 95

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.