Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 24

Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 24
„Það er svo margt, ef að er gáð . . Það voru ekki allir Danir kátir Lesandi góður. Síðan þetta blað kom út síðast hafa 37 þing- menn lagt þjóðina í viðjar samnings, sem skyldar hana til þátttöku í styrjöldum, ef til þeirra kem- ur, og felur í sér afsal landsréttinda, m. a. undir herstöðvar á friðartímum, svo framarlega sem sér- stakar ástæður eru fyrir hendi; og þannig er í pottinn búið, að þessar ástæður geta hinir 37 þingmenn eða samherjar þeirra framkallað hve- nær, sem þeim eða herstjórn Bandaríkjanna sýn- ist. Þessir 37 fulhrúar þjóðarinnar gerðu þetta í heimildarleysi. 36 þeirra voru kjörnir á þing beinlínis gegn því ákveðna loforði, að þeir létu Bandaríkjunum ekki í té herstöðvar, er þau voru þá að falast eftir hér á landi. Haustið 1946 rufu 31 þessara þingmanna þetta heit sitt með því að samþykkja Keflavíkursamninginn, og nú hafa 5 þingmenn bætzt í hópinn og undirgengizt þennan samning, sem er margfalt hættulegri. í bæði skipt- in mótmælti þjóðin kröftuglega, en því var ekki sinnt hið allra minnsta, kröfum um þjóðarat- kvæðagreiðslu þverneitað og samningurinn skrúf- aður í gegnum þingið með offorsi, sem braut í bága við allar þingvenjur og allt velsæmi. Dagana, sem síðari samningurinn var á döfinni, þáði ríkisstjórn okkar af Bandaríkjunum millj- ónagjöf, sem hlýtur að setja blett á sóma þjóðar- innar, og nú er hún að búa svo um hnúta, að hinir 37 leggi blessun Alþingis yfir þetta tiltæki og heimili meira af svo góðu, ef tækifæri býðst. Bæði á Alþingi og í dagblöðunum hafa hinir þrír ráðandi stjórnmálaflokkar túlkað samning- inn ranglega. Þeir viðhafa allir sömu, fölsku rök- semdafærsluna og hrópa sömu slagorðin einum munni, svo að mjög er örðugt að verjast þeirri grunsemd, að þeir hafi gert með sér skipulögð samtök um að gabba þjóðina. Meðal annars halda þeir því fram, að samningurinn feli í sér trygg- ingu fyrir því, að liér verði ekki bandarískar her. stöðvar á friðartímum, og að þess verði ekki kraf- izt, að íslendingar hervæðist. Þó vita allir, sem opin hafa augun, að Bandaríkin hafa þegar komið hér upp herstöð, er þau geta gripið til, hvenær sem þeim sýnist (þetta er hvergi í heimi leyndarmál nema á íslandi), og að ekkert orð stendur um þessi atriði í samn. ingnum. Hins vegar er það haft fyrir satt, að utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna liafi lofað þessu í áheyrú hinna þriggja íslenzku ráðherra, er fund hans sóttu, en jafnframt bannað þeim að gera um það skriflegan fyrirvara. Á Alþingi kom fram tillaga um það, að þessi atriði yrðu tryggð í samningn- um með skýrum ákvæðum, en það vildu hinir 37 með engu móti. Þeir felldu tillöguna. Þar með játuðu þeir á sig, svo að aldrei verður um villzt í sögu þessa lands, þær sakir, sem andstæðing- ar samningsins hafa á þá borið. í allan vetur héldu stjórnmálaflokkarnir uppi 96 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.