Syrpa - 01.05.1949, Síða 27

Syrpa - 01.05.1949, Síða 27
og leitast af fremsta megni við að vernda líf og limi þjóðarinnar. Það er furðulegt, að karlar og konur með nokkra ábyrgðartilfinningu skuli vera svo fljót til að aðhyllasi samning, sem getur haft jafn hrœðilegar afleiðingar og þessi. Mesta furðu vekja konurnar. Karlmennirnir eru nú einu sinni svo gerðir, að þeir fara sínar götur, en konurnar, sem áttu að standa i broddi fylkingar til að verja friðinn, benda á nýjar leiðir, sýna sjálfstœði i hugsun og reyna að setja svip sinn á stjórnmálin, — hvar eru þœr? Eru þcer ekki á hlaupum á eftir eiginmönnum sinum i heimi stjórnmálanna? Liggur svona mikið á að ganga í þetta banda- lag? Er það ekki sjálfsögð skylda við þjóðina að gefa henni svigrúm tit að áita sig á þvi, hvað það er, sem við eigum að fallast á iog hvort við eigum að fallast á það? Það er liaft i hámœlum, að inn- ganga Norðmanna í bandalagið hafi i rauninni verið byggð á nokkurs konar stjórnmálabrellu (Kup), enda er nú þegar farin að koma i Ijós reiði og ólga í garð stjórnarinnar, vegna þess að hún lagði skuldbindingar sáttmálans svo óvænt og fyrirvaralaust á herðar norsku þjóðinni. Við ættum að staldra við og hugsa málið. Ef það þykir svo áríðandi, að við verðum þátttak- endur, þá er engin hœtta á þvi, að stórveldin hinkri ekki við eftir okkúr, en ef það er ekkert áriðandi, þá gerir þetta heldur ekkert lil. Politiken 23. marz: Vér undirrituð beinum hér með þeirri einlægu ósk til ríkisstjórnar Danmerkur og ríkisþings, að land vort verði ekki gert aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Vér fáum ekki betur séð, en að sér- hver tilraun til þess að mynda sérstök samtök utan vébanda Sameinuðu þjóðanna, hljóti að verða til þess að auka úlfúðina i alþjóðamálum og þá um leið hættuna á nýrri styrjöld. Þegar Danmörk gekk i samtök hinna Samein- uðu þjóða, skuldbatt hún sig til þess eins og aðr- ar þjóðir, að haga utanrikismálum sínum á þann veg, er fremur mœtti verða til að draga úr við- sjám þjóða á milli heldur en að auka þær, og er slikt nauðsynleg undirstaða heimsfriðarins. Taki Danmörk þátt í samsteypum, sem stofnaðar eru i hernaðarlegu augnamiði, þá skerst hún þar með úr leik þeirra, er miðlað gœtu málum, og veikir jafnframt aðstöðu hinna Sameinuðu þjóða með því að fækka þeim aðilum, sem óháðir eru liinum tveimur stórveldum. Ef Danmörk gerist aðili að Atlantshafbandalag- inu, þá hlýtur það að verða til þess að vekja grun- semdir Austurveldanna um það, að land okkar, — sem liggur svo nálœgt umráðasvœði þeirra, — kynni að verða notað sem árásarstöð á Sovétrikin, ef til ófriðar drægi. Þetta sj)or yrði því undir öll- um kringumstœðum til þess að herða á togstreytu stórveldanna, en það gæti einnig haft þær hörmu- legu afleiðingar í för með sér, að ráðizt yrði á landið með þeim forsendum, að árásaraðilinn teldi sér það nauðsynlega öryggisráðstöfun. Þar eð öryggi Danmerkur byggist fyrst og fremst á þvi, að friður haldist i heiminum, yrði aðild að Atlantshafsbandalaginu þjóð vorri ekki skjól, heldur aukin hætta. Með inngöngu i þetta bandalag mundu Danir afsala sér réttinum til að velja eða hafna, þegar um það væri að ræða að fara i stríð eða standa utan við það, ef til kæmi. Hvar, sem styrjöld milli hinna tveggja stórvelda brytist út\Og livernig, sem á henni stæði. þá yrðum vér sjálfsagðir og óaðsþurðir þátttak- endur, hvort sem oss likaði betur eða verr, ekki sizt vegna þess að afleiðingin af inngöngu i banda- lagið yrði að sjálfsögðu sú fyrst og fremst, að á umráðasvœði voru yrðu herstöðvar, sem <no'ta mætti til árása i austurátt. Þess vegna má ganga að því sem gefnu, að svo framarlega sem ófriður skellur á milli austurs og vesturs, muni Rússar tafarlaust snúa sér að Danmörku. Gagnvart þess- ari alvarlegu áhættu getur hugsanleg þátttaka lands vors í Atlantshafsbandalaginu ekki verið oss nein vörn, því að engin trygging er fyrir því að nokkur hinna samningsaðilanna yrði þess umkominn að veita oss hernaðarlega aðstoð til þess að verjast slikri árás. Niðurstaðan verður þvi sú, að þáittaka Danmerkur i Atlantshafsbandalag- inu mundi ekki verða til þess að stuðla að heimsfriðnum, heldur miklu fremur til þess að auka ófriðarhættuna, og hún mundi heldur ekki verða þjóð vorri til öryggis i hugsanlegri styrjöld, heldur þvert á móti þvinga oss óum- flýjanlega til þátttöku i henni. Þess vegna skorum vér eindregið d stjórn vora og þing að hindra það, að Danmörk gerist aðili að Atlan'shafsbandalaginu. Utanrikisstefna lands vors gæti þá helzt stuðlað að heimsfriðnum, ef hún hefði um það samvinnu við aðrar þjóðir s VRPA 99

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.