Syrpa - 01.05.1949, Side 32

Syrpa - 01.05.1949, Side 32
MENNING — ÓMENNING? Eftirfarandi spurningar eru frá tímabilinu 15. marz til 10. maí. Auk þess eru nokkur svör, sem ekki komust fyrir í síðasta blaði. Hvert er álit yðar á neðangreindum fyrirbœrumf 1. Ræða utanríkisráðherrans í Washington? Arni ÞórÖarson, kennari: Þau ummæli ráðherrans, er hnigu að innanrikismálum íslendinga, hljóta að teljast óviðeigandi á þeim stað, er ræðan var flutt, svo og það að hann skyldi sérstaklega benda á mikilvægi íslands í hugsanlegum átökum stór- veldanna. Björn Sigfússon, háskólabókavörður: Norðurlandamönnum, sem heyrðu enskuna hans Bjarna, fannst hún sanna, að enn væri a. nr. k. einn stjórnmála- maður á íslandi, sem væri ekki kominn í „ástandið" né hæfur í það, og töldu honum þetta til gildis, sögðu, að faðir hans hefði talað tóma norrænu við drottninguna sællar minningar. Galli ræðunnar var, að ráðherrann fór, einn manna, að kvarta um við dollaramömmu, líkt og drengir gera, að leikbræður sínir á íslandi væru voðavondir strákar. Friðfinnur Ólafsson, viðskiptafrœðingur: Ég lít svo á að ræða Bjarna Benediktssonar hafi verið hvorttveggja í senn: lítilmótleg, að því er snerti klögun hans á löndum sínum i áheyrn allra þjóða heims, og tilraun til sögufölsunar að því er snerti ummæli hans um að tilraun hefði verið gerð til þess að hafa áhrif á afgreiðslu mála á Alþingi með ofbeldi, í fyrsta skipti i sögu þingsins. Betur mundi faðir hans hafa munað sögu þjóðarinnar og ekki er ótrúlegt að Rasmussen, hinn danski, hafi brosað með sjálfum sér að þessum kollega sínum, því að vafalaust kann hann nokkur skil á sögunni um sambúð íslendinga og Dana fyrr á tím- um. Gunnar Cortes, lœknir: Það er vafalaust erfitt að semja ræðu við svona tæki- færi, en það er áreiðanlega erfiðara að semja ósmekk- legri og gallaðri ræðu en þessa. Ingimar Jóhannesson, fulltrúi Frceðslumálastjóra: Djarfyrt mjög. Kjartan Ólafsson, bcejarfulltrúi i Hafnarfirði: Ég tel óviðeigandi og illa farið, að utanríkisráðherrann skyldi gera atburði þá, sem urðu við Alþingishús Islend- inga, er Atlantshafssáttmálinn var ræddur, að umræðu- efni á þennan hátt í Washington. Marteinn Björnsson, verkfrceðingur: Nokkuð barnaleg, en skiptii tæplega miklu máli. 2. Frumvarp Hanníbals Valdemarssonar um jafnrétti karla og kvenna? Á. Þ.: í fáfræði minni hélt ég að konur hefðu sama rétt og karlar í sumu því, er fram er tekið í frumvarpinu, t .d. pólitískt jafnrétti. 1 3. gr. er kveðið á um jafnrétti kon- unnar innan fjölskyldulífsins. Mörgum eiginmanninum mun e. t. v. finnast meiri þörf á að tryggja með lögum rétt sinn en konunnar innan fjölskyldunnar. En sleppum öllu gamni. Höfuðtilgangur frumvarpsins er sá að tryggja konum jafnt sem körlum sömu laun fyrir sama starf. Það er réttlætismál, sem naumast verð- ur með rökum móti mælt. í kennarastéttinni njóta kon- ur sömu launa og karlar. Hefur ekki annað heyrzt en það væri sjálfsagt. B. S.: Réttmætt spor í átt til jafnréttis í launamálum, skatta- málum (óháðir skattþegnar, þó að gift séu) og til aukins sjálfsmats kvenna. Taka vil ég annars fram, að í margar starfsgreinar eiga konur ekki erindi nema fáeinar, sem óvanalegar kunna að vera að eðlisfari, og til eru greinar, sem henta sýnilega verr körlum en konum. En ekki má fyrir það halla á friðsamari helming mannkynsins. F. O.: Ég lít svo á að frumvarp þetta sé sanngirnis- og réttlæt- ismál. Er í rauninni stórfurðulegt hve lengi hefur dreg- ist að löggjafinn viðurkenndi jafnan rétt kvenna og karla, og þó i sjálfu sér undarlegra að konurnar skuli ekki fyrir löngu hafa knúið slíka réttarbót fram, svo mikil áhrif sem þær löngum hafa á vesalings karlmenn- ina. Gæti manni því dottið í hug að þær kunni betur ofríki karlanna, en þær vilja viðurkenna. G. C.: í fáfræði minni hélt ég, að ekki væri þörf á slíku frum- varpi. Maður getur varla verið þekktur fyrir annað en 104 SYRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.