Syrpa - 01.05.1949, Síða 35

Syrpa - 01.05.1949, Síða 35
3. (Afskipti Ferðaskrifstofu rikisins af ferðunum.) Á. Þ.: Afskipti ferðaskrifstofunnar af þessum málum virðast mér ekki óeðlileg. Hennar hlutverk er m. a. að láta flytja fólk þangað, er það óskar. Auk þess hefur ferða- skrifstofan afgreiðslu fjölda bifreiða. Hún leitast eðli- lega við að útvega eigendum þeirra þá atvinnu, sem unnt er hverju sinni. B. S.: Þarflaus afskipti. G. C.: Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. I. J.: Ekkert athugavert. Við íslendingar förum langar leiðir til þess að sjá ómerkari staði en Keflavíkurkaupstað, Keflavikurflugvöll og Keflavíkurgistihúsið nýja. — En hitt er vitanlegt, að við verðum alltaf og alls staðar að bera kinnroða fyrir þá, sem ekki kunna neina umgengn- ismenningu. \ 7. Fullyrðingar dagblaðanna um það, að þau frú Aðal- björg Sigurðardóttir, Einar Olafur Sveinsson, prófess- or, Gylfi Þ. Gíslason, próíessor, Klemens Tryggvason, hagfræðingur, Hallgrímur Jónasson, yfirkennari, Pálmi Hannesson, rektor, frú Sigríður Eiríksdóttir og Sigur- björn Einarsson, dósent, hafi 1. verið andvíg stofnun hins íslenzka lýðveldis? 2. átt sök á grjótkasti á Alþingishúsið hinn 30. marz? B. S.: 1. og 2. Hvort tveggja er meiri rangfærsla en svo, að ritstjórnir þessara blaða, sem eru þar hvor í samsæri við aðra, geri þetta af vanþekkingu. Tilgangur blekkinganna er að gera mönnum, sem lítt hafa fylgt flokkslínum, ólíft án þess að leita skjóls einhverra flokkanna og sam- lagast þeim. Ásökunin er glöggt dæmi stjórnmálaspill- ingar. F. O.: 1. Fjarstæða og vísvitandi blekkingar, svo að ekki sé fast- ara að orði kveðið. Þessir einstaklingar beittu hins vegar mjög eindregið áhrifum sínum til þess að við gæturn skilið við Dani með fullri sæmd. Fengu þeir nokkru áorkað í því efni og mátti segja að væri viðhlítandi. Hefði okkur þó sannarlega verið hollara að fylgja ráðum þessara manna, og ýmissa annarra, er vildu að endir samskipta okkar við Dani væri „bróðurlegt orð". 2. Þeir sem báru höfuðábyrgðina á grjótkastinu við Alþingishúsið voru ekki þessir menn, sem um ræðir í spurningunni, enda munu þeir vanir að rökræða á ann- an hátt. Þeir sem báru ábyrgðina fyrst og fremst voru •þeir, sem kölluðu borgarana saman, að því er virðist til þess eins að gefa mönnum kost á að kynnast hernaðar- aðgerðum í smáum stíl, til þess eins og að undirstrika inngöngu í hernaðarbandalag. Varla gátu þessir vísu herforingjar búizt við því að borgararnir, jafnvel þótt þeir væru titlaðir friðsamir, létu berja sig eins og harð- fisk og baða sig í táragasi án þess að hreyfa hönd eða fót til varnar. Annars mun þetta vera í fyrsta skipti sem her er boðið út til þess eins að foringjarnir berji sína eigin hermenn. F J.: 1. Ósannar og óviðeigandi. Hver borgari frjáls ríkis á að hafa rétt til þess að halda fram skoðunum sínum, án þess að eiga það á hættu að verða fyrir pólitisku skítkasti — svo fremi að hann flytji mál sitt prúðmannlega. 2. Óréttmætar. M. B.: 1. Var ekki staddur hérlendis, er þau mál voru rædd og hafði enga möguleika til að fylgjast með þeim. 2. Fram mun komin á Alþingi tillaga þess efnis, að rann- sakað verði, hverjir þar áttu hlut að máli. Eg álít að af- greiðsla þessa máls skýri það betur en skoðanir einstakra manna og því rétt að bíða þeirra úrslita. Á. Þ.: Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt frá þessu fólki, er bent geti til þess, að það hafi verið á móti lýðveldisstofnun- inni. Ég tel það líka manna ólíklegast til að standa gegn auknu sjálfstæði og frelsi þjóðinni til handa. Fullyrðingar einstakra manna og blaða, að þetta sama fólk hafi átt sök á óeirðunum 30. marz, eru auðvitað settar fram gegn betri vitund. Það moldviðri ásakana og ósanninda, sem þyrlað hefur verið upp í þessu máli, hefur augsýnilega átt að draga athygli almennings frá þeim mönnum, er einkum ber að svara hér til saka. G. C.: Vegna persónulegra kynna minna af flestu þessu fólki og opinbers málflutnings þeirra allra, veit ég að þetta er fjarstæða. K. Ó.: Fátt er fjarstæðara en sú fullyrðing, að þetta ágæta fólk hafi verið á móti stofnun hins fslenzka lýðveldis. Hitt er satt, að það vildi, að sambandsslitin og lýðveldisstofn- unin færi fram að réttum lögum og með fullum virðu- leik og gengur þá margt orðið andhælis, ef slíkt er talið ámælisvert. Hina fullyrðinguna, að fólk þetta hafi átt sök á grjótkasti á Alþingishúsið 30. marz ætla ég engu síður fjarstæðu en þá fyrri. Þetta fólk túlkaði skoðanir sínar á Atlantshafssáttmálanum með einurð og festu, en sá ætti að vera réttur allra um hvaða mál sem er í þjóð- félagi, sem vill kenna sig við lýðræði, án þess að fólk væri af þeim ástæðum sakað um óhæfuverk. Ég var ekki nærstaddur þegar aðaltíðindin gerðust við Alþingishúsið 30. marz og get því ekki um þau dæmt af eigin sjón og raun. Af blaðadeilum um téða atburði verður fátt dreg- ið til réttrar niðurstöðu, enda mun hér sem oftar sann- ast hið fornkveðna, að „slíkt er eigi á eina lund rétt“. Hins vegar mun nú standa yfir lögreglurannsókn í mál- um þessum og tel ég allar sakfellingar vægast sagt óvið- eigandi fyrr en rannsókn er að fullu lokið, enda þótt slíkar sakfellingar séu nú mikill siður hjá bæjarstjórn- um, sýslunefndum og sveitar stjórnum, sem hver af ann- arri hafa talið sig þess umkomnar að benda á sökudólg- ana. — En ef svo giftusamlega kynni að takast, að mál þessi yrðu fullkomlega upplýst af réttsýnum og röggsöm- um yfirvöldum, þá er skylt að hafa það, sem sannast reynist. 8. Þingsályktunartillaga Sigurðar Kristjánssonar og Hall- gríms Benediktssonar um 1. afnám ríkisfyrirtækja? 2. lælckun á framlögum til almannatrygginga? 3. styttingu skólaskyldunnar um 2 ár? S YRPA 107

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.