Syrpa - 01.05.1949, Page 36

Syrpa - 01.05.1949, Page 36
B. S.: Það er heiðarlegt við suma þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, að þeir hafa víst ekkert lært og engu gleymt á mannsaldrinum, sem liðinn er, síðan „íhaldið" samein- aðist úr flokksbrotum þeim, sem vissu ekki lengur, hvort skárra væri að fljóta langsum eða þversum í straumi tímans. Afturkastið eftir fyrra heimsstríð var notað til að festa í sessi allstrangan Ihaldsflokk (sem þorði ekki lengi að kalla sig réttnefni). Nú á að reyna, hvort ekki megi skapa svipað afturkast eftir strxð og með sama ár- angri fyrir afturhaldið í landinu. F. Ó.: Þál. sýnir á einfaldan og auðskildan hátt fjandskap ihaldsins við allar félagsmálaumbætur í landinu. Sann- ast því enn regla Tryggva heitins Þórhallssonar að „allt er betra en íhaldið" í þeim efnum. G. C.: Afturhaldið hefur alltaf átt sína fulltrúa. Þarna á það góða fulltrúa. K. Ó.: Ég er yfirleitt andvígur flestu af þvi, sem lagt er til í þessari þingsályktunartillögu um afnám ríkisfyrirtækja. — Því fer mjög fjarri, að nokkurt vit sé í að lækka fram- lög til almannatrygginga. Þessar tryggingar er þjóðar- nauðsyn að auka og efla og búa sem bezt að þeim á allan hátt. — Athugun á styttri skólaskyldu er ekki tíma- bær, fyrr en meiri reynsla hefur fengizt þar að lútandi en nú er fyrir hendi. 1. (Ajnám rikisfyrirtœkja.) Á. Þ.: Rekstur sumra þeirra fyrirtækja, er getið er í ályktun þingmannanna, hefur verið svo bágborinn, að mér finnst ekki vonum fyrr, þótt lagt sé til að fela öðrum rekstur þeirra, fyrst ríkisstjórnin hefur gefizt upp við að láta reka þau haganlegar. I. J.: Athyglisverð. M. B.: Ég álít að sem ríkisfyrirtæki eigi að reka allt það, er snertir almenning sem heild, svo sem póst- og farþega- flutning á landi og með ströndum fram og vörudreifingu á smáhafnir, svo og hverja þá drift, sem nauðsynleg er þjóðarheildinni, og eitt eða tvö fyrirtæki eru nóg og því ekki möguleiki á heilbrigðri samkeppni. Svo og hverja þá drift, sem gagnleg kynni að verða þjóðarheildinni, en einstaklingar hafa ekki skipt sér af eða rekið á óheil- brigðum grundvelli. Þó ber þess að gæta, að þessi fyrir- tæki séu eins fá og mögulegt er og undir sömu stjórn tekið allt það, er á samleið. 2. (Lækkun á framlögum til almannatrygginga.) Á. Þ.: Tryggingarlöggjöfin er án efa einhver merkasta löggjöf okkar íslendinga og þjóðinni til verðugs sóma. Ég tel því, að ekki megi gera neinar þær ráðstafanir, er dragi úr nytsemi þessarar löggjafar. En þörf mun vera á að sníða af henni nokkra agnúa. I. J.: Ekki réttmæt. M. B.: Öfug þróun. 3. (Stytting skólaskyldunnar um 2 ár.) Á. Þ.: Með fræðslulöggjöfinni nýju, er samþykkt var á Alþingi 1946, var skólaskyldan lengd um eitt ár. Um leið er svo kveðið á í lögunum, að aukin verði verkleg kennsla stór- lega frá því, sem áður var. Nú er aðeins byrjað að þreifa fyrir sér um framkvæmd þessara laga, enda svo ráð fyrir gert, að þau komi til framkvæmda á mörgum árum. Ég tel því óráð að breyta ákvæðinu um skólaskylduna fyrr en séð er, hvernig til tekst um framkvæmd laganna, svo að ekki sé minnzt á það, sem í tillögu S. Kr. og H. B. felst, að lækka skólaskylduna um eitt ár frá því, sem verið hefur í tugi ára. Mig furðar á því, að sömu menn- irnir, sem 1946 samþykktu að lengja skólaskylduna um eitt ár, skuli nú leggja til að stytta hana um tvö ár, þ. e. unglingarnir hverfi frá skyldunámi ári yngri en verið hefur síðan 1907. I. J.: Fráleit. M. B.: Samþykkur, ef urnrædd tvö ár eru tekin framan af skóla- skyldualdrinum, þar eð vafasamt verður að telja að börn hafi náð svo snemma nægilegum líkamlegum þroska til þess að þau bíði ekki skaða af skólasetu. 9. íslendingum er úthlutað svo hárri upphæð Marshall- lánsins, að aðeins tvö ríki haía fengið meira, miðað við tölu landsbúa, og er gjöfin írá þvi í marz þó ekki talin með. — Teljið þér þetta eðlilegt? Á. Þ.: Svar við þessu hlýtur að fara mjög eftir því, við hvað er miðað. Sé miðað við fjárhag ríkisins í stríðslok og gjald- eyrisinnstæðu þjóðarinnar þá og árlega gjaldeyrisöflun síðan, verður þetta að teljast í meira lagi óeðlilegt — reyndar óhugsandi. Sé hins vegar miðað við þá stjórn viðskipta og fjármála, er við höfum haft við að búa um alllangt skeið, ber líklega ekki að undrast, að íslending- ar séu þegar orðnir ölmusuþegar í ríkari mæli en nokkrir aðrir. Er lxklegt að vænta megi frekara fram- halds þess, ef svo fram vindur, er nú horfir. B. S.: Úthlutun Marshallfjár fer alveg eftir bandarískum sjón- armiðum, og upphæðin til íslendinga hlýtur að vera réttmæt samkvæmt amerískunx skoðunum. Markmiðið virðist vera að tryggja hluti, sem eru harla mikilvægir frá ameríska sjónarmiðinu. F. Ó.: Þessari spurningu verður ekki svarað í stuttu máli, geri ég það kannske síðar ef tækifæri gefst. Ég get þó sagt það strax, að ég álít ekki neitt við það að athuga þó að íslendingar taki lán erlendis til þess að byggja upp at- vinnulíf sitt; franxtíð þjóðarinnar veltur á því að unnt sé að halda uppi öruggu atvinnulífi og að framleiðsla þjóðarinnar aukist. Hitt er svo annað mál, að sitthvað mætti segja um stjórn og rekstur ýmissa þeirra atvinnu- tækja, sem keypt hafa verið fyrir erlent lánsfé og betur hefði mátt um það búa að þessi tæki yrðu efnaleg lyfti- stöng fyrir almenning. Ýmsum finnst og að brýna nauð- syn hafi ekki borið til þess að kaupa Rotationspressu handa Morgunblaðinu fyrir lánaða dali, en sagt er að slíkt hafi átt sér stað. G. C.: Frá sjónarmiði Bandaríkjanna er þetta að sjálfsögðu ofur eðlilegt. Það ber að launa, sem vel er gert. Hins vegar tel ég meðferð flestra dagblaðanna á fréttinni bera vott 108 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.