Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 37

Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 37
uni vanmat á dómgreind lesendanna. Menn hælast ekki um af sinni eigin niðurlægingu. I. J.: Óviðfelldið — að ekki sé nreira sagt. K. Ó.: Ég tel það rnjög óeðlilegt. M. B.: Já, mjög svo eðlilegt, þar eð tillag okkar íslendinga til varnarrpála Mar^hall-svæðisins er margfalt meira, miðað við tölu landsbúa, en nokkurrar annarrar af þessurn þjóðunr. Hafið þér séð eða heyrt eitthvað af hinu eftirtalda — og hvað viljið þér þá um það segja? Hljómleika Rieflings. Symfoníuhljómleika Tónlistarfélagsins. Málverkasýningar Gu,ðmundar Einarssonar og Svavars Guðnasonar. Heklukvikmyndirnar. Kviknrynd Slysavarnarfélagsins af björguninni við Látrabjarg. Leikfélag Reykjavíkur: Draugaskipið. Útvarpsleikritin: Sartre: I nafni velsæmisins. Faust á kvöldvöku háskólastúdenta. Við þessum spurningum barst aðeins eitt svar: M. B.: Mörg málverk Guðmundar Einarssonar standa í fremstu röð, en sum virðast ókláruð. — Málvcrk Svavars Guðna- sonar virðast standa á sama þroskastigi og teikningar 8—12 ára barna, en tæplega þó hvað hugmyndaflug snertir. En meðferð lita nokkuð betri. Ejtirfarandi svör urðu útundan i siðasta blaði sökum rúm- leysis. — Spurt var um: Leiksýningarnar: Galdra-Loft. Glatt á hjalla. Meðan við bíð- um. Gasljós. Sýningu Kjarvals. Skopmyndasýninguna. Kvik- mynd Stangaveiðifélagsins. Kvikmynd Chaplins: M. Verdoux. Hljómleika Skagfieldshjónanna, Arna Kristjánssonar, Lanzky- Otto, Svövu Einarsdóttur. Emil Björnsson, cand. theol.: Ég hef séð tvær af þessum leiksýningum og sýningu Kjarvals og skopmyndasýninguna. Þó ég sé hreint eng- inn leikdómari, þá er mér óhætt að segja, að fólk mat áreiðanlega að verðleikum nýju uppfærsluna á .Galdra-Lofti í vetur og nýja og unga leikendur, sem fengu að spreyta sig í aðalhlutverkunum. — Skop- myndir Halldórs Péturssonar vöktu óskipta athygli, Ef ég segi, að mér hafi ekkert þótt varið í sýningu Kjarvals, þá er ég auðvitað hreinn heinasni, ef ég segi að mér hafi þótt hún góð, þá er það siðferðilegt hugtak og heimskulegt og „banalt", ef ég segi að hún hafi verið al- veg dásamleg, þá segi ég það aðeins til að látast vera hrifinn eins og aðrir, og það er glott út í annað munn- vikið að hrifningu minni. En ef ég skrifaði langa ritgerð um sýninguna, hrósaði einu mátulega, fyndi að öðru með „rökum", sem enginn skildi, bæri hönd fyrir auga, stigi nokkur skref aftur á bak, siðan til hliðar og drægi annað augað 1 pung en lygndi hinu aftur til hálfs, — ef ég gerði þetta allt á táknræna vísu í greininni minni og greinin væri jafndularfull og Kjarval sjálfur væri að skrifa um hval, — ja þá held ég að það væri bara gott, já alveg ágætt, hreinasta afbragð. Nýr listdónrari risinn upp á meðal vorl En ég hef því miður ekki tíma til að skrifa þessa grein að sinni. Og ég hef ekkert sagt. Magnus Asgeirsson, skáld: Sýning Kjarvals var að mínum dómi með miklum meist- arabrag, fögur og fjölbreytt. Stærsta myndin, „Sólbað og þrældómur", hreif mig þó ekki, enda fannst mér hún ókjarvölsk nreð öllu. Gasljós er vel gerður reyfari og prýðilega leikinn. M. Verdoux er líklega ein hin snilldar- legasta ádeilukvikmynd, sem gerð hefur verið. Pálmi Hannesson, rektor: Söngur Skagfieldshjónanna þótti mér nrjög góður. — Sýningu Kjarvals tel ég stórmerkasta viðburð í menn- ingarlífi bæjarins. — Ég hafði gaman af ýmsunr nryndunr á skopnryndasýningunni, ekki sízt myndinni af sjálfum mér. — Kvikmynd Stangaveiðifélagsins er yfirleitt prýði- lega gerð, enda þótt sumt mætti þar betur fara. — M. Verdoux er bezta kvikmynd, sem ég hef lengi séð, skopið er létt og góðlátlegt, en ádeilan þung. Valborg Sigurðardóttir, uppeldisfrœðingur: Sérstaklega ánægjulegt og nýstárlegt þótti mér að sjá svo marga unga og efnilega nýliða í senn á leiksviðinu i Iðnó. Leikur Gunnars Eyjólfssonar í hlutverki Galdra- Lofts var með ágætum. — „Meðan við bíðum" er óvenju- legt leikrit og unr marga hluti mjög merkilegt. Leikrit- inu var gert góð skil, einkum af hálfu Indriða Waage. — Sýning Kjarvals mun vera nrerkasta sýning hans frá afmælissýningunni 1935 að telja. Áskrifendur SYRPU út um land mega nú í næsta mánuði búast við póstkröfu fyrir árgjaldinu og eru vinsamlega beðnir um að greiða upp- hæðina eins fljótt og unnt er. Vegna þess, að pappírsskortur stöðvaði útgáfu blaðsins í marga nránuði árið 1947, var jafn- gildi 1. árgangs ekki lokið fyrr en með 4. hefti 1948. Andvirði 2. árgangs er því talið frá 5. hefti 1948. Vonandi verður hægt að kippa þessu í lag á þessu ári, þannig að árgangurinn fylgi almanaksárinu. Þeir, senr óska að greiða árgjaldið í tvennu lagi, eru lreðnir unr að senda afgreiðslunni fyrri hlutann senr allra fyrst, áður en kröfurnar verða sendar út. S YRPA 109

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.