Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 40

Syrpa - 01.05.1949, Qupperneq 40
LÁRÉTT: 1. Ruddavald. 5. Stingur. 7. Ófrjáls þegn. 8. Klaustursbúann. 9. Hnífa. 10. Fánalitur. 12. Líffæri. 14. Muni. 15. Táknanna. 17. Heiður. 19. Gripdeild. 20. Byggðum. LÓÐRÉTT: 1. Skordýr. 2. Fjötraður. 3. Fiskur. 4. Fjær dyrum. 5. Tala. 6. Illa bætt. 9. Kukl. 11. ískyggilegt. 13. Ekki þessi. 14. Rusti. 16. Dagstund. 18. Bágborin. RÁÐNING á krossgátunni í síðasta hefti: LÁRÉTT: 1. Betlara. 5. Örn. 7. Róa. 8. Erindið. 9. Negla. 10. Nálæg. 12. Murka. 14. Ganga. 15. Ljósgul. 17. Rúm. 19. Nói. 20. Róm- aðar. LÓÐRÉTT: 1. Bur. 2. Tjargar. 3. Aþena. 4. Alinn 5. Öld. 6. Náðugra. 9. Nýmælin. 11. Landráð. 13. Alger. 14. Gælum. 16. Óli. 18. Már. Lausn á skákdæmi nr. 12. 1. Ha7+ 2. Rb5+ 3. Rc7|. KANNTU AÐ LESA í LÓFA? (Framhald.) Stundum dofna einhverjar línurnar eða hverfa nálega, stund- um koma fram nýjar línur, og til slíkra breytinga liggja ætíð gildar ástæður. Þetta hefur oft verið túlkað sem fyrirboði að- steðjandi hættu eða happs, sem i vændum væri, en algengast er að lxta á það sem vott um breytingar á lundarfarinu, er einstaklingurinn getur sjálfur ákveðið hvort hann vill þroska með sér eða uppræta. Ef lófinn er alþakinn smágerðum línum, sem liggja í allar áttir, bendir það til dapurlyndis og taukaveiklunar á háu stigi. Keðjumynduð lína er ekki góðs viti. Brotin lína bendir til ósigurs. Ef lína greinist upp á við, ber það vott um styrkleika, en liggi greinar hennar niður á við, táknar það hið gagnstæða. Hœgri hönd og vinstri Lófarnir eru mjög ólíkir, bæði að því er línurnar snertir og afstöðuna milli þeirra. Vinstri lófinn gefur til kynna arfgeng- ar hneigðir einstaklingsins, metnað hans, óskir og ótta; jafn- framt sýnir hxin hæfileika hans og sérkenni, en hægri lófinn sker úr um það, hvernig úr þessurn eiginleikum hefur rætzt. Hann sýnir þróun skapgerðarinnar, hvort hún hefur orðið meiri eða minni en efni stóðu til, hvort hinir arfgengu hæfi- leikar hafa þroskast eða rýrnað, heilsufarið orðið betra eða lakara en línur vinstri lófans bentu til. Hægri lófinn gefur einnig hugmynd um það, hvað framtíðin ber í skauti sér. Liflínan Lína þessi sveigist utan um þumalfingurvöðvann og af henni má ráða maigt, er við kemur heilsufari og langlífi. í vinstri lófa segir hún til um meðfædda líkamsbyggingu og mótstöðu- afl gegn sjúkdómum eða tilhneigingu til vanheilsu. Og í hægri lófanum ber hún merki afstaðinna vanheilinda eða sjúkdóma, sem í vændum kunna að vera. Líflínan á að vera löng, hrein og ótrufluð. Þá táknar hún hreysti, fjör og langlífi. Nauðsyn- legt er að bera líflínur beggja lófa gaumgæfilega saman til þess að nokkru sé hægt um heilsufarið að spá. Ef línan er greinilega slitin á sama stað í báðum lófum, þá bendir það til vanheilsu; þó þarf þetta ekki ætíð að verða svo, því að hugsanlegt er að komist verði hjá veikindum með því að gæta varúðar á því tímabili æfinnar, er línan slitnar, og verður hún þá heil aftur eða önnur myndast jafnhliða henni. Stutt líflína þarf ekki að tákna skammlífi; oft gefur hún aðeins í skyn, að nauðsyn beri til að gæta heilsunnar sérstak- lega vel á vissum aldri; ef áherzla er þá lögð á að styrkja líkamann og efla viðnám hans gegn sjúkdómum, kann hættan að líða hjá, og lengist þá líflínan smátt og smátt. Gleggsta merkið um yfirvofandi dauðdaga er það, ef allar meginlínurn- ar enda á sama aldursskeiði, en tíma og aldur er auðvelt að finna með því að skipta líflínunni í sjö ára tímabil eins og sýnt er á myndinni. Ef lxflínan er margslitin, táknar það veikl- un og deyfð. Mjög breið líflína bendir til þess, að vöðvaaflið sé meira en viljaþrekið. Djúp, skýr og grönn líflína ber hins- vegar vott um seiglu og þrautseigju þótt á inóti blási. (Framhald.) 112 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.