Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 18

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 18
ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Gógó Starr, hún/hann, tuttugu og eitthvað. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að það væri valmöguleiki að vinna í fullu starfi sem dragdrottning. Hverjum datt það í hug? Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Elliheimilið? Afsakið mig, ég verð að játa að ég er alveg núll búin að pæla í því. Ég verð ung að eilífu, takk fyrir. En svona fyrst þú spyrð þá hugsa ég að þar þurfi að vera gott svið fyrir reglulegar skemmtanir og sýningar og ég vil vera umkringd öðru hinsegin fólki – straight liðið má halda sér einhvers staðar annars staðar. Það væri líka mjög nett ef þetta elliheimili væri á skemmtiferðaskipi eða eitthvað álíka flippað. Og að sjálfsögðu þarf fordómalaust og vel frætt starfsfólk – það er soldið möst. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Ég reyni að koma hinsegin list á stærri vettvang og vinn stöðugt að því að ungt fólk sem hefur áhuga á dragi hafi svið til að koma fram á og senu til að taka þátt í. eða kynvitundar. Öll frestunartímabil þurfa að vera innan marka og réttlætanleg. Þetta á einnig við þegar heilbrigðisyfirvöld tryggja að: - Ákvarðanir um tímatakmarkanir séu teknar á einstaklingsgrundvelli og byggðar á áhættumati tengdu kynhegðun almennt en ekki kynhneigð eða kynvitund. - Kynferðisleg saga þess sem gefur blóð er meðhöndluð án fordóma. - Skjöl og gögn séu ekki notuð til að mismuna körlum sem hafa mök með körlum eða trans fólki. Á Íslandi er mjög skýrt bann við því að karlmaður sem hefur haft mök við annan karlmann megi gefa blóð. Eins ef einhver hefur sofið hjá karlmanni sem hefur haft mök við annan karlmann, þá má sá aðili heldur ekki gefa blóð. Samtökin ’78 hafa tekið afstöðu í málinu og aðalfundur samþykkti ályktun en þar segir m.a.: Aðalfundur Samtakanna ´78 beinir því til stjórnvalda, heilbrigðisráðherra og Blóðbankans að aflétta þeirri hrópandi mismunun sem felst í því að meina karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, t.a.m. hommum, tví- og pankynhneigðum körlum, að gefa blóð. Samkvæmt núgildandi reglum Blóðbankans má ekki undir neinum kringumstæðum gefa blóð ef maður er karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn, eða ef rekkjunautur er karlmaður sem hefur sofið hjá karlmanni. Hér er ekki á neinn hátt tekið tillit til kynhegðunar að öðru leyti. Í reglum Blóðbankans felast því gamalgrónir fordómar þar sem kynlíf hinsegin karla er flokkað sem áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Í vefkönnun Samtakanna ´78, sem framkvæmd var haustið 2020, kemur skýrt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra 140 einstaklinga sem tóku þátt í könnuninni telja að hverfa þurfi frá þessum úreltu reglum sem viðhalda fordómum gagnvart þeim einstaklingum sem flokkast undir MSM. Eðlilegast væri að skima alla blóðgjafa fyrir áhættuhegðun í kynlífi. Mikill meirihluti svarenda taldi hugmyndir um að krefja hinsegin karla um ákveðinn skírlífistíma fyrir blóðgjöf niðurlægjandi. Lög um hatursglæpi og hatur Til að uppfylla skilyrði ILGA-Europe þarf að vera skýrt í lögum að glæpir gegn hinsegin fólki séu hatursglæpir og að möguleiki sé á refsiþyngingu vegna þeirra. Á Íslandi er engin skilgreining á hatursglæpum og ekkert í lögum sem fjallar sérstaklega um hatursglæpi. Í skýrslu ríkislögreglustjóra frá 2008 segir m.a.: „Lög er fjalla um hatursglæpi geta verið mismunandi en talið er að hægt sé að setja þau í þrjá flokka. Í fyrsta lagi má nefna lög við broti sem þegar eru við lýði, ef það brot er framið þar sem fórnarlambi er mismunað fellur brotið undir aðra grein í lögunum. Þessi aðferð er ekki algeng en segja má að með breytingum á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, árið 1973 hafi íslensk stjórnvöld notast við fyrrgreinda aðferð. Árið 1973 var með lögum nr. 96/1973, um breytingu á almennum hegningarlögum, bætt inn 233. gr. a sem tekur sérstaklega á mismunun. Algengasta aðferð ríkja er að hafa t.a.m. klausu í grein um líkamsárásir þar sem heimilað er að þyngja dóm þegar sannað er að fórnarlambi hafi verið mismunað. Ýmis vandkvæði fylgja þessari aðferð, m.a. getur verið erfitt að greina hversu oft dómari hefur ákveðið að þyngja dóm yfir sakborningi eftir aðildarríkjum. Þriðja leiðin er að ríki hafi lög um hatursglæpi en geri engar breytingar á hegningarlögunum.“ Í almennum hegningarlögum er átta sinnum minnst á „þyngingu refsingar“ en í þeim tilfellum er ekkert sem viðkemur hinsegin fólki eða þeim mismununarbreytum sem unnið er eftir. Almenn lög er varða hinsegin fólk og alþjóðlega vernd Í raun er þessi punktur sá einfaldasti, eina krafan sem er sett fram af ILGA-Europe er að í lögum um alþjóðlega vernd, útlendingalögum í okkar tilfelli, sé minnst á mismununarbreyturnar kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni og þá í þeim tilgangi að einstaklingurinn eigi að fá frekari vernd vegna þeirra. Á Íslandi er hinsegin fólk ekki á meðal þeirra hópa sem nefndir eru undir liðnum „Einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu“. Þrátt fyrir að finna megi lögskýringargögn sem tæpa á þessum breytum þá náðu þær ekki fram að ganga og enduðu ekki í lögum. Vegna þessa þá uppfyllir Ísland engin skilyrði fyrir þessa kröfu. Eins og hér má lesa þá er nóg eftir í baráttu hinsegin fólks. Við í Samtökunum ’78 munum aldrei hætta baráttunni. Þú getur lagt okkur lið með því að gerast Regnbogavinur eða skrá þig sem sjálfboðaliða. Ég hvet þig til að skoða heimasíðuna okkar, en þar er margt gagnlegt og skemmtilegt. Höldum áfram, öll sem eitt! 18

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.