Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Blaðsíða 21

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Blaðsíða 21
child. Eða þú veist, ég bjó ekki eitthvað ratchet en það bara er eitthvað ratchet við Voginn. Ég fór einmitt í Rimahverfið um daginn og bara PTSD skilurðu! Af því ég var alveg vandræðaunglingur, þú veist, mér fannst ég vera æði. Always with the spotlight on me! Hvernig hefur ferill þinn þróast? Það var bara dálítið fyndið, ég átti ekkert að vera í Æði en svo beilaði Binni (Glee) og Patti (Patrekur Jaime) hringdi í mig og bað mig um að koma og þá voru allir bara „ohh hann er alveg æði“ þannig að þeir bættu mér bara meira inn í þættina. Var það alltaf draumurinn að verða frægur? Já klárt, mig langaði aðallega að gera einhverja list og annaðhvort leika eða syngja, ég var bara all for it. Ég tók alltaf þátt í Rímnaflæði og öllum svona söngvakeppnum og úff, I can't sing sko. Hvernig vildi það til að þú fórst út í tónlist? Eftir að ég sá Nicki Minaj í fyrsta skiptið í kringum 2009 þá bara úff... þetta er það sem ég vil gera, ég elska hana. Ég hlusta ekki á neina aðra tónlist en Nicki. Nýja lagið þitt náði miklum vinsældum um leið og það var gefið út, var það eitthvað sem þú bjóst við? Ég átti von á að það myndi fá einhverja smá athygli en ekki svona mikið, svo bara púff púff og núna eru fjórir mánuðir síðan ég gaf þetta út og það er geðveikt skrítið að labba inn í Hagkaup og það eru allir bara „úff Bassi Maraj“. Ég fer ekki inn í Hagkaup lengur af því ég er svo hræddur við goons og það er svo mikið af goons í Hagkaup. Hvernig fannst þér að vera beðinn um að semja lag Hinsegin daga í ár? Úff, mér fannst ég verða accepted in the gay community, en ég hef ekki verið on good terms with the gay community, hommar á Íslandi hafa verið að beef-a. Ég er all for everybody en hingað til hafa hommarnir verið að reyna að rakka okkur strákana í Æði niður. Hvernig gekk að semja lagið? Það var alveg pínu áskorun, líka af því ég mátti ekki blóta og það er alveg erfitt. Ég elska að blóta. En það gekk bara vel, ég var bara í stúdíóinu með Martini [framleiðandi] og við vorum bara að hafa gaman. Mig langaði að gera lag sem allir geta dansað við af því að það er eitthvað svo gay að dansa. Um hvað er lagið? Það er bara um að fólk geti ekki breytt mér, ég er eins og ég er. Ég er alltaf að fara að vita að ég er æði, sama hvað gerist. Er textinn að einhverju leyti saminn til þeirra sem eru ungir og að finna sig? Jú það er alveg svolítið þannig. Ég málaði mig alveg þegar ég var yngri og þegar ég var í búðum og þannig þá átti ég það til að fela löngu neglurnar mínar, af því ég skammaðist mín alveg lengi fyrir að vera hommi. Það var ekki fyrr en í fyrra sem ég hugsaði bara æjj úff fuck it! Af því mér hefur alltaf fundist ég vera æði, en það hefur alltaf verið eitthvað svona in the back of my head. Hver er innblásturinn á bak við textann? Low-key að dissa straight fólk. Ég er bara: ehh úff krakki, horfðu á mig ég er fly, hvað ert þú? Þú ert bara eitthvað basic bitch. Eða fattarðu mig, sérstaklega straight menn og þá er ég ekki að tala um alla straight menn, meira svona fótboltastráka goons, þeir fríka mig út. Finnst þér mikilvægt að koma hinseginleika á framfæri með tónlistinni þinni? Já og líka þú veist, það er enginn gay rapper á Íslandi og við erum low-key að brjóta múra, við Æði strákarnir, við gerðum fyrsta gay reality TV og ég er fyrsti gay rapper. Að lokum? Ég er æði og ég er alltaf að ljúga að öllum að ég sé 165 sentimetrar af því að mig langar að vera pínulítið krútt. Orðskýringar: Vogurinn – Grafarvogur Ratchet – óbeislað og hrátt PTSD – Áfallastreituröskun Goons – oft notað um ógnandi aðila Beef-a – að takast á Low-key – lúmskt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.