Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 46

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 46
L jóðasam keppni H insegin daga Ljóðasamkeppni Hinsegin daga var fyrst haldin árið 2016 á Hýrum húslestrum og verður þetta því í sjötta sinn sem keppnin er haldin. Markmið hennar var frá upphafi að gefa hinsegin skáldum öruggt rými til að deila verkum sínum með öðrum. Fyrsta árið vissum við ekki hvað við vorum að fara út í. Keppnin var öll hin glæsilegasta enda dómnefndin skipuð einvala liði, þeim Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Fríðu Ísberg og Viðari Eggertssyni. En ljóðin bárust og strax var ljóst að full ástæða væri til þess að endurtaka keppnina að ári og við það situr enn. Ljóðunum sem berast hefur fjölgað ár frá ári og í fyrra bárust yfir 60 ljóð. Frá upphafi hafa ljóðin borist nafnlaust til dómnefndar og ekkert verið gefið upp um nöfn vinningshafa fyrr en á Hýrum húslestrum. Heimsfaraldur setti svip sinn á Hinsegin daga árið 2020 eins og flest annað það ár. Vegna samkomutakmarkana þurfti að fella niður Hýra húslestra sem hefur frá upphafi verið vettvangur hinsegin ljóðasamkeppni. Það var síðan í júnílok á þessu ári að formaður dómnefndar 2020, Viðar Eggertsson, veitti verðlaunahöfunum viðurkenningu í Máli og menningu á Laugavegi. Hér á eftir birtast vinningsljóð ársins 2020 ásamt rökstuðningi dómnefndar. Við óskum þessum frábæru skáldum til hamingju með sigurinn. VERÐLAUNALJÓÐ HINSEGIN DAGA 2020 1. sæti: Himnesk Höfundur: Brynhildur Yrsa Valkyrja Umsögn dómnefndar Í vinningsljóðinu mætast furður og ást. Manneskja mætir náttúru í flæðarmáli og stígandi ljóðsins fellur eins og flóð og fjara. Myndmálið er sterkt og myndirnar stórar, sem dregur fram litbrigði án þess að verða um of. Eitt er allt og allt er eitt í fullkomnum samruna. Himnesk Með fjögur augu og tvöfaldar varir opnar þú arma þína á móti deginum. Andlit þitt í móðu og andardrátturinn svo grunnur að þú virðist vera af öðrum heimi. Tiplar tánum á fjörugrjótið, blæðandi hælar og brotin tá. Þú stendur móti fullu tungli og breiðir út vængina sem gerðir eru úr rifjagarði þínum. Rifin hefja þig til flugs, krepptar tærnar finna þyngdarpunktinn og blóðið úr hælum þínum blandast freyðandi sænum. Logandi kertin á himnafestingunni minna á kertafleytingu á gárandi tjörn og þú veist að myrkrið í huga þínum getur á einu augabragði tendrað loga í lófum sem þú svo berð upp að vitunum, andar að þér og tekur á móti eilífu lífi. Texti: B jarndís H elga Tóm asdóttir, hún, 39 ára

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.