Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 47

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 47
 2. sæti: Fjallkonan Höfundur: Þorbjörg Þorvaldsdóttir Umsögn dómnefndar Hér er íslenska fjallkonan hyllt á erótískan og kraftmikinn hátt. Stígandinn magnast í sterkum náttúrumyndum og sífelldum endurtekningum. Þetta er einmitt ljóðið sem vantaði um íslensku fjallkonuna. Fjallkonan Þú ert falleg Vil ég vera þú eða vil ég að þú gangir öll til eins og jörðin undir okkur Vil ég vera þú eða vil ég að vatn flæði niður hlíðarnar kvíslist yfir sanda og endi uppí mér á endanum Vil ég vera þú eða vil ég að þú sért sleip eins og steinarnir í flæðarmálinu Vil ég vera þú eða vil ég vera aldan sem skolast yfir þig, á þig yfir en samt undir þig bleyti þig Ég fletti upp um þig 3. sæti: Flosi játar Höfundur: Anton Helgi Jónsson Umsögn dómnefndar Endurvinnsla á sagnaarfi hefur oftsinnis skilað frjóum skáldskap. Hér er dreginn fram undirtexti Njálssögu á myndríkan og skemmtilegan hátt. Karlmennskuhugmyndir fyrri tíma mæta nútímanum í bland við vangaveltur ljóðmælandans sjálfs, svo úr verður frumlegur og fyndinn usli. Flosi játar Það er satt, sem sagt var. Við hittumst reglulega Svínafellsás og ég. Ég var vissulega karlmenni en varla nógu mikið hraustmenni gat ekki látist vera brúður nema níundu hverja nótt. Allt leyfðist í bræðralagsþögninni upphátt réði samt öllu um sæmd mína hvort ég hitti ásinn klæddur slæðum brúðar eða hertygjum brúðguma. Ég var karlmenni og óttaðist ekkert að fráteknum slæðunum þeirra vegna stytti ég gjarnan líftíma meintrar hetju. ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Hólmar Hólm, hann, 30 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar Dana International sigraði Eurovision – ég var ekki nema 7 ára en ég vissi að það væri líklega skynsamlegast að halda því fyrir mig hversu mjög mig langaði að vera eins töff og hún. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Hver sem þarf að lifa í felum en finnur þó styrkinn til þess að takast á við heiminn dag hvern. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Hinseginleikinn fylgir mér hvert sem ég fer en ég geri mitt besta til að tala fyrir auknum sýni- og fjölbreytileika á öllum vígstöðvum, bæði í lífi og starfi. 47

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.