Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 48
ÖRVIÐTAL
Nafn, fornafn, aldur?
Árni Grétar Jóhannsson, hann, 38 ára.
Hver er þín fyrsta hinsegin minning?
Sem ungur strákur var ég ægilega skotinn
í öllum Miami Vice sundfatamódelunum í
Freemans príslistanum sem amma mín var
dyggur áskrifandi að. Skildi samt alls ekkert
í því hvað var svona djúsí, hélt bara að ég
hefði svona ægilega góðan smekk fyrir
sundskýlum.
Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd?
Svo margar! En að öllum forverum okkar í
baráttunni ólöstuðum held ég að Þorvaldur
Kristins sé mitt „idol“. Hann reyndist mér
svo vel. Óþreytandi brunnur visku þegar ég
vann sem framkvæmdastjóri Samtakanna
‘78, svaraði alltaf í símann þegar mig rak í
rogastans. Læs á þróun senunnar. Svo vel
máli farinn að unun er að hlusta á og hafði
óendanlega þolinmæði fyrir spjalli um öll
þau verkefni sem mættu mér óhörðnuðum í
starfinu. Legend í lifanda lífi.
Hvað gleymdist að segja þér þegar þú
varst ungmenni?
Að þú átt þína líffræðilegu fjölskyldu þegar
þú fæðist. Þegar þú kemur út úr skápnum
eignastu aðra bónus-fjölskyldu sem er þín
hinsegin fjölskylda. Allt í einu er maður ríkari
en lífið sjálft, hommar og hækjur, lesbíur og
sjálf hinsegin flóran býður mann velkominn
í fangið og maður á hauk í hverju horni.
Ómetanlegt.
Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið?
Í flestum mötuneytum eru Nýmjólkur-
beljuvélar. Ég myndi vilja hafa hvítvínsbeljur í
staðinn og nóg af hressu liði úr allri flórunni,
hinsegin fólk og bandafólk að jöfnu. Stolt
alla daga og rýmið býður upp á frelsi
einstaklingsins til að vera hán sjálft alla daga!
Hvernig viltu taka þátt í hinsegin
samfélaginu?
Ég reyni að gera það alla daga, ekki bara með
því að vera sýnilegur í minni tilveru heldur
líka með því að rækta hommann í mér, skapa
vettvang fyrir allskonar hinsegin og líka gefa
af tíma mínum til að Reykjavík Pride geti verið
sem skemmtilegast! Allir í sjálfboðastörf.
Kaupfélag
Aðgengismál
Hinsegin dagar gæta þess í hvívetna að þeir einstaklingar sem
taka þátt í hátíðinni hafi góðan og greiðan aðgang að öllum
viðburðum. Þess er gætt að húsnæði þar sem viðburðir fara fram
hafi gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og sérstakur aðgengispallur
verður til staðar á útihátíðinni í Hljómskálagarðinum. Þar að auki
verða Opnunarhátíð Hinsegin daga, Hýrir húslestrar, Útihátíð
í Hljómskálagarði og flestir fræðsluviðburðir hátíðarinnar
táknmálstúlkaðir. Ítarlegar upplýsingar um aðgengismál á hátíðinni
er að finna á heimasíðu Hinsegin daga.
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi er sérstakur
styrktaraðili aðgengismála á Hinsegin dögum í Reykjavík.
Kaupfélag Hinsegin daga og upplýsingamiðstöð
Pride Store and Service Center
Forsala miða er út 3. ágúst.
Kaupfélagið er í Aðalstræti 2, jarðhæð, við Ingólfstorg.
Presale price tickets available through August 3rd.
The Pride Store is located at Aðalstræti 2, ground floor, by
Ingólfstorg square.
Afgreiðslutími:
þriðjudaginn 3. ágúst 11:00 – 18:00
miðvikudaginn 4. ágúst 11:00 – 18:00
fimmtudaginn 5. ágúst 11:00 – 18:00
föstudaginn 6. ágúst 11:00 – 18:00
laugardaginn 7. ágúst 11:00 – 15:00
Opening hours:
Tuesday August 3rd 11 a.m. – 6 p.m.
Wednesday August 4th 11 a.m. – 6 p.m.
Thursday August 5th 11 a.m. – 6 p.m.
Friday August 6th 11 a.m. – 6 p.m.
Saturday August 7th 11 a.m. – 3 p.m.