Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 53

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 53
V iðtal Jacob Það þarf ekki mikla þekkingu á LGBT+ málefnum til þess að vita að ástandið í Póllandi er ekki ákjósanlegt. Á síðustu árum hefur ástandið, sem ekki var gott fyrir, orðið að enn meira helvíti fyrir alla liti regnbogans. Endurkjör hins hómófóbíska Andrzej Duda og skipun sérstakra svæða sem eru „laus við LGBT hugmyndafræði“ hefur misboðið fólki um allan heim. Það vill svo til að fjölmargir Pólverjar hafa sest hér að og var ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka viðtal við einn af þeim. Jacob Volsky er samkynhneigður Pólverji sem hefur búið á Íslandi síðastliðin fjögur ár og hefur margt um það að segja hvernig það er að vera samkynhneigður í landi eins og Póllandi. Hvað fékk þig til að flytja til Íslands? Ekki veit ég það. Ég held, í raun, að það hafi bara gerst. Ég vissi alltaf að ég vildi yfirgefa Pólland. Mér leið alltaf eins og ég væri öðruvísi, svona almennt séð miðað við Pólverja. Það er reyndar skondin saga vegna þess að ég var í heimsókn hjá vinkonu minni þar sem hún átti afmæli og ég var á leiðinni heim. Þá sagði hún við mig: „Bíddu aðeins, Monika (eða hvað sem hún hét), hún er á leiðinni og hún var á Íslandi. Hún er ljósmyndari og tók myndir!“ Ég var alveg ákveðinn í að fara heim vegna þess að ég var þreyttur en sagði: „Ókei, ég get beðið í fimm mínútur,“ vegna þess að ég er óþolinmóður. Og já, ég ákvað að bíða og hún sýndi mér myndir. Á þessum tíma var ég að leita að sjálfum mér. Ég vissi ekki hvað mig langaði að gera. Ég vissi að ég þyrfti að búa annars staðar en þar sem ég bjó. Ég myndi segja að það hafi gerst fyrir slysni, en ég er mjög ánægður. Ég er ekki að segja að ég muni búa hérna til æviloka, en mig langar ekki að fara aftur til Póllands. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Hvað fær þig til að vera áfram hér á Íslandi? Hér finnst mér ég eiga heima. Mér finnst ég velkominn. Ég á mitt líf hérna. Kærastinn minn er hér. Ég hef vinnuna mína. Einfaldir hlutir, en þeir leyfa mér að vera, leyfa mér að lifa. Ég kann líka vel við kyrrðina. Fólk hér er ekki eins stressað og Pólverjar til dæmis. Mér finnst ég vera hluti af samfélaginu. Hvenær vissir þú að þú værir samkynhneigður? Ég veit ekki hvort að það hafi verið eitthvað ákveðið augnablik þar sem ég bara vissi það. Það fyrsta sem ég tók eftir var þegar ég var sirka tíu ára. Ég tók eftir því að ég hlustaði á öðruvísi tónlist en bekkjarfélagar mínir. Það var þá sem ég áttaði mig á því að það væri munur á mér og öllum öðrum. Ég fattaði auðvitað seinna að þau eru alveg eins. „En hvers vegna er ég að dansa við tónlist þeirra Madonnu og Britney Spears? Það er áhugavert,“ hugsaði ég. Þessi tilfinning innra með mér, þú veist, tónlistin, ég var að vaxa úr grasi og svo auðvitað fór ég að horfa á stráka og var bara: „Ókei, það er eitthvað að gerast, það er eitthvað er í gangi.“ Þannig að ég fann að þetta var öðruvísi og áttaði mig á því að strákar töluðu um stelpur með hætti sem kveikti ekki í mér og er hluti af karlmennsku- staðalímyndinni. Ég vil frekar horfa á þá, [strákana]. Þannig að það var þetta, en ég hafði ekki hugtak yfir það. Ég vissi að ég var öðruvísi en ég vissi ekki hvort að ég samþykkti það. Ég hvorki hataði né elskaði sjálfan mig. Ég var eiginlega of ungur til að vera nógu meðvitaður til að hugsa: „elska ég sjálfan mig eða ekki?“ Svo áttaði ég mig seinna þegar ég hitti annað fólk að það er til hugtak yfir það, og þannig er það. Og, ég veit ekki, ég var ekki svartsýnn á líf mitt sem hommi. Það er eitthvað gott að lokum. Hvernig er ástandið í Póllandi? Það var betra fyrir 10 árum en það er núna. Það er drifið af stjórnmálafólki. Pólverjar hafa ekki alltaf verið hómófóbískir. Stjórnmálafólk er að leika hræðilega ljótan og harkalegan leik. Þau eru að búa til óvin sem hægt er að berjast gegn. Fyrir nokkrum árum var flóttafólk óvinurinn í Póllandi. Þegar krísan um flóttafólk var í Evrópu fyrir fimm, sex, sjö árum, þá leyfði Pólland ENGU flóttafólki að koma inn í landið á meðan Þýskaland hleypti milljón inn, sem dæmi. Og Pólland, „kaþólskt“ ríki, hjálpaði ekki aumingja fólkinu sem var að flýja stríð. Það er hræðilegt. En það var vegna þess að stjórnmálafólk bjó til óvin. Og núna hafa þau nýjan óvin sem er LGBTQ+ fólk. Þau segja að samkynhneigðir séu það sama og barnaníðingar. Þau koma stundum fram með dæmi sem eru falsfréttir. Það er ein ástæða þess að Andrzej Duda vann kosningarnar. Í ræðum sínum minntist hann á margt slæmt. Ég er líka með dæmi sem kemur frá Jóhannesi Páli II páfa, „pólska páfanum“. Ég held að hann sé frægari en Jesú í Póllandi, hann er eitthvað betra en Jesú. Það er þannig sem að miðjan í stjórnmálunum í Póllandi hefur færst lengst til hægri. Miðjan er í raun hægri-miðja. Pínulítið til vinstri fyrir þeim er öfga-vinstri. [Jacob vitnar í blaðagrein] „Í ræðu sinni svaraði forsetinn þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt um helgina vegna ummæla sinna gegn LGBTQ+.“ Að sjálfsögðu voru margir á móti ummælum hans vegna þess að hann sagði að LGBTQ+ fólk sé ekki fólk, heldur hugmyndafræði. Fyrir mig persónulega, þá var ég ennþá tilfinningalega tengdur þessum hlutum. En ekki lengur. Ég finn til með vinum mínum sem eru hinsegin og búa þarna, því þau eru í hættu, það er málið. Þetta snertir mig ekki á nokkurn 53

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.