Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 60

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 60
ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Bára Halldórsdóttir, hún/hei þú þarna, 4-5 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Man það ekki skýrt en ég yrði ekki hissa ef Sigga Beinteins hefði komið inn í þá mynd. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að það er engin skylda að vera eins og allir hinir. Sérkenni hvers og eins er það sem gerir heiminn áhugaverðan. Leitaðu uppi þá sem skilja þig og leyfðu orðum þeirra að hafa meira vægi en hinna. Og tvíkynhneigð er ekki tímabil, þú ert alveg eins hinsegin og hinir í samfélaginu. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Fullt af litlum litríkum húsum í hlýjum móa. Heitir pottar og nuddarar á hverju strái :) Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Taka vel á móti nýja fólkinu og láta það upplifa sig velkomið. Draumastaðan væri að vera einhvers konar hinsegin skrýtna hlýja manneskjan sem alltaf væri hægt að leita til. Mig vantaði svoleiðis og ráðgjafarnir núna eru æði, en ég gæti verið einhvers konar „free hugs“ viðbót. Ef ég fengi heilsuna aftur myndi ég gerast „bio queen“ og gleyma mér í núinu dansandi í vindinum. Ég vil aðallega styðja þá sem þurfa það mest og njóta samveru og menningu með hinum. Gera gagn ef þarf en annars hafa gaman af þessu stutta lífi. HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE Eftirtaldir ráðherrar styðja Hinsegin daga: Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Fjármála- og efnahagsráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Svandís Svavarsdóttir, Heilbrigðisráðherra Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra Hýrar þakkir fyrir stuðninginn! 60

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.