Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 63

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 63
Ráðgjöf Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt, þú getur alltaf sótt þér ráðgjöf hjá okkur. Á árinu 2020 sóttu 779 einstaklingar ráðgjöf hjá Samtökunum ’78. Hagsmunabarátta Við erum vakandi fyrir hvers konar misrétti, látum í okkur heyra og þrýstum á stjórnvöld að koma á réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Ungmennastarf Börn og ungmenni eiga ávallt að hafa einhvern sem hlustar og jafnvel gefur ráð. Samtökin ’78 reka félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Láttu sjá þig! Fræðsla Við erum alltaf að læra! Þekking á hinsegin málum er grundvöllur í okkar mannréttindabaráttu. Á árinu 2020 fengu 5.320 einstaklingar fræðslu frá Samtökunum ’78. Félagsstarf Samtökin ’78 eru félagasamtök, stofnuð af hinsegin fólki fyrir hinsegin fólk. Samtökin ’78 halda úti opnum húsum, fjölbreyttum viðburðum ásamt opnum fræðslu- og skemmtifundum. Við tökum vel á móti þér! Sendu okkur erindi í gegnum vefsíðu, kíktu í heimsókn eða hringdu í síma 552 7878. Nánar má lesa um Samtökin ’78, bóka fræðslu eða ráðgjöf á samtokin78.is

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.