Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 74

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 74
ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Alda Karen Hjaltalín, hún, 27 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar ég sá Natalie Portman leika Padmé í SW: Episode 3. Það var svona „ókei ég vil ekki vera hún, ég vil kyssa hana“ móment þar sem ég áttaði mig á því að ég laðaðist einungis að konum. En kom samt ekki út úr skápnum fyrr en 10 árum seinna lol. Svo er sagt að hinsegin konur geri hlutina hratt? Ég er allavega ekki ein af þeim hahaha. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Megan Rapinoe og Hannah Gadsby eru í miklu uppáhaldi akkúrat núna sem eru lifandi og svo Virginia Woolf og Eleanor Roosevelt sem eru ekki á lífi í dag. Draumurinn væri að bjóða öllum fjórum plús kannski Frida Kahlo í eitt stórt matarboð. Ég tengi svo mikið við þær allar. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Vá svo mikið. Svona burtséð frá því hvernig maður setur mörk, kynjaskalinn og að læra hvernig maður vill vera elskaður og hvernig kynlíf virkar á milli tveggja kvenna (sem var bara alveg sleppt þegar ég var í kynfræðslu), þá held ég að það hefði verið ótrúlega gott að vita af svona innbyggðum fordómum þegar maður er ungmenni. Að vita að maður er með fordóma gagnvart því hver maður er, og þess vegna getur maður ekki leyft sér að upplifa allt sem maður er. Lífið breyttist gjörsamlega hjá mér þegar ég fattaði litlu fordómana sem ég var með gagnvart því hver ég er. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Fullt af skemmtilegum konum og nóg af bingó, rommí og scrabble. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Með því að vera alltaf ég sjálf og sýna fordæmi í öllu sem ég geri. Hvort sem það er að ráða transfólk, standa með lgbtqia+ í samræðum við fjölskyldumeðlimi sem vita ekki betur, mæta á hinsegin viðburði og styðja allt hinsegin samfélagið við minnsta tilefni. Því margar litlar samræður, baráttur og breytingar geta gert mikið í því að ryðja leiðina fyrir alls konar hinsegin fólk. Við styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks ÁTVR, Vörður, Garðabær

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.