Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 24

Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–22:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is URBANIA KERTAHÚS Verð frá 3.590,- TÖKUM VEL Á MÓTI HAUSTINU Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við í Fjarðabyggð höfum reynt ýmsar útfærslur á akstri. Það hefur verið keyrt á íþróttaæfingar og keyrt í framhaldsskólann en við höf- um ekki náð þessu saman. Nú er stefnan að búa til samræmt kerfi inn í framtíðina,“ segir Jón Björn Há- konarson, bæjarstjóri í Fjarða- byggð. Akstur hófst í nýju kerfi almenn- ingssamgangna í Fjarðabyggð í gær. Nýju kerfi er ætlað að koma til móts við þarfir íbúa sem sækja þurfa þjónustu þvert á sveitarfélagið. Keyrt er á tveimur leiðum. Annars vegar leið 1 sem tengir saman svæð- ið frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar. Sú leið verður ekin á föstum tímum en vagnar verða misstórir eftir álagi hverju sinni. Hins vegar er svo leið 2 sem er á milli Breiðdalsvíkur og Fá- skrúðsfjarðar en sú leið verður ekin eftir pöntunum íbúa. Það er fyrirtækið ÍS – Travel á Reyðarfirði sem sér um aksturinn en gengið var til samninga við það á grundvelli verðfyrirspurnar. Jón Björn segir í samtali við Morgunblaðið að hann skynji al- menna ánægju með þessa sam- göngubót. „Við viljum koma festu og reglu á þennan akstur svo fólk geti gengið að ferðunum vísum. Þá mun notkunin smám saman aukast, sem og traust og trú á þennan valkost.“ Ókeypis er í strætisvagna Fjarða- byggðar og vonast skipuleggjendur til að ferðirnar nýtist sem flestum. Á leið 1 eru að morgni farnar tvær ferðir frá Neskaupstað til Fáskrúðs- fjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðs- firði til Neskaupstaðar. Eftir hádeg- ið eru síðan fjórar ferðir frá Neskaupstað til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstaðar. Á leið 2 um suður- hluta sveitarfélagsins, sem er ekin eftir pöntunum, eru farnar þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðs- fjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðs- firði til Breiðdalsvíkur. Aðeins er ek- ið á virkum dögum. Áskoranir fyrir íþróttafélög „Við munum meta hversu þörfin er mikil og haga stærð bílanna eftir því. Það verða auðvitað áskoranir fyrir til dæmis íþróttafélög að skipu- leggja starf sitt í kringum ferðirnar. En heilt yfir vonumst við til að akst- urinn hjálpi íbúum að stunda at- vinnu, félags- og menningarlíf þvert á byggðakjarna,“ segir Jón Björn. Nýtt strætókerfi í Fjarðabyggð Ljósmynd/Þórður V. Guðmundsson Strætó Akstur hófst í gær í nýju strætókerfi í Fjarðabyggð. Hér má sjá far- þega stíga um borð á Reyðarfirði síðdegis. Aðeins er ekið á virkum dögum. - Hjálpi íbúum að sækja þjónustu þvert á sveitarfélagið - Þjónustan er ókeypis Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lón Landsvirkjunar á hálendinu hafa verið að fyllast eitt af öðru. Öll hafa þau fyllst utan Þórisvatn, sem sér virkjunum á Þjórsársvæð- inu fyrir vetrarforða. Þar er vatnsstaðan með því lægsta sem þekkst hefur en vonir standa til að það hafi ekki áhrif á afhend- ingaröryggi raforku í vetur. Í hlýindunum í júlí og ágúst hefur innrennsli í lón verið um- fram væntingar, að sögn Ragn- hildar Sverrisdóttur, upplýsinga- fulltrúa Landsvirkjunar. Þrjú af fjórum helstu miðl- unarlónum Landsvirkjunar eru nú full, Hágöngulón fylltist í lok júlí, Blöndulón 21. ágúst og Hálslón 23. ágúst. Þegar Hálslón Kára- hnjúkavirkjunar fylltist steyptist jökulvatnið 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur og við það myndast foss sem kallaður hefur verið Hverfandi. Fossinn er svo aflmikill að jafna má við Detti- foss. Talsvert vantar upp á fyllingu Þórisvatns og þrátt fyrir að hraði fyllingar lónsins hafi verið um- fram væntingar er samt nokkuð ljóst að lónið fyllist ekki í ár, seg- ir Ragnhildur. Vonir standa til að það nái 576 metra hæð yfir sjáv- armáli, sem samsvarar um 1.170 Gl vatnsforða í Þórisvatni. Ef það gerist er miðlunarforði Þjórs- ársvæðis í byrjun vetrar um 1.500 Gl eða 85% fylling sem er talið viðunandi. Sú staða kallar ekki á skömmtun rafmagns, nema aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður komi til að mati sérfræðinga Lands- virkjunar. Staða heildarmiðlunarforða nú, 1. september, er tæp 92% fylling. Ef Þórisvatn nær 576 metrum í haust og önnur miðlunarlón full í upphafi vetrar þá verður staða miðlunarforða um 95% fylling. Öll miðlunarlón full nema Þórisvatn Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hverfandi Tignarlegt þegar fossinn steypist í Hafrahvammagljúfur. Dr. Ragnhildur Helgadóttir hef- ur verið ráðin rektor Háskólans í Reykjavík, en hún hefur verið sviðsforseti sam- félagssviðs og prófessor við lagadeild skól- ans. Ragnhildur tekur við stöð- unni af dr. Ara Kristni Jónssyni, sem gegnt hefur stöðunni und- anfarin ellefu ár. Í tilkynningu frá HR kemur fram að Ragnhildur muni leggja áherslu á að tryggja að starfsemi skólans verði sem eðlilegust að nýju, að lögð verði meiri áhersla á al- þjóðatengsl í námi og rannsóknum og á tengsl við samfélagið utan há- skólans og nýsköpun. Ragnhildur er fædd 1972. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Virginíu 2004, LL.M. gráðu frá sama skóla 1999 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1997. Ragnhildur tekur við HR - Eðlilegt skólastarf og meiri alþjóðatengsl Ragnhildur Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.