Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–22:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is URBANIA KERTAHÚS Verð frá 3.590,- TÖKUM VEL Á MÓTI HAUSTINU Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við í Fjarðabyggð höfum reynt ýmsar útfærslur á akstri. Það hefur verið keyrt á íþróttaæfingar og keyrt í framhaldsskólann en við höf- um ekki náð þessu saman. Nú er stefnan að búa til samræmt kerfi inn í framtíðina,“ segir Jón Björn Há- konarson, bæjarstjóri í Fjarða- byggð. Akstur hófst í nýju kerfi almenn- ingssamgangna í Fjarðabyggð í gær. Nýju kerfi er ætlað að koma til móts við þarfir íbúa sem sækja þurfa þjónustu þvert á sveitarfélagið. Keyrt er á tveimur leiðum. Annars vegar leið 1 sem tengir saman svæð- ið frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar. Sú leið verður ekin á föstum tímum en vagnar verða misstórir eftir álagi hverju sinni. Hins vegar er svo leið 2 sem er á milli Breiðdalsvíkur og Fá- skrúðsfjarðar en sú leið verður ekin eftir pöntunum íbúa. Það er fyrirtækið ÍS – Travel á Reyðarfirði sem sér um aksturinn en gengið var til samninga við það á grundvelli verðfyrirspurnar. Jón Björn segir í samtali við Morgunblaðið að hann skynji al- menna ánægju með þessa sam- göngubót. „Við viljum koma festu og reglu á þennan akstur svo fólk geti gengið að ferðunum vísum. Þá mun notkunin smám saman aukast, sem og traust og trú á þennan valkost.“ Ókeypis er í strætisvagna Fjarða- byggðar og vonast skipuleggjendur til að ferðirnar nýtist sem flestum. Á leið 1 eru að morgni farnar tvær ferðir frá Neskaupstað til Fáskrúðs- fjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðs- firði til Neskaupstaðar. Eftir hádeg- ið eru síðan fjórar ferðir frá Neskaupstað til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstaðar. Á leið 2 um suður- hluta sveitarfélagsins, sem er ekin eftir pöntunum, eru farnar þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðs- fjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðs- firði til Breiðdalsvíkur. Aðeins er ek- ið á virkum dögum. Áskoranir fyrir íþróttafélög „Við munum meta hversu þörfin er mikil og haga stærð bílanna eftir því. Það verða auðvitað áskoranir fyrir til dæmis íþróttafélög að skipu- leggja starf sitt í kringum ferðirnar. En heilt yfir vonumst við til að akst- urinn hjálpi íbúum að stunda at- vinnu, félags- og menningarlíf þvert á byggðakjarna,“ segir Jón Björn. Nýtt strætókerfi í Fjarðabyggð Ljósmynd/Þórður V. Guðmundsson Strætó Akstur hófst í gær í nýju strætókerfi í Fjarðabyggð. Hér má sjá far- þega stíga um borð á Reyðarfirði síðdegis. Aðeins er ekið á virkum dögum. - Hjálpi íbúum að sækja þjónustu þvert á sveitarfélagið - Þjónustan er ókeypis Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lón Landsvirkjunar á hálendinu hafa verið að fyllast eitt af öðru. Öll hafa þau fyllst utan Þórisvatn, sem sér virkjunum á Þjórsársvæð- inu fyrir vetrarforða. Þar er vatnsstaðan með því lægsta sem þekkst hefur en vonir standa til að það hafi ekki áhrif á afhend- ingaröryggi raforku í vetur. Í hlýindunum í júlí og ágúst hefur innrennsli í lón verið um- fram væntingar, að sögn Ragn- hildar Sverrisdóttur, upplýsinga- fulltrúa Landsvirkjunar. Þrjú af fjórum helstu miðl- unarlónum Landsvirkjunar eru nú full, Hágöngulón fylltist í lok júlí, Blöndulón 21. ágúst og Hálslón 23. ágúst. Þegar Hálslón Kára- hnjúkavirkjunar fylltist steyptist jökulvatnið 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur og við það myndast foss sem kallaður hefur verið Hverfandi. Fossinn er svo aflmikill að jafna má við Detti- foss. Talsvert vantar upp á fyllingu Þórisvatns og þrátt fyrir að hraði fyllingar lónsins hafi verið um- fram væntingar er samt nokkuð ljóst að lónið fyllist ekki í ár, seg- ir Ragnhildur. Vonir standa til að það nái 576 metra hæð yfir sjáv- armáli, sem samsvarar um 1.170 Gl vatnsforða í Þórisvatni. Ef það gerist er miðlunarforði Þjórs- ársvæðis í byrjun vetrar um 1.500 Gl eða 85% fylling sem er talið viðunandi. Sú staða kallar ekki á skömmtun rafmagns, nema aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður komi til að mati sérfræðinga Lands- virkjunar. Staða heildarmiðlunarforða nú, 1. september, er tæp 92% fylling. Ef Þórisvatn nær 576 metrum í haust og önnur miðlunarlón full í upphafi vetrar þá verður staða miðlunarforða um 95% fylling. Öll miðlunarlón full nema Þórisvatn Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hverfandi Tignarlegt þegar fossinn steypist í Hafrahvammagljúfur. Dr. Ragnhildur Helgadóttir hef- ur verið ráðin rektor Háskólans í Reykjavík, en hún hefur verið sviðsforseti sam- félagssviðs og prófessor við lagadeild skól- ans. Ragnhildur tekur við stöð- unni af dr. Ara Kristni Jónssyni, sem gegnt hefur stöðunni und- anfarin ellefu ár. Í tilkynningu frá HR kemur fram að Ragnhildur muni leggja áherslu á að tryggja að starfsemi skólans verði sem eðlilegust að nýju, að lögð verði meiri áhersla á al- þjóðatengsl í námi og rannsóknum og á tengsl við samfélagið utan há- skólans og nýsköpun. Ragnhildur er fædd 1972. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Virginíu 2004, LL.M. gráðu frá sama skóla 1999 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1997. Ragnhildur tekur við HR - Eðlilegt skólastarf og meiri alþjóðatengsl Ragnhildur Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.