Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 2

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. A 595 1000 Porto At h. t 4. nóvember í 3 nætur Verð frá kr. 99.900 Helgarferð til 66.900 Flug báðar leiðir frá Flugsæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sam- þykkt umsókn Trés lífsins ses. um að mega byggja allt að allt að 1.500 m2 byggingu á stórri lóð norðan við Víf- ilsstaðavatn, þar sem verður bál- stofa og bygging með salarkynnum fyrir tilefni á borð við skírnir, hjóna- vígslur og slíkt. Einnig verður á annarri hæð kyrrðar- og hug- leiðslurými með 360° útsýni yfir sjóndeildarhringinn og höfuðborgarsvæðið með sýn til fjalla og hafs. Nærri fyrirhugaðri byggingu, sem verður í svonefndum Rjúpnadal, verður minningagarður þar sem fólk getur sett ösku ástvina sinna í mold og gróðursett tré sem vex upp til minningar um hin látnu. Hvert tré verður merkt rafrænt og tengt minn- ingasíðu þess sem undir því hvílir. „Hugmyndir okkar um starfsemi og mannvirki eru komnar í gegnum bæði aðal- og deiliskipulag í Garða- bæ svo við höldum ótrauð áfram,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjóns- dóttir, stofnandi og forsvarsmaður Trés lífsins, í samtali við Morgun- blaðið. Efnt verður til hönnunarsam- keppni meðal arkitekta um útlitið á fyrirhugaðri byggingu í Rjúpnadal. Húsið á að vera umhverfisvænt, um- vefjandi, hannað fyrir fjölbreytta starfsemi og með fallegt yfirbragð. Verður óháð trúar- og lífsskoð- unarfélögum en opið öllum. Í bál- stofu Trés lífsins í fyrirhuguðum byggingum í Rjúpnadal verður keyptur líkbrennsluofn frá þýsku fyrirtæki sem hefur lengi framleitt slík tæki. „Við höfum fylgst með þró- un þessara mála og heimsótt eina bálstofu í Hollandi. Við munum geta annað þeirri miklu fjölgun bálfara sem fyrirséð er á næstu árum og ára- tugum. Líklega tökum við við hlut- verki bálstofunnar í Fossvogi sem er orðin gömul og lúin, enda hefur hún verið í starfsemi síðan árið 1948. Á ofninum okkar verður líka fullkom- inn mengunarvarna- og hreinsibún- aður til að fyrirbyggja alla mengun,“ segir Sigríður Bylgja. Framsýni í Garðabæ Forsvarsmenn Trés lífsins hafa átt í viðræðum við fulltrúa dómsmála- ráðuneytsins um minningagarð, en lagabreytingar þarf til svo slíka staði megi útbúa víðar en við bálstofuna sem fyrirhuguð er í Rjúpnadal. Vitað er um áhuga í nokkrum sveitar- félögum annars staðar á landinu á að þar verði útbúnir slíkir garðar. „Við höfum verið í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna þessara mála og bíðum nú eftir samþykki sýslumanns til að taka næstu skref í verkefninu. Yfirvöld í Garðabæ hafa tekið mjög vel í verkefnið og eru greinilega mjög framsýn í þróun þessara mála,“ segir Sigríður Bylgja. Áframhald undirbúnings nú velti á því hvenær öll tilskilin leyfi séu í hendi, en vænst sé að bygging og minningagarður verði tilbúin eftir þrjú til fimm ár. Gefa grænt ljós á bálstofu í Rjúpnadal - Tré lífsins - Hús á hæðinni - Minn- ingagarður öskunnar - Líkbrennsla Rjúpnadalur Bygging Trés lífsins verður á hæðinni og á græna blettinum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Það er óásættanlegt að allt skóla- starf í Fossvoginum fari ekki fram lengur þar, eða megnið af því,“ seg- ir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Börn í Fossvogsskóla stunda nú nám tímabundið í skúrum við skól- ann meðan á framkvæmdum stend- ur en að öðru leyti þurfa foreldrar að leita í önnur hverfi til þess að börnin geti stundað nám. Öll starfsemi leikskólans Kvista- borgar færist tímabundið í húsnæði Safamýrarskóla frá og með þriðju- deginum vegna myglu- og raka- skemmda. „Ég myndi vilja fara í allsherjar- uppbyggingu á Kvistaborg og færa leikskólann í nútímahorf,“ segir hún og bætir við að kostnaðarmat á framkvæmdunum liggi ekki fyrir. „Ég hefði viljað sjá kostnaðarmat á framkvæmdum vegna myglunnar sem er komin upp núna og hvað það kostar okkur að uppfæra skólann og nútímavæða hann,“ segir hún og bætir við að ekki liggi heldur nein kostnaðaráætlun fyrir hvað varðar Fossvogsskóla. Myglan kom fyrst upp 2017 Mygla kom upp í húsnæði Kvista- borgar fyrst árið 2017 og var þá ráðist í endurbætur á húsnæðinu en árið 2020 vaknaði á ný grunur um myglu í húsnæðinu og hafði leik- skólastjóri því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýna- tökum, líkt og Valgerður rakti í grein sinni í apríl á þessu ári. „Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskóla- stjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021,“ rekur Valgerður í greininni. Ráðist verður í framkvæmdir á húsnæðinu en vonast er til að skóla- starfið færist aftur í Fossvogsdal- inn fyrir jól. Finnst þér líklegt að það gangi eftir? „Ég er hrædd um að það verði ekki gerð nægilega góð úttekt á skólanum,“ segir hún en slík var raunin í Fossvogsskóla og árið 2017, þegar fyrst kom upp mygla í Kvistaborg. „Sporin hræða þegar myglumál eru annars vegar í Reykjavík,“ segir Valgerður að lok- um. Morgunblaðið/Eggert Safamýrarskóli Starfsemi Kvistaborgar verður flutt í Safamýrarskóla. Skólastarf í Fossvoginum í lamasessi vegna myglu - Starfsemi Kvistaborgar færð í Safamýrarskóla Tveir kvikmyndaleikstjórar munu hljóta heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, þau Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Löve frá Frakklandi. Verð- launin hljóta þau fyrir framúrskar- andi listræna sýn og verða þau veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhann- essyni, við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum á setningardegi hátíðarinnar, 30. september. Sama dag taka leik- stjórarnir þátt í meistaraspjalli í Gamla bíói. Í tilkynningu frá RIFF segir að Trier og Hansen séu með áhugaverð- ustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans en bæði sýndu þau nýjar kvikmyndir sínar á kvikmyndahá- tíðnni í Cannes í sumar. Trier frum- sýndi Verstu manneskju í heimi, Ver- dens verste menneske og verður sú opnunarmynd RIFF í ár. Hansen- Löve frumsýndi Bergmaneyju, Berg- man Island, og hlaut hún góðar við- tökur líkt og kvikmynd Trier. Trier nam kvikmyndagerð í Dan- mörku og Bretlandi og er fyrstu tveimur kvikmyndum hans í fullri lengd, Reprise (2006) og Ósló 31. ágúst (2011), lýst sem klassískum raunsæissögum af ungu fólki á kross- götum. Fyrsta kvikmynd hans á ensku var Louder Than Bombs (2015). Hansen-Løve nam leiklist og starfaði sem gagnrýnandi áður en hún gerðist leikstjóri. Hefur hún gert sjö kvikmyndir í fullri lengd og hlotið bæði lof og verðlaun fyrir þær. Kvikmyndir hennar eru sagðar persónulegar og blanda því sjálfs- ævisögulega og skáldaða saman á merkilegan máta. Trier og Hansen heiðruð á RIFF - Áhugaverðir ungir leikstjórar Joachim Trier Mia Hansen 26 kórónuveirusmit greindust innan- lands á þriðjudag. Innanlandssmit voru 29 sólarhringinn þar áður. Átján voru í sóttkví við greiningu og greindust því 8 utan sóttkvíar. Helmingur smitaðra reyndist full- bólusettur eða þrettán og hinn helm- ingurinn óbólusettur. Nú eru 336 í einangrun með veir- una, 773 eru í sóttkví og 377 í skim- unarsóttkví. Sex eru inniliggjandi á Landspít- alanum með Covid-19, fjórir á bráða- legudeildum og tveir á gjörgæslu og í öndunarvél. Unglingsdrengur á spítala Unglingsdrengur liggur nú á Landspítala eftir að hafa sýkst af Covid-19-sjúkdómnum. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem barn hefur verið lagt inn á spít- ala hérlendis vegna veirunnar. Í samtali við mbl.is segir Valtýr Stef- án Thors, læknir á Barnaspítala Hringsins, að líðan drengsins sé stöðug og ekki sé útlit fyrir að hann þurfi langa innlögn eins og staðan er núna. Segir hann tilfellið leiðinlegt en þó hafi verið viðbúið að einhvern tíma í faraldrinum myndi barn leggjast inn á spítala vegna veirunnar. „Þetta er eitthvað sem mátti alveg búast við að myndi gerast fyrr eða síðar, við höfum svona verið að bíða eftir þessu. Þetta kom í sjálfu sér ekkert endilega á óvart,“ segir Valtýr. rebekka@mbl.is 26 smit greindust á þriðjudag og sex liggja á Landspítala - Unglingsdrengur á sjúkrahúsi en líðan hans stöðug

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.