Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 14
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta skrifaði sig nánast sjálft, því efniviðurinn er svo góð- ur,“ segir Berglind Þor- steinsdóttir, safnstjóri í Glaumbæ í Skagafirði, en hún sá um að skrifa texta í barnabók sem Byggðasafn Skagfirðinga gefur út. Franski listamaðurinn Jérémy Pailler sá um myndskreytingu og bókin, sem heitir Sumardagur í Glaumbæ, er söguleg saga þar sem segir frá einum degi í lífi barna á prestssetrinu Glaumbæ í Skagafirði. „Aðalpersónan í bókinni er Siggi litli, sonur vinnufólks á bæn- um, og Jóhanna vinkona hans, en hún er barnabarn prestsins, séra Jóns. Þetta eru því raunverulegar per- sónur á bak við söguna og hundurinn Ysja fylgir þeim Sigga og Jóhönnu þegar þau hitta áhugavert fólk. Þar á meðal er Myllu-Kobbi, en hann er ótrúleg persóna sem var til. Jakob Jónsson hét hann og var þekktur förumaður hér í Skagafirði. Hann var alltaf á ferðinni með systur sinni Rönku og bar hana gjarnan á bakinu. Myllu- Kobbi var mjög sérkennileg persóna, hann var alltaf með þrjá hatta á höfði og var grálúsugur. Til er ljósmynd af Myllu-Kobba og einnig eru til góðar lýs- ingar á honum, fyrir vikið var dásamlegt fyrir Jéré- my að túlka hann í teikn- ingum sínum,“ segir Berg- lind sem fann aðra föru- konu í raunheimum til að hafa í sögunni, sú heitir Ropa-Katrín. „Hún var úr Fljótunum en fór á milli bæja í Skagafirðinum og ropaði mikið og hátt. Hún bað alltaf um kaffi því hún sagði kaffisopa það eina sem lagaði ropann. Þetta eru skemmti- legar manneskjur úr raunheimum og við notumst við setningar sem hafðar eru eftir þeim,“ segir Berglind og bæt- ir við að ein sérkennileg persóna í við- bót sé í sögunni, en hún bjó í Glaumbæ. „Þetta var skapstygg próventu- kerling sem var svo þreytt á hama- ganginum í skólastrákunum að einn morguninn gusaði hún úr hlandkoppn- um sínum yfir strákana. Allt frá því hefur herbergið þar sem hún svaf ver- ið kallað Gusa. Efniviðurinn er frábær hér í Glaumbæ til að búa til skemmti- lega barnabók og við kynnum í bók- inni fyrir krökkum ýmislegt sem ekki tíðkast lengur, eins og til dæmis leggjabú barna.“ Jérémy heill- aðist af gamla torfbænum Berglind segir að hinn franski Jérémy sé mikilvirkur myndlistarmaður sem vinni að ólík- ustu verkefnum, meðal annars hafi hann unnið fyrir Disney. „Hann hef- ur komið þrisvar áður til að starfa á Íslandi og hann er gjörsamlega heillaður af landi og þjóð. Hann tók þátt í verk- efni í Kakalaskála, sem er sögu- og listasýning hér í sveitinni, þegar þangað komu 13 alþjóðlegir listamenn sem dvöldu í listbúðum í skálanum og unnu að sýningu um sögu Þórðar ka- kala. Þar sem tengdaforeldrar mínir standa fyrir því framtaki, María Guð- mundsdóttir og Sigurður Hansen, var ég mikið í kringum listafólkið og kynntist þeim vel. Ég bauð þeim í Glaumbæ og þá heillaðist Jérémy af torfbænum og hann fékk þessa hug- mynd strax að vinna verkefni með okkur og safninu. Við tókum því vel og hugmyndin þróaðist og varð að þess- ari barnabók sem fjallar um lífið í torf- bænum,“ segir Berglind og bætir við að bókin sé gefin út á fjórum tungu- málum, íslensku, ensku, frönsku og þýsku. „Hún er ríkulega myndskreytt og gaman að geta kynnt menn- ingararfinn okkar í gegnum þessa bók. Þetta er ekki ein- vörðungu barnabók, hún er fyrir alla fjölskylduna og til- valin gjöf til erlendra vina eða fyrir ferðamenn til að taka með sér heim eftir dvöl á Íslandi. Við erum að skipuleggja listsýningu út frá mynd- verkunum sem verða til sýnis í Glaumbæ núna um helgina. Við er- um með hugmyndir um að vinna með þessa bók í safnkennslu, taka á móti hópum skólabarna hér á safninu og leiða þau í gegnum Glaumbæ út frá myndum og fram- vindu í bók- inni. Þannig geta krakk- arnir fengið þetta beint í æð.“ Skapstygg próventukerl- ing bjó hér Í torfbænum Glaumbæ í Skagafirði bjó áhugavert fólk á seinni hluta 19. aldar, líka krakkar. Þar áttu Myllu- Kobbi og Ropa-Katrín leið um, skondnar manneskjur sem koma fyrir í barnabókinni Sumardagur í Glaum– bæ, en henni er ætlað er að veita innsýn í líf og störf barna á árum áður frá sjónarhóli barns. Samvinna Jérémy og Berglind saman í gamla bænum á prestsetrinu í Glaumbæ í Skagafirði. Förufólk Myllu-Kobbi með Rönku systur sína á bakinu, hér í túlkun Jérémy. Fúl Skap- stygga próventu- kerlingin. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. september 2021, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. september 2021 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2021, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. september 2021 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.