Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stóra verkefnið nú í byrjun vetrar er að bjóða fleiri krökkum í skáta- starfið, sem er skemmtilegt og þroskandi,“ segir Helga Þórey Júl- íusdóttir, nýr framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Hún tók við starfinu nú í byrjun vikunnar og mun sem stjórnandi leiða breytingar á starfsemi Skátamiðstöðvar við Hraunbæ í Reykjavík. Þar stendur til að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðl- un og þjónustu við skátafélögin í landinu. Krakkarnir þjálfi með sér þrautseigju „Þetta er áhugavert starf og við okkur blasa ýmsir spennandi mögu- leikar,“ segir Helga Þórey. Hún er frá Akureyri og tók á barns- og ung- lingsaldri virkan þátt í skátastarfinu þar. Segist eiga margar góðar minn- ingar frá fundum og ferðalögum, svo sem í skátaskálana í Glerárdal og Vaðalheiði. Síðustu árin hefur hún verið félagsforingi og stofnaði deild fjölskylduskáta innan Skjöldunga sem starfa í Laugardalnum í Reykjavík. Sú stefna hefur nú verið mörkuð að efla foringjaþjálfun innan skáta- hreyfingarinnar og skapa sterkari stuðning við þau sem taka að sér for- ystustörf. „Fræðsla og stuðningur er lykilatriði í þessu sambandi. For- ingjarnir í flokkum og sveitum marka línurnar í starfinu. Þar þekkj- um við skátafundi og útilegur, þar sem inntakið er að krakkarnir læri að bjarga sér og þjálfi með sér þrautseigju. Skátastarf er lífsstíll og áhrif þess fólk endast út ævina.“ Allt sem ég lærði í skátunum á Akureyri í gamla daga hefur nýst mér í lífinu,“ segir Helga Þórey sem er sérkennari að mennt. Starfaði sem slík síðastliðin 12 ár við Tækni- skólann og hefur því mikla reynslu af starfi með ungu fólki. Starfssemi útilífsmiðstöðvar á Úlfljótsvatni hefur ekki farið var- hluta af því ástandi sem heimsfar- aldurinn hafa skapað. Nú stendur til að efla þá starfsemi, svo sem með skóla- og sumarbúðastarfi. Fjölbreytnin ræður „Foreldrar vilja fá krakkana úr tölvunum og símunum í skemmtilegt tómstundastarf þar sem fjölbreytnin ræður. Ögrandi verkefni og útivist eru í aðalhlutverki,“ segir Helga Þórey sem hvetur krakka til að kynna sér skátastarfið. Alls eru um 1.500 krakkar á aldrinum 7-14 ára þar þátttakendur í skátafélögum á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu eru félögin alls þrettán; öllum opin og möguleikarnir margir. Draum- urinn sé síðan fjölga skátafélögum með aðstoð við fólk í fámennari byggðum út um land þar sem áhugi er á því að stofna til skátastarfs. Skátastarf er skemmtilegt - Helga Þórey ný í forystusveit skátanna - Fræðsla og fjölskyldustarf - Leiðtogaþjálfunin verður efld - Bjóða stuðning til að fjölga félögum úti á landi Morgunblaðið/Eggert Úlfljótsvatn Leikur á skátamóti í sumar. Alls eru um 1.500 krakkar þátttakendur í skátafélögum á landinu öllu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þroski Skátastarf er lífsstíll og áhrif þess á fólk endast út ævina, segir Helga Þórey Júlíusdóttir sem hefur lengi verið öflug í skátahreyfingunni. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að veita Múlaþingi og níu ríkisstofn- unum styrk til að mæta óvæntum útgjöldum vegna verkefna sem koma til í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði í desember á sl. ári. Alls eru þetta 640 millj. kr. Stærstur hluti fjárins fer í ofanflóðasjóð, til Veðurstofu og almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra. Einnig hefur verið samþykkt að styrkja sveitarfélagið Múlaþing um 76 m. kr. vegna Seyðisfjarðarmála. Sveitarfélagið hefur frjálsar hend- ur með ráðstöfun fjárins, en upp- hæðin er eyrnamerkt endurreisn samfélagsins. Starfshópur fulltrúa ráðuneyta vinnur nú með sveitarfé- laginu að málum á Seyðisfirði. Í undirbúningi er til dæmis að flytja hús sem hafa menningarlegt gildi af hættusvæðum á öruggari staði í bænum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Hreinsun og endurreisn eftir skriðuföll í fyrra er stórt verkefni. Ríkið styrkir endur- reisn á Seyðisfirði Bergið head- space stendur fyrir uppákomu á morgun, föstu- daginn 17. sept- ember, í tilefni afmælis samtak- anna sem reka Bergið. Kl. 11:30 ganga 500 ung- menni niður Suð- urgötuna í Reykjavík og að Berginu með tón- list og skemmtun. Talan endur- speglar hópinn sem sótt hefur Bergið á sl. tveimur árum. Mark- miðið er að vekja athygli á mál- efnum ungs fólks og því hversu mikilvægt það er að veita því stuðn- ing og þjónustu þegar mest þarf. Gengið að Berginu með tónlist og gleði Bergið er klettur ungmennanna. Biskup Íslands, séra Agnes M. Sig- urðardóttir, hefur ráðið nýjan bisk- upsritara, Pétur Georg Markan, sam- skiptastjóra Biskupsstofu. Mun hann taka við starfinu 1. október nk. Hann mun sinna báðum hlutverk- um, a.m.k. fyrst um sinn. Pétur tekur við af séra Þorvaldi Víðissyni sem gegnt hefur starfi bisk- upsritara frá 2012. Séra Þorvaldur var ráðinn prestur í Fossvogspresta- kalli fyrir skemmstu. Í starfslýsingu segir að biskupsrit- ari sé persónulegur aðstoðarmaður biskups Íslands, trúnaðarmaður, ráð- gjafi og talsmaður. Árið 2012 var starf biskupsritara auglýst og var séra Þorvaldur þá ráðinn úr hópi 30 um- sækjenda. Pétur Georg fæddist 16. febrúar 1981 og lauk BA-prófi frá Háskóla Ís- lands árið 2006. Hann hefur starfað sem samskiptastjóri Biskupsstofu frá því í ágústmánuði 2019. Var hann ráðinn úr hópi 26 um- sækjenda. Áður en Pétur kom til þeirra starfa var hann sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu. Pétur starfaði einnig sem verk- efnastjóri á markaðs- og samskipta- sviði Háskóla Íslands. Auk þess var hann framkvæmdastjóri Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands og fram- kvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga. Pétur lék um árabil með knattspyrnuliðum hér innanlands, m.a. Fjölni, Val og Víkingi í úrvals- deild. Hann lék alls 208 leiki í meist- araflokki og skoraði í þeim 80 mörk. Kona Péturs er sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði, og eiga þau þrjú börn. sisi@mbl.is Pétur Markan biskupsritari - Tekur við af séra Þorvaldi Víðissyni Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðinn Nýr biskupsritari, Pétur G. Markan, hefur störf 1. október nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.