Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 72
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fjórar systur, sem ættaðar eru frá
Hvoli í Vesturhópi og búa á Hvamms-
tanga og í næsta nágrenni, eru miklar
listakonur en hver í sinni listgrein.
„Við erum alltaf eitthvað að dunda,“
segir Gréta Jósefsdóttir, sem rekur
Leirhús Grétu, gallerí og vinnustofu,
á Litla-Ósi, skammt frá þjóðvegi 1,
um fjóra kílómetra frá Hvamms-
tanga.
Gréta vinnur eingöngu með leir og
býr til fjölbreytta muni. Oddný fæst
við útskurð, tálgar fugla og býr til
karla og kerlingar úr steinum sem
hún málar. Jóhanna vinnur með
hrosshár, fléttar armbönd og háls-
festar, sútar gærur, saumar púða og
býr til ýmislegt úr hornum. Kristín
skapar furðufugla úr trjágreinum.
Reynslan dýrmæt
María Hjaltadóttir, móðir systr-
anna og fjögurra annarra barna sem
komust á legg, málaði mikið og systk-
ini hennar fengust töluvert við listir.
„Listsköpun og handverk var liður í
uppeldinu,“ segir Gréta og bendir á
að á uppvaxtarárum systranna hafi
hvorki verið sjónvarp, farsímar né
tölvur og því lítið um utanaðkomandi
áreiti. „Snemma fengum við prjóna
og var kennt að draga lykkju,
mamma kenndi okkur alls konar
föndur og eitt leiddi af öðru. Við gerð-
um það sem fyrir okkur var haft, fór-
um svo á nokkur námskeið, þegar við
höfðum aldur til, en höfum fyrst og
fremst lært handverkið af reynslunni
og ef til vill af þeim mistökum sem við
höfum gert í gegnum tíðina.“
Hún bætir við að faðir þeirra, Jósef
Magnússon, hafi verið handlaginn.
Hann hafi meðal annars smíðað skeif-
ur, búið til höfuðleður eða beisli og
múla fyrir hesta og prjónað sokka og
vettlinga á fjölskylduna. „Ég held að
það hafi verið frekar fátítt að hús-
bóndinn prjónaði í frístundum.“
Gréta segir að ferðamenn hafi sýnt
vörum þeirra töluverðan áhuga. „Ég
geri mest platta, kindur, fugla, seli og
fleiri smáhluti úr leir fyrir ferðamenn
og núna er ég einkum að vinna bolla,
smjörkrúsir og annað slíkt.“ Leir-
listin er aðalstarf Grétu en auk þess
er hún í 30% starfi hjá Heilsugæsl-
unni á Hvammstanga. „Það kallaðist
áður læknaritari en nú dugir ekkert
minna en heilbrigðisgagnafræð-
ingur.“
Eftirspurn eftir vörunum hefur
fyrst og fremst haldið systrunum við
efnið og ánægjan við verkið, að skapa
eitthvað, hefur líka haft mikið að
segja. „Þetta hefur oftast verið mjög
skemmtilegt,“ segir Gréta. Hún legg-
ur áherslu á að það sé líka gott að
vera í annarri vinnu með og fara að-
eins af bæ, sérstklega yfir veturinn.
Fyrir um áratug minntist stór-
fjölskyldan Maríu með sýningunni
Maríudögum, þar sem verk eftir hana
voru sýnd í lagfærðu útihúsi á Hvoli.
„Við ætluðum bara að vera með þessa
einu sýningu en í fyrrasumar voru
þær orðnar tíu á jafnmörgum árum,“
segir Gréta. Á þessum sýningum
voru sýnd verk eftir Maríu og systk-
ini hennar, verk eftir fyrrnefndar
systur, gamlar ljósmyndir úr lífinu í
sveitinni og fleira. „Við höfum ekki
ráðgert fleiri sýningar í bráð,“ segir
Gréta, en verk eftir systurnar eru til
sölu í Bardúsu á Hvammstanga.
Handverk og listsköp-
un liður í uppeldinu
- Var ungum kennt að draga lykkju og eitt leiddi af öðru
Systurnar Frá vinstri: Oddný, Gréta, Jóhanna og Kristín fyrir framan.
Listsköpun Úrval muna eftir systurnar fjórar frá Vesturhópi.
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
Virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
Virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
TAX
FREE
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24%
virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin
19,36% er alfarið á kostnað ILVA.
*Gildir ekki um vörur á áður
niðursettu verði. Gildir á meðan
birgðir endast.
16.-20. SEPT.
AF ÖLLUM
VÖRUM*
FAST SENDINGAR-
GJALD MEÐ
PÓSTINUM HVERT Á
LAND SEM ER!
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Ríkjandi Íslandsmeisturum Vals er spáð efsta sætinu í
úrvalsdeild karla í handkattleik, Olísdeildinni, í spá fyr-
irliða, þjálfara og forráðamanna fyrir komandi keppnis-
tímabil. Nýliðum Víkinga og HK er báðum spáð falli og
þá má eiga von á harðri baráttu um sæti í úrslitakeppn-
inni. Haukar, sem spáð er 2. sætinu, unnu deildina með
miklum yfirburðum á síðasta tímabili en Valur náði á
endanum að krækja í 3. sætið með góðum endaspretti.
Því er búist við að þessi tvö lið verði sterkust á kom-
andi tímabili og muni berjast um titilinn. »62
Valur og Haukar líklegustu liðin
til að ná árangri í efstu deild
ÍÞRÓTTIR MENNING
Danska leikkonan Trine Dyrholm
verður heiðursgestur Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF,
sem hefst í lok mánaðar, og verður
viðstödd Íslandsfrumsýningu á
kvikmyndinni Margarete den
første, Margréti fyrstu, sem verður
lokamynd hátíðarinnar. Dyrholm
leikur í henni Margréti drottningu
sem helgaði líf sitt gerð Kalmar-
sáttmálans. Dyrholm verður einnig
formaður dómnefndar í Vitranaflokki RIFF þar sem níu
kvikmyndir ungra kvikmyndaleikstjóra keppa um Gyllta
lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Önnur mynd með
Dyrholm í aðalhlutverki verður sýnd á RIFF, Drottningin
frá árinu 2019, og mun leikkonan ræða við áhorfendur í
Bíó Paradís í tengslum við þá mynd. Margrét fyrsta er
samstarfsverkefni allra Norðurlandanna og voru með-
framleiðandi myndarinnar, Kristinn Þórðarson hjá True
North, og leikkonurnar Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra
Geirharðsdóttir, sem leika í myndinni, viðstödd frumsýn-
ingu fyrir rúmri viku.
Dyrholm heiðursgestur RIFF