Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki,
Snúrur, Minniskort,
USB lyklar og fleira
Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is
Allt fyrir frisbígolf
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
SNJALLTÆKJA
VIÐGERÐIR
Við gerum við alla síma,
spjaldtölvur, tölvur
og dróna
*Innihald
fylgir ekki
ný
sending
Taska kr. 5.000
Taska + Startsett kr. 8.500
Startsett
kr. 5.500
Nýlegar skoðana-
kannanir gefa til kynna
að það gæti staðið tæpt
að Miðflokkurinn nái
kjörnum manni inn á
Alþingi í kosningunum
25. september nk. Þetta
má telja með ólíkindum,
því að Miðflokkurinn
hefur á þessu kjörtíma-
bili sýnt í verki að hann
er einn helsti málsvari
fullveldis, tjáningarfrelsis, atvinnu-
frelsis, sjálfbærni í matvælafram-
leiðslu og þjóðlegra viðhorfa. Á sama
hátt hefur Miðflokkurinn sýnt festu
umfram aðra í andstöðu sinni við rót-
tæka fóstureyðingarlöggjöf og yfir-
gengilegan og varasaman hælisleit-
endastraum til landsins og talað skýru
máli um að Sundabraut komi strax.
Samgönguráðherra Framsóknar-
flokksins og borgarstjórinn í Reykja-
vík hafa orðið ásáttir um að tefja lagn-
ingu Sundabrautar um fimm ár í
viðbót og láta borgarlínuskemmdar-
verkið fyrir tugi milljarða króna hafa
forgang.
Fram hefur komið að allt að 90%
kjósenda Miðflokks þykir of mikill
hælisleitendastraumur vera áhyggju-
efni sem verði að taka á. Hlutfallið er
aðeins 36% hjá Sjálfstæðisflokknum
og fjórum sinnum lægra
(22%) hjá Framsóknar-
flokknum, sem eitt sinn
var þjóðlegur flokkur en
má nú muna sinn fífil
fegri í þeim efnum.
Miðað við ágæta
frammistöðu þingmanna
Miðflokksins og beitta
kosningabaráttu þeirra
ættu þeir að vera örugg-
ir um að ná á þing. En
það gerist aðeins með því
að sem allra flest borg-
aralegt fólk haldi vöku sinni og kjósi
Miðflokkinn.
Ef Miðflokkurinn nær ekki inn
manni á þing gætu mörg uppbót-
arþingsæti fallið samfylkingarflokk-
unum og sósíalistum í skaut.
Við verðum að forða landi og þjóð
frá slíku stórslysi.
Forðumst vinstra
stórslys
Eftir Ólaf F.
Magnússon
Ólafur F. Magnússon
»Ef Miðflokkurinn
nær ekki inn manni
á þing gætu mörg upp-
bótarþingsæti fallið
samfylkingarflokkunum
og sósíalistum í skaut.
Höfundur er læknir og
fv. borgarstjóri.
„Úttekt á þjónustu
við einstaklinga með
vímuefnasjúkdóma“ er
nafn á grein eftir heil-
brigðisráðherra sem
Morgunblaðinu birti í
sumar.
Ég bjóst við að ráð-
herra myndi útskýra
og rökstyðja af-
glæpavæðinguna, en
svo var ekki. Greinin
er mest um samþættingu í heil-
brigðiskerfinu og skráningu upplýs-
inga og bindur ráðherra miklar
vonir við heildarúttekt á þjón-
ustuferlum. Við vinnuna skal beitt
„Benchmarking best pract …“,
hvað sem það nú er. Úttektin verð-
ur „grundvöllur ákvarðana og að-
gerða á þessu mikilvæga sviði vel-
ferðarþjónustunnar“.
Mér skilst að afglæpavæðingin
byggist á að leyfilegt verði að eiga
og ganga um með neysluskammta
án þess að vera handtekinn og fá
brotið á sakavottorðið. Gildir það
jafnt fyrir vímuefnasjúklinga og
sölumenn fíkniefna. Ráðherra rök-
styður ekki hvernig þessi laga-
breyting muni fækka glæpum
tengdum fíkniefnum.
Líta má á fíkniefnavandamálið
sem tvo gagnstæða póla. Á öðrum
pólnum eru helsjúkir einstaklingar,
svo háðir eitrinu, að þeir gera hvað
sem er til að ná í það. Á hinum
pólnum eru gróðafíklar, sem standa
að innflutningi og sölu fíkniefna.
Þessir sölumenn dauðans svífast
einskis til að græða og eykst gróða-
fíknin eftir því sem þeir eignast
meira. Á milli póla eru milliliðir í
sölu og „innheimtu“,
sem sjálfir eru fíklar.
Ráðherra vill vel
með að hjálpa þeim
sem hafa orðið fíkninni
að bráð, en byrjar á
vitlausum enda. Aukið
aðgengi fjölgar fíklum
og þar með glæpum.
Gróðafíklarnir munu
græða meira á sölu-
mönnum, sem mega
ganga um með neyslu-
skammta, og á nýjum
neytendum.
Flestir fíklar byrjuðu með fikti,
sem varð til þess að allt sem fíkill-
inn vann sér inn fór í kaup á fíkni-
efnum. Þegar það dugði ekki til fór
hann að selja eigur sínar, síðan
tóku við þjófnaðir, svik, sala fíkni-
efna og að lokum gat hann orðið
þræll þess sem útvegaði honum
eitrið. Allt leiddi þetta til aukins
gróða hjá gróðafíklum á hinum end-
anum.
Með því að leyfa fíklum að ganga
um með neysluskammta eykst allt
aðgengi að eiturlyfjum, hverju
nafni sem þau nefnast, og var það
nógu auðvelt fyrir. Vinnuaðstaða
löggæslu mun versna um allan
helming við að seljendur og neyt-
endur megi ganga um með efnin á
sér. Þannig breytist afglæpavæð-
ingin í glæpavæðingu, sem kemur
af stað faraldri, sem illmögulegt
verður að kveða niður og ekki er
hægt að bólusetja fyrir.
Yngstu neytendurnir munu
kynna efnin þeim, sem ekki hafa
prófað þau, og síðan selja þeim til
að fjármagna eigin neyslu. Margir
yngri fíklar gætu lent í ferlinu sem
lýst er hér að ofan og ferming-
argjafirnar farið í kaup á hassi.
Miðað við ástandið í dag með skorti
á meðferðarúrræðum mun af-
glæpavæðingin verða að glæpavæð-
ingu.
Meining ráðherra að hjálpa fíkl-
um er góð, en hún byrjar á vitlaus-
um enda og stuðlar að enn meiri
neyslu og þar með meiri gróða
glæpamanna, sem tróna á toppnum
og virðast ósnertanlegir, en þeir
eru það ekki. Það vantar bara vilj-
ann til að taka þá niður. Lögreglan
hefur verndað þá fyrir að kjafta frá
öðrum glæpamönnum. Í fjölmiðlum
hefur oft komið fram að ýmsir eiga
meiri eignir en þeir gætu hafa eign-
ast með heiðarlegri vinnu.
Dómsmálaráðherra gæti, ef vilji
væri til þess, afglæpavætt gróða-
fíklana á sama hátt og Al Capone
var tekinn niður. Erfiðara er fyrir
heilbrigðisráðherra að lækna vímu-
efnasjúklinga með skriffinnskunni.
Það er alveg hægt að sjá hvað á
ekki erindi á sakavottorð án þess
að opna fyrir allt.
Svandís: „Í upphafi skyldi endinn
skoða“ og „Of seint er að byrgja
brunninn þegar barnið er dottið of-
an í“ eru heilræði sem heilbrigðis-
ráðherra ætti að hafa í huga.
Afglæpavæðing?
Eftir Sigurð
Oddsson » Svandís: Í upphafi
skyldi endinn skoða
og Of seint er að byrgja
brunninn þegar barnið
er dottið ofan í eru heil-
ræði sem þú ættir að
hafa í huga.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur og eldri
borgari.
Allt um sjávarútveg